Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Page 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. 17, Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Fyrsti leikur íslands gegn írlandi í Höllinni í kvöld - Evrópukeppnin í körfii hefst í kvöld. Kemst ísland í b-keppnina í næsta mánuði? í kvöld hefst í Laugardalshöll Evr- ópukeppni karla í körfuknattleik. Leikið verður á hverju kvöldi út þessa viku en keppninni lýkur á laug- ardag. Þessi Evrópukeppni er sú fyrsta sem haldin er hér á landi í karlaflokki. Hingað eru komin til leiks fjögur lið og fyrstu leikirnir fara fram í kvöld. Setningarathöfnin hefst klukkan sjö en að henni lokinni hefst fyrsti leikurinn og eigast þar við landslið Skota og Portúgala. Klukk- an níu hefst síðan leikur íslands og Irlands. Ef ekkert óvænt kemur upp á ætti íslenska liðið að sigra írana í kvöld en góður stuðningur áhorf- enda er nauðsynlegur eins og svo oft hefur komið í ljós í Höllinni. Fimmta liðið sem hér leikur er lið Noregs en Norðmennirnir hvíla í kvöld. Þeir hafa á að skipa snjöllu landsliði sem hefur verið í ótrúlegri framför á síð- ustu mánuðum. Flestir spá því að Norðmenn leiki til úrslita í þessum riðli við íslendinga en sigurvegarinn í riðlinum tekur þátt í b-keppninni sem fram fer í næsta mánuði. Frábær undirbúningur Svo virðist sem allur undirbúning- ur að þessari keppni hérlendis sé mjög viðamikill og vandaður. Og nú verður í fyrsta skipti hér á landi notuð sérstök tölva við alla úr- vinnslu varðandi leikina. KKÍ virð- ist hafa lagt mikla vinnu í undirbúning fyrir þessa keppni og líklegt er talið að ekki verði um fjár- hagslegan halla að ræða og er það vissulega afrek út af fyrir sig þegar um svo mikið mót er að ræða. • Norðmenn mæta til leiks með stærsta leikmanninn og stærsta liðið í heild. Stærsti leikmaðurinn heitir Georg Posti og er hann 2,10 metrar á hæð. Tveir aðrir leikmenn norska. liðsins eru yfir tvo metra á hæð. Hvað gerir íslenska liðið? Það er vissulega nokkurt spurn- ingarmerki því ekki er mikið vitað um andstæðingana að þessu sinni þó líklegt sé að leikir íslenska liðsins verði jafnir og spennandi. Allir bestu leikmennirnir sem gjaldgengir eru í íslenska landsliðið verða með og vel hefur verið vandað til undirbúnings íslenska liðsins. Frá því að undir- búningurinn hófst fyrir þessa Evrópukeppni hefur íslenska lands- liðið leikið 35 landsleiki og sigrað í 19 þeirra en tapað 16. En fyrsti leik- urinn sem máli skiptir er í kvöld gegn írum og íslenska landsliðið verður þannig skipað: Pálmar Sigurðsson Páll Kolbeinsson Jón Kr. Gíslason Torfi Magnússon Þorvaldur Geirsson Símon Ólafsson Matthías Matthíasson Guðni Guðnason Valur Ingimundarson Birgir Mikaelsson Varamenn eru Tómas Holton, Hreinn Þorkelsson og Ragnar Torfa- son. Sigurður Valur Halldórsson dæmir fyrir íslands hönd á mótinu. A morgun leika svo Noregur og ír- land klukkan 19.30 og klukkan 21.00 ísland og Skotland. _SR Dani til Fram - Per Skárup, sem leikið hefur 105 landsleiki fyrir Dani í handknattlelk, mun að öllum líkindum þjálfa og leika með Fram á næsta keppnistímabiii • Torfi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik. i L Allt bendir nú til þess að Per Skárup, sem leikið hefur 105 lands- leiki fyrir Dani i handknattleik, muni gerast þjálfari Fram og leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Eftir því sem DV hefur hlerað hefur Skái-up nú um nokkurt skeið staðið í samningaviðrœðum við hand- knattleiksdeild Fram um þjálfara- stöðu félagsins ásamt öðrum Dana, Morten Stig Christiansen, en Mort- en Stig datt síðan út úr myndinni um helgina er hann samdi við lið Stavanger í norsku 1. deildinni. Skárup var einn besti leikmaður danska landsliðsins fyrir tveimur áram. þá lenti honum illilega sam- an við Leif Mikkelsen, þjálfara liðsins, ásamt tveimur öðrum landsliðsmönnum. Hann hefurekki leikið með landsliðinu eftir það en Mikkelsen var hins vegar harðlega fordæmdur fvrir að nota ekki Skár- up á HM fyrr á árinu. Leiki Skárup með Fram á næsta vetri eins og flest bendir til þá kem- ur hann óneitanlega til með að setja mikinn svip ú handknattleik- inn. þó ekki væri vegna annars en stærðar hans en hann er yfir tveir metrar á hæð. Skárup er 29 ára að aldri og hef- ur leikið með Gladsaxe allan sinn feril. Hann hefur ekki þjálfað lið fyrr í meistaraflokki en meðmæli meðal annars frá Anders Dahl Ni- elsen eiga drjúgan þátt í því að Fram hyggst nvta sér krafta hans. -fros • Gary Lineker Lineker sábesti Gary Lineker, miðheiji Everton og enska landsliðsins, var í gær kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi af samtökum íþróttafréttamanna þar í landi. Lineker, sem hefur skorað 33 mörk á þessu leiktímabili, hlaut nær 80% atkvæða. í öðru sæti var landsliðsfélagi hans hjá Southamp- ton, Peter Shilton. í fyrra var Neville Southall, markvörður Everton og Wales, kjörinn knattspyrnumaður ársins. hsím KRfékkaukastig KR fékk aukastig á Reykjavíkur- mótinu i knattspyrnu þegar liðið sigraði Þrótt, 4-0, á Hallarflötinni á sunnudagskvöld. Willum Þórsson skoraði tvö af mörkum KR, Július Þorfinnsson eitt og Gunnar Gíslason eitt mark - úr vítaspyrnu. KR lék undan snörpum vindi í fyrri hálfleik og skoraði þá eitt mark. Komst siðan í 2-0 og tvö siðustu mörkin voru skor- uð skömmu fyrir leikslok. f kvöld kl. 20.30 leika Ármann og Vikingur á mótinu á Hallarflötinni. • Magnús Teitsson skorar eitt marka sinna gegn Ármanni í gærkvöldi. Hermundur Sigmundsson sem skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna er lengst til hægri en við hlið hans stendur Ármenningurinn Einar Eiríksson. DV-mynd Brynjar Gauti. Þrjú mörkÁrmanns ífyrri hálfleiknum - og Stjaman vann stóran sigur, 11-22, og leikur til úrslita í bikamum gegn Víkingi Stjörnumenn tryggöu sér réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni HSI í gærkvöldi er þeir gersigruðu afspyrnuslaka Ármenninga með helmingsmun, 11-22, í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll. Staðan í leikhléi var 3-9 Stjörnunni í vil. Ármenningar geta þakkað markverði sínum, Guðmundi Friðrikssyni, að Stjarnan hafi ekki skorað helmingi fleiri mörk í leiknum. Hann varði 21 skot í leiknum og var langbesti leikmaður vall- arins. Það er greinilegt að Ármenningar sakna Egils Steinþórssonar sem nú leik- ur knattspyrnu í Færeyjum. Leikur liðsins var stjórnlaus og sumir leikmenn liðsins hugsa mun meira um að rífast og nöldra í félaganum en leika handknatt- leik og má þar nefna Einar Eiríksson en hann var sígargandi á félaga sína og hnýtandi í þá skömmum og ónotum og einnig stundaði hann að rífast í þjálfara sínum. Ármenningar þurfa að laga margt fyrir 1. deildar keppnina næsta vetur og þar með talinn liðsandann. Eftir markalausar tíu mínútur í upphafí leiks- ins fóru leikmenn Stjörnunnar í gang og staðan í leikhléi 3 9 og,segir það allt sem segja þarf um sóknarleik Armenninga. í síðari hálfleik^ dofnaði verulega yfir leiknum en minnstur varð munurinn þegar staðan var 8 12 og 20 mínútur eftir. Mörk Stjömunnar: Sigurjón Guðmundsson 4, Magnús Teitsson 4, Hermundur Sigmundsson ' 5/2, Hannes Leifsson 3/1, Einar Einarsson 3, Hafsteinn Bragason 2 og Stefán Þorsteinsson 1. Mörk Ármanns: Haukur Haraldsson 4, Einar Eiríksson 4/2, Bragi Sigurðsson 2, Friðrik Jósa- fatsson 1 og Einar Nábye 1. lieikinn dæmdu þeir Ólafur Haraldsson og Stefán Amaldsson. _SK ÍBR ___________________ KRR REYKJAVIKURMÓT M EISTARAFLO KKU R í kvöld kl. 20.30 ÁRMANN - VÍKINGUR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.