Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir „Misskilningur milli öiyggisvarða og starfsmannanna“ - segir blaðafulltrui Vamariiðsins um handtökumálið Vegna frétta DV af handtöku íslend- inganna tveggja á Keflavíkurflugvelli hafði blaðið samband við Friðþór Eyd- al, blaðafulltrúa Vamarliðsins. Hann vildi segja eftirfarandi um málið: „Tveir íslenskir starfsmenn flug- þjónustudeildcu: Vamarliðsins vom á leið til starfa inn á öryggissvæði á flugvellinum. Framkvæmd var reglu- bundin öryggisskoðun á bifreið þeirra. Lét þá annar starfsmannanna einhver orð falla um sprengju. Öryggisverðir bmgðust við eins og til er ætlast und- ir slíkum kringumstæðum og til að taka af allan vafa kyrrsettu þeir menn- ina tvo og kölluðu til íslensku lögregl- una til yfirheyrslna. Virðist hér sem misskilnings hafi gætt milli starfsmannanna og öryggi- svarðarins." -FRI Ámi ísaksson verður veiðimálastjóri Landbúnaðarráðherra hefur skipað Árna ísaksson fiskifræðing í stöðu veiðimálastjóra frá 1. júní næstkom- andi. Ámi Isaksson hefur starfað hjá Veiðimálastofrmn með námshléum frá 1961 en samfellt frá 1970. Hann var ráðinn fiskifræðingur við stofnunina í júlí 1967 og skipaður deildarstjóri 1. janúar 1981. Ámi hefur verið fram- kvæmdastjóri laxeldisstöðvar ríkisins frá 1. júlí 1984. Hann gegndi starfi veiðimálastjóra frá 1. nóvember 1984 til 30. apríl 1985. Aðrir umsækjendur um stöðuna vom: Dr. Gísli Már Gíslason dósent, Hákon Aðalsteinsson rannsóknar- maður, Sigurður Guðjónsson verkefn- isstjóri og Sigurður R. Þórðarson verkefhisstjóri. -KB Reynir Pétur stígur á land eftir siglinguna. DV mynd GVA Reynir göngugarpur kominn úr siglingu: Keypti 40 h|jómplötur „Ég keypti 19 hljómplötur í Hol- landi og 21 í Þýskalandi, mest Týról£isöngva,“ sagði Reynir Pétur Ingvarsson, göngugarpur frá Sól- heimum í Grímsnesi. Hann kom til landsins í gær eftir 15 daga siglingu með Eyrarfossi, skipi Eimskipafé- lagsins. „Það var alveg ofsalega gaman, ég fór til fjögurra landa; Hollands, Þýskalands, Bretlands og Belgíu. Þetta var dásamlegt," sagði Reynir Pétur og brosti sínu breiðasta í Sundahöfn þar sem verið var að binda Eyrarfoss við bryggju. „Ég gæti vel hugsað mér að auglýsa Eim- skipafélagið með því að ganga um alla Vestfirði. Þá fengi ég ef til vill að fara til Spánar og Portúgal." Reyndar var það skipafélagið Haf- skip sem bauð Reyni Pétri í megin- landssiglinguna en gjaldþrot setti strik í reikninginn. Þegar Eimskip keypti eignir Hafskips fylgdi Reynir Pétur með í kaupunum. Siglinguna fékk hann allavega. Hálfsystkini Reynis vom mætt niður á bryggju til að taka á móti bróður sínum. Þau vom meira að segja búin að setja íslenska fánann á útvarpsloftnet bifreiðar sinnar og það kætti Reyni Pétur óumræðilega. „Reynir hringdi tvisvar í okkur á meðan á forinni stóð,“ sagði Guðrún Matthíasdóttir, hálfeystir göngu- garpsins. „Hann sagðist lifa eins sog kóngur um borð.“ Sjóveiki hrjáði ekki kappann. Hann viðurkenndi að visu að hafa fundið fyrir smávegis höfuðverk á öðrum degi ferðarinnar en svo ekki meir: „Þetta var draumur." -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.