Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Nýjar
lánareglur
um ein-
ingahús:
„GJörbreynr stöðu
iðngreinarinnar1 ‘
- segir formaður Sambands einingahúsaframleiðenda
Nýjar reglur um lánafyrirkomulag
fyrir einingahúsabyggjendur eru nú
til umfjöllunarhjá félagsmálaráðherra
og stjóm Húsnæðisstofnunar. Regl-
umar vom samdar af neíhd sem
skipuð var fulltrúum Húsnæðisstofn-
unar og fulltrúum byggingaraðila.
„Við getum vel sætt okkur við þess-
ar reglur. Þær myndu gjörbreyta stöðu
þessarar iðngreinar,“ sagði Guðmund-
Verðlaunin em stytta úr bronsi og
marmara gerð af spánska mynd-
höggvaranum Martin Perrilán. Verð-
launahafar mega nota mynd af
styttunni í auglýsingar og á umbúðir
framleiðslu sinnar.
Sólhf.
hlýtur
verðlaun
Sól hf. hefur hlotið hin kunnu al-
þjóðlegu verðlaun „Internationle
Food Award 1986“ fyrir frammistöðu
í íslenskum matvælaiðnaði.
Iðnfyrirtæki sem hljóta verðlaunin
em valin af alþjóðlegri dómnefnd sem
fær ábendingar, m.a. frá verslunarráð-
um, samtökum iðnaðarins, alþjóðleg-
um samtökum og fjölmiðlum. Auk
þess gera veitendur sjálfstæða úttekt
á matvælafyrirtækjum sem þykja
standa sig vel á alþjólegan mæli-
kvarða.
Farrýmis-
skipting í
Ameríkuflugi
Flugleiðir hafa tekið upp farrýmis-
skiptingu á öllum flugleiðum félagsins
milli landa. Tvö ár em síðan fétagið
hóf að bjóða upp á „Saga Class" í
áætlunarflugi til Norðurlanda og
Bretlands. Síðan hafa aðrar leiðir
bæst við og nú í vor leiðin milli Lúx-
emborgar og Bandaríkjanna.
Á „Saga Class" sitja þeir farþegar
sem greiða svokallað normalfargjald
eða Saga Class-fargjald. Rýmra er um
þessa farþega í vélinni. Ennfremur fá
þeir betri þjónustu og fría drykki.
-KMU
ur Sigurðsson, formaður Sambands
einingahúsaframleiðenda.
Einingahúsafyrirtækin hafa átt
mjög erfitt uppdráttar m.a. vegna þess
að reglum um lán var breytt snemma
á þessu ári. Áður giltu þær reglur að
fyrsti hluti lánsins var greiddur út
hálfum mánuði eftir fokheldi eininga-
húsa. Vegna fjárhagsörðugleika hjá
Húsnæðisstofriun var þessum reglum
breytt á þann veg að sömu reglur hafa
gilt um einingahúsabyggjendur og þá
sem em að byggja á hefðbundinn hátt.
Þetta hefur þýtt að lán hafa verið
greidd út á mun lengri tíma.
Félagsmálaráðherra skýrði frá því á
Alþingi í vetur að þessar breytingar
hefðu verið gerðar gegn hans vilja.
Hann skipaði nefnd til að semja nýjar
reglur. Þessar reglur em nú tilbúnar
frá nefndinni.
Reglumar gilda reyndar fyrir alla
þá aðila sem standa í byggingarfram-
kvæmdum, þ.e. bæði einingahúsa-
framleiðendur og þá sem byggja og
selja hús byggð á hefðbundinn hátt.
Gert er ráð fyrir að fyrri hluti lánsins
verði greiddur út hálfum mánuði eftir
fokheldi. Ef húsinu er þá skilað fullfrá-
gengnu að utan greiðist 55% út af
láninu en annars 50%. Seinni hlutinn
er síðan greiddur að fullu út, ef lokið
hefur verið við frágang hita-, vatns-
og raflagna, 6 mánuðum eftir fyrra
lánið. Annars gilda núverandi reglur
um nýbyggingarlán og þau greidd út
í þremur áföngum.
-APH
Skipaiðnaðurinn
Hvert stórverkefríið á
fætur öðiu tapast úr landi
Innan Landssambands iðnaðar-
manna - samtaka atvinnurekenda
í löggiltum iðngreinum - hafa
menn nú þungar áhyggjur af stöðu
skipaiðnaðar á íslandi.
Á fundi, sem sambandsstjórn fé-
lagsins hélt fyrir skömmu, kom
fram að á undanförnum árum hafa
íslensk fiskiskip iðulega verið send
utan til viðhalds og viðgerða sem
Stór verk hafa tapast úr landi
að undanförnu
Á undanförnum vikum hafi tap-
ast úr landi mjög stór verk og
ffamundan sé eitt stærsta verkefni
í skipaviðgerðum sem nokkru sinni
hefur verið í sjónmáli en það sé
endurnýjun á Japanstogurunum.
Til þess að þau verkefni lendi ekki
einnig á lista hinna glötuðu tæki-
færa telur sambandsstjórnin að
ráðamenn þurfi að taka höndum
saman um aðgerðir.
Lengi hefur verið hugað að ráð-
um til að bregðast við þessum
vanda en sambandsstjórnin telur
að tvær meginleiðir komi einkum
til greina.
Annars vegar sé að koma í veg
fyrir að undirboðum frá erlendum
aðilum, sem njóta stórfelldra ríkis-
styrkja í heimalöndum sínum, sé
tekið og hins vegar að gera ráðstaf-
anir til jöfnunar á aðstöðu innlends
skipasmíðaiðnaðar.
Fyrir skipaiðnaðinn skipti ekki
meginmáli hvor leiðin yrði valin
heldur hitt að sem fyrst verði
brugðist þannig við að þau verk-
efni, sem íslenskum skipasmíðaiðn-
aði er mestur akkur í, hverfi ekki
úr landinu vegna aðstöðumunar
milli skipaiðnaðar hér og í sam-
keppnislöndunum.
Á fundinum var samþykkt eftir-
farandi ályktun: Landssamband
iðnaðarmanna leggur til að ekki
verði veitt lán úr opinberum sjóð-
um til endurbóta eða viðgerða á
fiskiskipum án þess að verkið hafi
verið boðið út og viðurkenndar
útboðsreglur hafðar í heiðri. Ef
sannanlegt er að erlent tilboð sé
niðurgreitt og ætla megi að niður-
greiðslan ráði úrslitum um sam-
keppnishæfni tilboðsins verði ekki
veitt opinber fyrirgreiðsla vegna
þess, nema að undangengnu mati
ríkisstjórnarinnar á því hvort hún
vilji jafna samkeppnisstöðu hins
innlenda fyrirtækis, t.d. með niður-
fellingu opinberra gjalda eða
öðrum ráðstöfunum.
-KB
hæglega hefði mátt framkvæma á
hagkvæman hátt innanlands. Þar
með hafi horfið úr landi stór verk-
efni sem hefðu getað veitt fjölda
manns atvinnu.
Það kom einnig fram að meginá-
stæðan fyrir þessu eru niður-
greiðslurnar sem notaðar eru í
samkeppnislöndunum til að ná í
erlend verkefni og íslensk stjórn-
völd hafa ekki fram að þessu séð
sér fært að bregðast við.
Skipaiðnaðurinn nýtur stórfelldra ríkisstyrkja í samkeppnislöndum okkar sem gerir það að verkum að horfið
hafa úr landinu stór verkefni sem veitt hefðu getað fjölda manns atvinnu. Nú óttast forráðamenn innan Lands-
sambands iðnaðarmanna að eitt stærsta verkefni í skipaiðnaði, sem nokkru sinni hefur verið í sjónmáli hérlendis,
eða endurnýjun á Japanstogurunum, lendi á lista hinna glötuðu tækifæra.