Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Þörunga- vinnslan á Reykhólum Heimamenn vilja leigja til áramóta „Við steínum að því að halda fund með fulltrúum fjármálaráðu- neytisins fyrir helgi og ræða þá formlega um leigu á Þörunga- vinnslunni," sagði Ingi Garðar Sigurðsson, stjórnarformaður Þörungavinnslunnar. Nýlega var stoínað hlutafélag um rekstur Þörungavinnslunnar á Reykhólum, Þörungaverksmiðjan hf. Markmiðið er að taka rekstur vinnslunnar á leigu. í félaginu eru aðallega heimamenn og er Reyk- hólahreppur stærsti hluthafinn. Á fundinum söíhuðust um 1,8 millj- ónir króna. „Það verður að ganga í þessi leigumál fljótt en fyrst þarf að ganga ffá ýmsum atriðum, t.d. verður félagið að hafa rekstrarfé og viðskiptasambönd við innlenda og erlenda aðila,“ sagði Ingi Garð- ar. „Við höfum hugsað okkur að leigja reksturinn til áramóta og sjá svo til,“ sagði hann. Nýja félagið kaus sér stjóm sem skipuð er þeim Inga Garðari Sig- urðssyni, Kristjáni Þór Kristjáns- syni, forstjóra Þörungavinnslunn- ar, Sigurði R. Bjamasyni kaupfélagsstjóra, Stefáni Magnús- syni, vaktstjóra hjá Þömnga- vinnslunni, og Valdimar Jónssyni, kranamanni hjá Þörungavinnsl- unni. -KB Kanínumar komust alla leið til Kína - I’rfðu af skipsferð frá Hong Kong Nú er líklegt að íslenskar kanínur ferðist i stórum stíl til Kina. Þær virðast þola ferðalagið vel og njóta hylli Kínverja. Kannski jjessar litlu kanlnur eigi Kínaferð fyrir höndum. „Skipsferðin frá Hong Kong til Kína, sem olli mestum áhyggjum, heppnaðist vonum framar, það dó engin kanína á þeirri leið,“ sagði Stefán Ólafsson, bústjóri Kanínumiðstöðvarinnar. Þegar síðast sagði ffá kanínunum 200, sem lögðu leið sína til Kína, voru þær komnar til Hong Kong eftir langt og þreytandi ferðalag sem dró fjórar þeirra til dauða. „í Hong Kong þurftu svo þessar 196 kanínur að bíða í einn sólarhring eftir skipsferð vegna hitabylgju í Kína. En þær komust þó allar að lokum og njóta mikillar hylli í Kína. Kínveijar em þegar búnir að panta 200 í viðbót og leggja þær af stað um mánaðamótin," sagði Stefán. Vegna þess hve kanínumar stóðu sig vel á ferðalaginu til Kína er hugs- anlegt að Kínverjar kaupi af okkur svona Emgórakanínur í stórum stfl. „ Það hefur verið talað um að þeir kaupi af okkur 2500 kanínur á ári,“ sagði Stefán. „Ástæðan fyrir því að Kínveijar hafa slíkan áhuga á okkar kanínum er sú að þær em af miklu betri stofhi en þeirra og gefa af sér mun meiri ull.“ -KB VIDEO LUX hvíldarstóllinn Úrvals stóll á frábæru verði. Vandað sófasett úr Ijósu beyki, áklæði eða leður eftir vali, gott sett í sumarbústaðinn. Verð kr. 48.000. , Opið laugardag kl. 9-17. TM-HUSGOGN SIÐUMUL A 30 SÍMI68-68-22 Merki Afríkuhlaupsins. Söluverð kr. 100. Stuttermabolir Afríkuhlaupsins Stuttermabolir með merki Afríkuhlaups- ins fást á eftirtöldum stöðum: íþrótta- vöruverslunum, íþróttafélögum og bensínstöðvum OLÍS í Reykjavík og ná- grenni. Verð kr. 300. Sölufólk óskast til sölu á merki Afríkuhlaupsins Merkin verða afhent í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, frá kl. 18.00 til 20.00 í öllum kirkjum og safnaðarheimilum í Reykjvaík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnar- nesi og Mosfellssveit. Sölu lýkur laugardaginn 24. maí og verður þá tekið við peningum og óseldum merkj- um á sömu stöðum frá kl. 13.00 til 15.00. Sölulaun eru 10 krónur á merki. 4 AFRIKU\ HLAUPIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.