Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986.
3
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Ríkismat sjávarafurða:
Fær 20 nýja bfla í spamaðarskyni
Gengið hefur verið frá því að Ríkismat
sjávarafurða fái 20 nýja bíla til notk-
unar fyrir stofriunina. Nokkrir bílanna
eru þegar komnir en hinir verða af-
hentir stofhuninni innan skamms.
„ Þetta er fyrst og fremst spamaðar-
aðgerð. Okkur reiknast svo til að
spamaðurinn vegna nýju bílanna
verði á 3 milljón á ári. Stofnunin hefur
leyst sín bílavandræði með bílaleigu-
bílum og aksturssamningum við
starfsmenn. Það hefur verið ansi dýr
rekstur," sagði Haukur Ingibergsson,
rekstrarstjóri Ríkismats sjávarafurða.
Bílamir em flestir litlir fólksbílar
en 7 þeirra em nokkuð stórir og ætlað-
ir til keyrslu á snjóþungum svæðum
og þar sem malarvegir em slæmir eins
og á Vestíjörðum, Austfjörðum og
Norðurlandi.
-KB
Hart í bak í Borgarfirði:
Tekið upp á myndband
Frá Snorra Kristleifssyni, fréttarit-
ara DV í Borgarfirði:
Stefrit er að því að hafa aukasýn-
ingu á leikritinu Hart í bak sem
Umgmennafélag Reykdæla sýndi í
Logalandi fyrir áramót. Verður sýn-
ingin á miðvikudagskvöld, ef af
verður, og mun hún þá verða tekin
upp á myndband. Er hugmyndin að
hún verði auglýst og þá tekin upp
að áhorfendum viðstöddum.
Leikverkið Hart í bak er sem
kunnugt er eftir Jökul Jakobsson.
Ungmennafélag Reykdæla setti það
upp í haust og sýndi við góðar undir-
tektir. Leikstjóri er Oddur Bjömsson
en leikendur era 12 talsins.
Hart í bak var sýnt í Logalandi í Borgarfirði. Myndin er tekin á frumsýn-
ingu. DV-mynd Snorri
Fremst á myndinni sjást þrír þeirra 20 bíla, sem Ríkismat sjávarafurða á að fá til þess að spara í rekstri fyrirtækis-
ins, standa þegar fyrir utan aðalskrifstofumar að Nóatúni 17 í Reykajvík. DV- mynd KAE
Sænsk-íslenska skáksveitin komst í úrslit
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð.
Malmö SS, skáksveitin sænsk-
íslenska, varð í fjórða sæti í úrslitum
um sænska meistaratitilinn í sveita-
keppni sem lauk nýlega hér í Svíþjóð.
Það kom verulega á óvart þegar
Malmö SS komst í úrslitakeppni fjög-
urra sveita eftir að hafa orðið i öðm
Séra Torfi Stefánsson sigraði
sæti í suður-riðli keppninnar áður. I
ilrslitum sigraði Stokkhólmssveitin,
FK Rockatin, sem skipuð var nokkr-
um alþjóðlegum meisturum. Hlaut 17
vinninga. Malmö SS hlaut 8 vinninga.
í hverri sveit tefla átta menn og fjór-
ir íslendingar tefldu í sveit Malmö SS,
þeir Júlíus Friðjónsson, Amór Einars-
son, sem lengi hefur verið búsettur í
Malmö
Malmö, Gunnar Finnlaugsson og séra
Torfi Stefánsson. Hann er í framhalds-
námi í Lundi.
Séra Torfí sigraði með miklum yfir-
burðum í meistaraflokki á Malmö-
meistaramótinu í skák. Hlaut 8,5 vinn-
inga af níu mögulegum. Það var í
næstbesta flokknum á mótinu, einnig
teflt í landsliðsflokki. hsím
L i IX l\ n B Q IR i fflw^flug
Landamæri Luxemborgar liggja að
Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu.
Vegakerfi þessara landa skila þér
auðveldlega á áfangastað.
Dyr að töfrum Evrópu
Flug til Luxemborgar fram og til
baka kostar frá kr. 13.350. * Þar bjóð-
ast einnig bestu bílaleiguverð í
Evrópu: Bíll í viku á aðeins kr. 61001*
Evrópustrætó Flugleiða - flugleiðin Keflavík/Luxemborg - hefur ferjað
þúsundir (slendinga til Findel flugvallar. Sumir halda strax áfram ferðinni,
aðrir dvelja lengur í Luxemborg. Þeir bera margt úr býtum.
Hvort sem þú unnirfögrum listum, eða hefur lyst á góðum mat getur
Luxemborg satt big. Hér er gaman að njóta útivistar í skógivöxnu
fjalllendi, skoða markverða staði og lifa Ijúfu lífi á hótelum og gistihúsum.
Hertogadæmið Luxemborg heilsar gestum sínum með hógværð og
yndisþokka: Fagurgrænir akrar, þróttmikill trjágróður, vínviðurinn í
hæðunum meðfram Mósel, lítið sveitaþorp í þröngu gljúfri, kyrrlátt
mannlíf í skjóli kastala og kirkju. í Luxemborg kristallast menning tveggja
þjóða. Landið hefur sérstööu sem þú getur fært þér í nyt.
Við bjóðum þér bestu bílaleiguverð í Evrópu
i
' Verö miðað við PEX fargjald eftir 1. aprll 1986, og bflaleigubil I B flokki.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiöa, umboösmenn og feröaskrifstofur.
Söluskrifstofan Lækjargötu sími 27477, Hótel Esju sími 685011, Álfabakka 10 sími 79500.
Upplýsingasími: 25100
FLUGLEIÐIR