Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Page 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986.
2fy
Sandkorn
Sandkorn
Kristinn Finnbogason.
Þolprófuð
vatnsrenni-
braut
Nú stendur til að byggja
mikla útisundlaug i Kópa-
vogi, nánar tiltekið á
Rútstúni. Mikið verður
vandað til þessa mannvirk-
is ef að likum Iætur. Til
dæmis má reikna með að
þar verði komið fyrir marg-
víslegum vatnsleiktækjum
til að Kópavogsbúar geti
leikið listir sínar að vild.
Á fund, sem starfshópur
um sundlaugarbygginguna
hélt ekki alls fyrir löngu,
komu tveir norskir söluað-
ilar með Kristin Finnboga-
son i broddi fylkingar.
Kynntu þeir vatnsrenni-
brautir og fleiri sundlauga-
leiktæki fyrir fundarmönn-
um. Má heita öruggt að
tækin þau arna standi fyrir
sínu hafi þau verið þolpróf-
uð af Kristni og Co.
Kópavogsbúar ættu þvi
ekki að vera smeykir við
að prófa vatnsrennibraut-
ina verði hún sett upp á
annað borð.
Messuvínið
ágætt
F ermingafaraldurinn
stendur sem hæst um þess-
ar mundir. Segir sagan að
ónefnt fermingarbarn hafi
verið spurt hvernig því
hefði likað athöfnin í kirkj-
unni:
„ Þetta var allt í lagi,“
svaraði barnið. „Messuvín-
ið var ágætt, en hún var
ekki eins góð, altaristafl-
Elskhugamir
renna út
Það hljóp heiftarlega á
snærið hjá JC-mönnum á
Suðurnesjum í síðastliðn-
um mánuði. Þá fengu þeir
á fund til sín Jóhönnu
Sveinsdóttur blaðamann
og rithöfund með meiru, þá
hina sömu og skrifaði bók-
ina „íslenskir elskhugar.“
Vitaskuld rigndi spurning-
unum yfir Jóhönnu á
fundinum; hvers vegna hún
hefði skrifað bókina, hvort
íslenskir karlmenn væru
lausari við kynlífs-og til-
finningavandamál en
karlmenn annarra þjóða
o.s.frv.
Þegar þeim þætti fundar-
ins var lokið tók höfundur-
inn sig til og las nokkra
valda kafla úr „Islenskum
elskhugum."
Enn höfðu einhveijir
fundarmanna ekki fengið
nóg. Þeir stukku þá í höf-
undinn, spurðu þess sem þá
fýsti að vita, keyptu svo
bókina, áritaða að sjálf-
sögðu.
Sandpokar á
ferð og flugi
Það er engu oflogið um
vitleysisganginn sem getur
gripið um sig í útlöndum.
Þessu fengu skákmennirn-
Helgi Ólafsson.
Jón L. Árnason.
ir okkar, þeir Jón L„ Helgi
Ólafsson, Margeir og Karl
Þorsteins, að kynnast þeg-
ar þeir voru á opna
skákmótinu í New York á
dögunum.
Þeir félagar dvöldu i góðu
yfirlæti á Penta-hótelinu.
Svo var það einn daginn
þegar þeir höfðu lokið tafl-
mennsku og voru á leið til
herbergja sinna að þeir
urðu varir við einhver ólæti
á hótelinu.
Þegar betur var að gáð
reyndist einhver ólmur ná-
ungi hafa laumast með
helling af sandpokum upp á
efri hæðir byggingarinnar.
Þar hafði hann hreiðrað
um sig og stytti sér svo
stundirnar við að dúndra
pokunum út um glugga.
Voru þeir sem áttu leið um
gangstéttina við hótelið i
bráðri lifshættu.
En svo kom löggan, eins
og í öllum traustum hasar-
þáttum, yfirbugaði vitleys-
inginn og hafði hann á brott
með sér. En aldrei vitnaðist
hvaða ástæður voru fyrir
þessum gegndarlausa sand-
austri úr glugga Penta-
hótelsins i New York.
Yfirvinna
skólastjóra
I nýjasta félagsblaði
Bandalags kennarafélaga
er að finna eftirfarandi
fróðleiksmola:
„Það hefur flogið fyrir að
þeir skólastjórar sem taki
störf sín alvarlega, séu al-
mennt að sligast undan
vinnuálagi þessa dagana.
Hafi þeir sést á harðahlaup-
um á siðkvöldum i humátt
á eftir skólariturum til að
gæta þess að ritararnir
uppfylli þær velsæmiskröf-
ur sem sumir telja að gera
þurfi til fólks í slíkum á-
byrgðarstöðum.
Enn er ósamið um hvern-
ig launadeildin mun greiða
þessa yfirvinnu skólastjór-
anna en liklega verður
annaðhvort um fasta yfir-
vinnu að ræða eða greiðslu
samkvæmt reikningi."
Já, það er hægt að gera
ýmislegt til að auka tekj-
urnar.
Umsjón: Jón G. Hauksson
Menning
Menning
STABAT MATER
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands og
Söngsveitarinnr Fílharmóniu í Háskólabiói
10. apríl.
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Einsöngvarar: Katrin Sigurðardóttir, Sig-
riður Ella Magnusdóttir, Guðbjöm Guð-
bjömsson, William Sharp.
Verkefni: Stabat Mater eftir Antonin Dvor-
ák.
Antonin Dvorák var enn ungur
maður og alls ófirægur þegar hann
samdi Stabat Mater. Ári áður samdi
hann fimmtu sinfóníu sína, sem lengi
vel var skráð sem hans fyrsta. Sta-
bat Mater er samin, eins og flest
önnur samnefhd verk, við sálm
Jacopone da Todi frá þrettándu öld.
í það þynnsta
Kórinn kom vel undirbúinn til tón-
leikanna. Hann virtist allavega
kunna sitt vel og hefði þess vegna
mátt syngja betur út því hér verkaði
hann í minnsta lagi. Það kom sér
út af fyrir sig vel fyrir karlaraddim-
ar sem höfðu í fullu tré við kven-
raddimar. En í sönginn vantaði hins
vegar glans og háraddimar virtust
einatt í það þynnsta skipaðar, eink-
um í síðari hlutanum þegar stígand-
in óx.
Mjög ungt lið
Einsöngvaraliðið var mjög ungt
og næsta undarleg tilfinning að sjá
Sigríði Ellu sem Nestor í hópnum.
Reynsla hennar og óbrigðult söng-
öryggi kom sannarlega til góða í
samsöngnum. Svo loks þegar að
hennar stóm sóló kom, „Inflammat-
us et eccensus", brilleraði hún líka.
Katrín Sigurðardóttir vex með
hveiju verkefni. Hæð hennar er af-
bragð og röddin vex óðum í dýptinni
líka, en þar er hennar helsti veik-
leiki. Guðbjöm Guðbjörnsson býr
yfir miklum hæfileikum og virðist
Antonin Dvorák.
stefna rétta leið í rækt þeirra. Radd-
týpan og karakterinn vísa beina leið
til óperunnar, þótt rangt væri að
ætla að framtíð hans takmarkaðist
við óperusviðið eitt. Hann er eitt af
Tónlist
EYJOLFUR MELSTED
þessum efnum sem koma mönnum
til að fúllyrða að framtíð sönglistar-
innar sé ámóta björt á íslandi og
framtíð skáklistarinnar.
William Sharp fengum við að
kynnast þegar hann söng Davíðs-
sálm Mistar Þorkelsdóttur með
Islensku hljómsveitinni. Síðan hafa
menn haft á honum hið besta álit
hér norður frá. Hann brást heldur
ekki vonum manna. „Fac ut arde-
am“ söng hann prýðisvel, af stillingu
og með lotningu. Hann er góður
gestur sem gjaman mætti heyrast
oftar í hjá okkur.
Maður hljómsveitarinnar
Einn var sá þáttur sem heldur varð
afskiptur í flutningi þessum - þáttur
hljómsveitarinnar. Dvorák var eitt
örfárra stórra tónskálda nítjándu
aldarinnar sem kom úr hljómsveit.
Hann var lágfiðluleikari. 1 öllum
hans verkum skín hljómsveitar-
hugsun í gegn, jafhvel í „Slovanské
tance“ og „Legendy", sem samin
voru fyrir tvö píanó, þótt vart komi
það fram f sönglögunum. Það á sér
svo aftur sína sögu. Þau voru jafnan
sveigð (sumir segja svínbeygð) að
þýskum texta, meira að segja
„Biblícke Písne“, sem samin voru
við texta úr „Kralice Biblíunni". Þar
voru raddimar miskunnarlaust um-
skrifaðar og eyðilagðar til að falla
að þýskum biblíuþýðingum.
Fagmannlegt áhugaleysi
Það þarf engan sérfræðing til að
sjá og heyra hversu óskaplega mikil-
vægur hljómsveitarþátturinn er hjá
Dvorák. En hér lenti hann hálf-
partinn utangarðs. Guðmundur
virtist einbeita sér að því að leiða
og stýra söngliðinu. Hljómsveitin
fékk lágmarkssinningu og því var
eins og hún gengi af sjálfu sér, rétt
eins og vinnuvél sem sett væri í
ákveðinn gír og fasta olíugjöf.
Hljómurinn lýsti því sem ég vildi
kalla fagmannlegt áhugaleysi.
Hljómsveitin okkar skilaði nótunum
nokkum veginn kórrétt en spilið var
hreint út sagt steingelt. Hveiju sem
um var að kenna þá vantaði vegna
þessa sálina i flutninginn og það
þótti mér afar miður þar sem um svo
undurfallega músík var að ræða.
EM.
MYNDIR
Kristínar Jónsdóttur listmálara
Eigendur að þeim myndum eftir Kristínu Jónsdóttur,
sem ekki hafa enn verið skrásettar, eru vinsamlegast
beðnir að snúa sér til Aðalsteins Ingólfssonar list-
fræðings, sími 672087.
SOKNARFELAGAR
Starfsmannafélagið Sókn auglýsir orlofshús í Ölfus-
borgum, Húsafelli og Svignaskarði.
Umsóknarfrestur er til 25. apríl.
Þeir sem hafa áhuga á skiptiferðum til Danmerkur
hafi samband við skrifstofuna sem fyrst.
Starfsmannafélagiö Sókn
KAFFIBOÐ!
fyrir Iðjufélaga, 65 ára og eldri, verður á Hótel Sögu,
Súlnasal, sunnudaginn 20. apríl 1986 kl. 3 síðdegis.
Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins frá
þriðjudeginum 15. apríl nk. og við innganginn.
Þeir sem óska eftir að taka miða við innganginn eru
beðnir um að hringja á skrifstofu Iðju (s. 12537/
13082) og láta taka frá fyrir sig miða.
Fréttaskot D V
Síminn sem
aldrei seÍTlí
Síminn er 68-28-58.
Hafir þu abendirigu eda vitneskju
um frétt hrmgdu’pa í sima 68—78—58.
Fyrir hvert fréttaskot. sem birtist
iDV, gieiðast 1.000 kr og 3.000
krónur fyr.ir besta frettaskotið í
hvern viku. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Vió tokum við fréttaskotum allan
solarhrmginn.
Fréttaskot DV
SímiM'semaldrelS®^ir
Síminn er 68-78-58,
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Bergstaða-
stræti 9 A, þingl. eign Estherar H. Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri
fimmtudag 17. april 1986 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Freyju-
götu 10 A, þingl. eign Siguriinu Davíðsdóttur o. fi., fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri
fimmtudag 17. april 1986 kl. 15.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Bergþórugötu 27, þingl. eign Helgu Ág. Vigfúsdóttur, fer fram eftir kröfu
Landsbanka islands á eigninni sjátfri fimmtudag 17. april 1986 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Grettis-
götu 16, þingl. eign Áma Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 17. april 1986 kl. 16.15.
___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík.