Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Qupperneq 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986.
Fréttir
Fréttir
Björk Bjarkadóttir sést hér í fangageymslu Lögreglustöðvarinnar við Hverf-
isgötu. Mikið hefur verið að gera í fangageymslum lögreglunnar að
undanförnu. 46 menn gistu t.d. þar í 25 klefum aðfaranótt mánudagsins.
DV-mynd: KAE
Ófremdarástand í fangelsismálum:
„Mikið um fíkni-
efhi á Litla-
Hrauni“
- segir Björk Bjarkadóttir,
formaður Fangavarðafélagsins
- Dómsmólaráðuneytið opnaði
leið fyrir fíkniefni inn á Litla-
Hraun 1980
í kjölfarið á því að tveir fangar
struku út af Litla-Hrauni á dögun-
um vöknuðu upp þær spumingar
hvort fangelsismál hér á landi væru
nægilega traust. Einnig hefur verið
rætt um fíkniefnamól í fangelsum,
en flestir fangar, sem eru bak við
lás og slá, eru þar vegna fíkniefna-
ókæru. Fangamir tveir, sem stmku
á dögunum, sögðu að á Litla-
Hrauni væri allt fullt af fíkniefnum
og að fangaverðir lokuðu augunum
fyrir fíkniefhaneyslu þar.
„Það er rétt að mikið er um fíkni-
efni á Litla-Hrauni. Það er aftur á
móti rangt að fangaverðir séu fegn-
ir þvi að fangar séu í vímu þar. Það
er nógu erfitt að eiga við þá alls-
gáða svo öðm sé ekki bætt þar ofan
á,“ sagði Björk Bjarkadóttir, for-
maður Fangavarðafélagsins.
„Við erum orðnir langþreyttir á
því að skuldinni sé skellt á okkur
vegna óstandsins á Litla-Hrauni.
Það er leitað reglulega í klefum
fanganna, en það er ekki nóg.
Dómsmálaráðuneytið setti þær
reglur 1980 að hætta ætti að leita á
fólki sem kæmi í heimsókn til fang-
anna. Þetta var gert til að spara.
Það gefur því augaleið að opin leið
er fyrir gesti fanganna að koma með
fíkniefni og jafnvel brennivín inn
fyrir veggi fangelsins. Þessi regla
var sett á þrátt fyrir mótmæli okk-
ar. Gestir fanganna hafa leyfi til að
dveljast inni í klefum þeirra frá kl.
11 til 18 á sunnudögum, þannig að
þá er oft veisla," sagði Björk.
Björk sagði að það væri ekki nóg
að opin leið væri inn í fangelsið,
heldur væri aðstaðan þar fyrir neð-
an allar hellur. „Ástandið er vægast
sagt uggvænlegt þar og í öllum
fangelsismálum þjóðarinnar. Nú
eru 56 fangar á Litla-Hrauni sem
tekur aðeins 46 fanga með góðu
móti. Þetta þýðir að einangmnarde-
ild er ekki lengur til þar. Þeir
fangar, sem brjóta af sér, með því
t.d. að strjúka eða vera uþpvísir að
því að nota fíkniefni, em ekki settir
á einangmnardeild, heldur beint
inn í þann klefa sem þeir dvöldust
í. í þeim klefa geta þeir haldið áfram
að vera í vímu fíkniefna ef þeir em
með góðan felustað," sagði Björk.
„Aðstæður á Litla-Hrauni eru
mjög slæmar. Herbergin em lítil,
eða svokallaðir „skápar", og þá er
aðeins einn sturtuklefi fyrir alla
fangana. Við þessar aðstæður er
vinnuaðstaða fangavarða ekki
nægilega góð. Það er óþolandi að
gestir fanga geti gengið inn í fangel-
sið með alla þó hluti sem þeim
sýnist. Það verður að gera róttækar
breytingar á fangelsismálum hér ó
landi. Litla-Hraun leysir engan
vanda. Það er staður sem ekki er
mönnum bjóðandi," sagði Björk
Bjarkadóttir, formaður Fanga-
varðafélagsins. -SOS
Stjórnmál
Stjórnmál
Litla-Hraun. Þar er hægt að fá nóg
af fíkniefnum til neyslu.
Selurinn sendur
upp í efri deild
Frumvarp um selveiðar verður að
líkindum afgreitt úr neðri deild Al-
þingis í dag og sent á vit örlaga sinna
til þeirrar efri. Þetta er í þriðja sinn
sem frumvarp um selveiðar er lagt
fram á Alþingi. Mjög skiptar skoðan-
ir em um frumvarpið. Á síðasta þingi
blossaði upp mikill ágreiningur i efri
deild sem lauk með því að afgreiðslu
var frestað.
í atkvæðagreiðslu í gær samþykktu
22 þingmenn fmmvarpið, 9 voru á
móti og 9 fjarverandi. Þrír stjómar-
þingmenn greiddu atkvæði gegn
frumvarpinu. Það voru stjálfstæðis-
mennirnir Friðjón Þórðarson og
Pálmi Jónsson og framsóknarmaður-
inn Ólafur Þ. Þórðarson. Alþýðu-
bandalagið klofnaði í afstöðu sinni
til fmmvarpsins. Guðrún Helgadóttir,
Guðmundur J. Guðmundsson og
Garðar Sigurðsson greiddu atkvæði
með frumvarpinu. Aðrir alþýðu-
bandalagsþingmenn voru á móti.
Bandalag jafhaðarmanna, Kristín
Syndaselurinn fær sinn tíma á Alþingi.
Kvaran og Kvennalisti greiddu at-
kvæði gegn fmmvarpinu. Allir
þingmenn Alþýðuflokks voru fjarver-
andi atkvæðagreiðsluna.
Frumvarpið fer nú til umfjöllunar í
efri deild. Þar eru mjög skiptar skoð-
anir um það og óvíst hvort tekst að
afgreiða það á þeim 6 þingfundardög-
um sem eftir eru af þessu þingi.
-APH
Alþýðuflokkurinn
kominn á myndband
Sögu Alþýðuflokksins hefur nú ve-
rið komið fyrir á myndbandi. Bryndís
Schram er stjórnandi og Helgi Skúli
Kjartansson spyrill og þulur. Fram-
leidd hafa verið 100 eintök og i ráði
er að sýna myndbandið i félögum
flokksins víða um landið. Þá er ráð-
gert að frumsýna myndina kvöldið
fyrir 1. maí.
Tilefnið að gerð myndarinnar er að
nýlega varð Alþýðuflokkurinn 70 ára.
Myndin byggist upp á því að rætt er
við ýmsa aðila sem lótið hafa að sér
kveða í starfi flokksins frá upphafi.
Fyrirtækið Myndvarp sá um gerð
myndbandsins og Karl Sigtryggsson
sá um klippinguna.
-APH
Bessastaðahreppur:
I
Oháðir
bjóða
fram
Ný hagsmunasamtök hafa ákveðið
að bjóða fram til sveitarstjómarkosn-
inganna i Bessastaðahreppi. Samtök-
in eru óháð pólitískum flokkum.
Stefna þeirra byggist á innansveitar-
málum og áhersla er lögð á umhverf-
ismál.
Anna Ólafsdóttir Björnsson sagn-
fræðingur skipar efsta sæti listans. í
öðru sæti er Ásgeir Sigurgestsson
framkvæmdastjóri, í þriðja Þorkell
Helgason prófessor, í fjórða Svein-
björg Vilhjálmsdóttir tónlistarkenn-
ari, i fimmta sæti Auðunn Svein-
björnsson læknir, i sjötta sæti Erla
Guðjónsdóttir kennari, í sjöunda
Auður Óskarsdóttir starfsstúlka, í
áttunda Eggert Á. Sverrisson við-
skiptafræðingur, í níunda ólafur
Stefánsson ráðunautur og i því tíunda
Hannes Pétursson skáld.
-APH
I
Bílasalan
Lvngás hf.
Lyngási 8 • Garðabæ Símar: 651005 - 651006 - 651669
Jeppar tii sölu, ýmis skipti möguieg
140 Range Rover '82 kr. 960 þús.
516 Pajero '85 kr. 660 þús.
178 Range Rover '81 kr. 760 þús.
422 Toyota Hi-Lux D '82 kr. 600 þús.
349 Range Rover '78 kr. 580 þús.
501 Bronco Custom '79 kr. 590 þús.
17 Volvo Lappl. '81 kr. 520 þús.
68 Blazer disil '77 520 þús.
279 Willys Golden Eagle '81 kr. 475 þús.
510 Willys Cherokee '77 kr. 400 þús.
Opið virka daga kl. 9-19.
Opið laugardaga kl. 10-17.
489 Blazer '74 kr. 360 þús.
470 Bronco Rancher '77 kr. 300 þús.
125 Range Rover '75 kr. 335 þús.
331 Range Rover '75 kr. 360 þús.
295 Scout II '78 kr. 320 þús.
232 Volvo Lappl. '82 kr. 385 þús.
187 Range Rover '73 kr. 280 þús.
203 Bronco '75 kr. 225 þús.
233 Bronco '73 kr. 255 þús.
241 Bronco '74 kr. 240 þús.
Látið skrá bílinn strax.
Mikil eftirspurn eftir nýleg-
um bílum.
379 Willys '65 kr. 250 þús.
34 Range Rover '73 kr. 265 þús.
13 Willys Wagoneer ‘76 kr. 225 þús.
402 Bronco '73 kr. 220 þús.
451 Bronco '74 kr. 210 þús.
471 W. Wagoneer 12 kr. 230 þús.
466 Toyota Landcruiser '66 kr. 250 þús.
396 W. Wagoneer '72 kr. 230 þús.
305 Suzuki Fox 4x4 ‘82 kr. 210 þús.
426 Willys '66 kr. 220 þús.
428 Bronco '74 kr. 240 þús.
216 Bronco Ranch. 074 kr. 250 þús.
583 Bronco '74 kr. 230 þús.
530 Willys 5 J. '67 kr. 280 þús.
og fl„ og II.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202
Cherokee
riAMCIJeep
Wagoneer
EGILL
VILHJÁLMSSON
Cherokee 2ja dyra frá kr. 950 þús.
Cherokee 4ra dyra frá kr. 1.050 þús
Wagoneer frá kr. 1.200 þús.
Getum útvegað nokkra bíla með stuttum fyrirvara.
AMC brautryðjandi í 4x4.