Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. 23 margbreyttur eftir viðfangsefnum og vönduð bygging sögunnar leiðir lesendur eins og um speglasal þar sem þeir sjá sig í alls kyns formum, ýmist skoplegum eða óhugnanlegum. Stefanía Þorgrímsdóttir korp með vandaða og fínlega bók, Nótt í lífi Klöru Sig. Hún dregur vel upp and- stæður alþýðu og efnaðs, menntaðs millistéttarfólks í máli og hugðarefn- um. Bókin er vel byggð um það að sýna umhverfi Klöru æ betur, og hana sjálfa, fyrst sem hluta af heild, síðan æ skýrar sem öryggislausan einstakling. Næturflug eftir Guðmund Björg- vinsson hlaut of litla athygli. Þetta er vel skrifuð bók og skemmtileg aflestrar. Að formi til er hún þroska- saga unglings en höfundur lætur öll bönd hefðar bresta af henni með skopstælingum á klisjunum sem tíðkast hafa í þessari grein og með því að fylgja öllum hugarórum sögu- manns eftir. En þeir spinnast úr teiknimyndasögum, skólalærdómi og hrollvekjumyndum. Útkoman verð- ur litrík yfirlitsmynd um líf ung- mennis. kannski er hún ekki eins mikil á dýptina. Ég skal ekki fjölvrða um það, en ástæða er til að vonast eftir listrænna verki frá honum. Bókmenntir ÖRN ÓLAFSSON Goðsagnaverur á gangi Gulleyjan eftir Einar Kárason er afbragðsbók. Mikið hefur verið rætt um efni sögunnar; uppgangsárin úr bröggunum, en auðvitað er það ekki það sem gefur henni gildi, heldur úrvinnslan. Ségja má að styrkur bókarinnar sé sá, að í henni er ekkert nema það sem venjulega er kallað lygi og kjaftæði - það er: goðsögur. Hún gerist öll í hugarheimi alþýðu á 6. áratug. Hér ganga um svið goð- sagnaverur, eins og Brilljantíngæj- inn, Fegurðardrottningin dulúðga, Sjóarinn sem rotaði allan Vetargarð- inn, Flugkappinn. Og Ameríka er draumurinn um fyrirheitna landið, sem svífur yfir höfðum fólksins og mótar allt þess atferli. í sögunni er allt sveigt undir þessa sköpun goð- sagnaheimsins, t.d. lýtur Einar ekki lútbreiddum hleypidómum eins og þeim að persónur eigi að vera raun- sæilegar, tala eðlilegt mál eða því- líkt. Þær eru hverju sinni eins og þarf í heildarmyndina, stíllinn er breytilegur, frá ljóðrænu til ýktrar lágkúru, allt eftir því sem við á. Mér fannst bókin hálfbotnlaus, en veit ekki hvort það þarf að teljast galli. Er það ekki eðlileg afleiðing af því að hún lýsir í rauninni sögulausum heimi? Þegar á heildina er litið, held ég að uppskera ársins verði að teljast nokkuð góð, þrátt fyrir allt. seljast hálfkaraðar viðtalsbækur og minningar sem ganga helst út á það að sýna inn um gluggana hjá frægu fólki. Fornyrtirog málsnjallir Hvað sem því líður, þá er ánægju- legt hve vel þessi bók seldist, Marg- saga, því hún er smáger og fínleg, en sérstaklega eru sögumenn at- hyglisverðir. Þeir eru af því tagi sem ég var að lýsa, sem bölva Þórarni fyrir að skrifa ekki „af alvöru“. Kannski eru sögumenn nær fyrir- mynd þessara lesenda, svo fornyrtir eru þeir og málsnjallir. En Þórarinn sýnir takmörk þeirra og máttvana tilraun til að brjótast útúr þeim. Sú tilraun leiðir þá í ógnir og háska, ósjaldan minnir þetta á lærisvein galdramannsins því við þessa tilraun fer af stað eitthvert gangvirki í þjóð- félaginu sem þeir ráða ekkert við. Margsaga miðlar lesendum skýrri mynd og gagnrýnni af mcnntamanni, íhaldssömum á þjóðlega menningu. Höfundur þéttir sögurnar, ef svo má segja, með óbeinum upplýsingum, sem koma fram eins og í leiðinni. En jafnframt notar hann slíkar upp- lýsingar til að gera myndina á ýmsa lund ankannalega, og á vissan hátt framandi lesendum, þótt hún sé af þeim. Það er síður en svo til að deyfa áhrifin hve broslegt þetta er, heldur skerpir þau einmitt. Smásögur Kristjáns Karlssonar, Komið til meginlandsins frá nokkr- um úteyjum, eru sambærilegar að því leyti, að sögumaður er í sviðs- ljósi, en það er af öðrum ástæðum, hér segir hann ekki sögu sjálfs sín. Hann er a.m.k. meðfram til að skapa lesendum fjarlægð frá heimi sagn- anna, sem eru margbreytilegar mannlífsmyndir. Þar eru meðal ann- ars spunnin saman atvik sem undir yfirborðssvip eiga í rauninni ekkert sameiginlegt. Sögurnar miðla þeim mun sterkari tilfinningu fyrir marg- brotnu mannlífi og óþekkjanlegu með öllu. Bygging sagnanna er vönduð. Segja má að burðarásar þeirra séu duldir í því sem virðist vera smáatriði, og kemur aðeins óbeint fram. Aftur má tala um þétt- ingu, en á annan hátt en hjá Þórarni. Slíkur er háttur vandaðra smásagna- höfunda, þannig nýta þeir vel hvert efnisatriði og sögulok verða lesanda í senn óvænt og þó eðlileg. Hlutum lýst úr fjarlægð Það vakti verulega athygli að Pétur Gunnarsson sendi nú frá sér lokabindi Andrasögu, sem fór að birtast níu árum áður, Sagan öll. Þetta er vandað verk, Pétur er flink- ur og þjálfaður, en frásagnarháttur finnst mér hafa breyst verulega frá fyrri skáldsögum Péturs. Raunar er Hafliði Vilhelmsson - „ýktur og skemmtilegur skáldskapur“. eftir sem áður lítil áhersla lögð á persónusköpun, eftir sem áður er efni oft séð í mikilli fjarlægð og afgreitt með stuttri yfirlitsgrein. Það má oft þykja eðlilegt til að beina sviðsljós- inu að kjarnafjölskyldunni. En um hana er bara fjallað á svipaðan hátt, til dæmis þegar gera á föðurinn skilj- anlegan, þá er það með útskýringum, svo að jafnvel þær persónur, sem mest ber á, foreldrar sögumanns, eru yfirborðslegar og einhliða - eða bara fjarlægar. Hitt hefur lengi verið keppikefli sagnaskálda að gæða per- sónur lífi með því að láta þær birtast í orðum sínum og gerðum, en hér er öllu miðlað í hugleiðingum sögu- manns. Það er raunar ekki nýmæli í þessum bálki, en áður kom annað á móti; lýsingar hans voru í stíl, sem stakk í stúf við venjubundinn hugs- unarhátt, hlutunum var lýst úr fjar- lægð, en frá óvæntu sjónarhorni. Útkoman var smellin og skáldleg svo af bar. Hér fær slíkt ekki að njóta sín, því bókin snýst um annað: á köflum sýnir sögumaður vel hugsun- arhátt barnsins sem hann var, fjallar um umhugsunarefni þess, eins og óendanleika geimsins, í orðum barns, enda er barn sögumanns miðpunktur verksins, allt beinist að því. Þess vegna má ætla að stíll þeirra frá- sagna hafi sett sitt mót á aðra hluta verksins, sem máttu ekki yfirgnæfa orð barnsins. En útkoman verður helsti einlit fyrir minn smekk og fjarri því að ná listrænum áhrifum fyrri binda. í speglasal Hafliði Vilhelmsson var með ein- kennilega líkt söguefni í skáldsög- unni Beygur. Það er þeim Pétri hvorugum til hnjóðs og varla tilefni til samanburðar því hvert skáld stefnir f sína átt, þetta er ekki sam- keppni í hástökki. Beygur er vandað skáldrit, í afkáralegri aðalpersón- unni birtast sammannleg kjör eða goðsöguleg. En mestu skiptir sú mynd sem við fáum af sambandi lifs og listar: það sem sett er fram sem raunveruleikinn er fyrst og fremst ömurlegt og þrúgandi. Upp úr því sprettur hins vegar skáldskapurinn , ýktur og skemmtilegur. Stíllinn er Ford Maveric '74 2ja dyra, svartur, sjálfskiptur + vökvastýri, 6 cyl., 250 Cl. Bíll í toppstandi, ryðlaus, ný dekk, lítur út sem nýr að utan sem innan. Upplýsingar í síma 72212. TECHNICOLOR’ AN ALL CARTOON feature FRUMSÝNIR SUNNUDAG • & FLY AWAY INTO A WONDERLAHD . '•■uÆM • * • OF FANTASY AND SONG! Walt Disneyls PETER PAIN ( Rmleastd by BUENAVISTA Distribution Co., loc. © Walt Dlsrwy Productions < THEATRE PETER PAN Ein af allra bestu barnamyndum sem DISNEY-fyrirtækið hefursent frá sér. Sýnd kl. 3 sunnudag. Miðaverð kr. 90. TOM HANKS is THE MAN WITHQNE REDSHOE TWENTIETH CENTURY EOX Piesents A VICTOR ORAI Pioduction A STAN DRAGOTI Film TOMHANKS DABNEY COLEMAN LORI SINGER CHARLES DURNING THE MAN WITH ONE RED SHOE JIM BELUSHI CARRIE FISHER ED HERRMANN Dlrector ol Photography RICHARD H. KLINE. A.S.C. Screenplay by ROBERT KLANE Based upon the Motion Picture Wrilten by FRANCIS VEBER and YVES ROBERT Produced by VICTOR ORAI Directed by STAN ORAGOTI PG|p»«»ÍY»L guidance suggesteq -ésj ,y NOT Bt SUlTABLl tOBCHILOWtN) ( RAUÐISKÓRINN Splunkuný og frábær grínmynd með úrvalsleikurum, gerð af þeim sömu og gerðu myndirnarThe Woman in Red og Mr. Mom. Það varaldeilisóheppni fyriraumingja Tom Hanksað vera bendlaður viðCIA njósnahringinn og geta ekkert gert. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Dabney Coleman, Lori Singer, Charies Durning, Jim Belushi. Framleiðandi: Victor Drai (The Woman in Red). Leikstjóri: Stand Dragoti (Mr Mom). Sýndkl. 5,7,9og11. Hækkað verð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.