Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 40
68*78*58 Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um firétt - hringdu þá í síma 687858. Fyrir hvert firéttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krénur. Fyrir besta firéttaskotið í hverzi viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við firéttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, ohaö dagblað FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. Yfimnnubannið: Óvíst hvenær dómur gengur •'r.Ég get ómögulega sagt um hvort Félagsdómur getur afgreitt þetta mál áður en yfirvinnubannið tekur gildi því það hefiir enn ekki borist okkur," sagði Ólaíur St. Sigurðsson, formaður Félagsdóms, í samtali við DV í morgun en VSÍ hefur ákveðið að skjóta yfir- vinnubanni sjómanna til dómsins. Ákvörðun VSÍ um að vísa málinu til Félagsdóms kom í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur að standa fast við boðað yfirvinnubann farmannadeildar fé- lagsins sem á að koma til framkvæmda kl. 17 á mánudaginn. -FRI JEngin stefnu- breytingin hjá okkur segir Sigurður Markússon „Það er eitthvað nýtt ef þeir hjá Sambandinu eru orðnir hlynntir því að skreiðasalan verði öll í höndum eins aðila“, sagði Bjarni V. Magnús- son framkvæmdarstjóri Smeinaðra .oiy4unleiðanda, sem hafa mælt gegn þéirri hugmynd að Samband íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, taki fyrir alla skreiðarsölu. Aðrir skreiðarútflytj- endur virðast hlynntir hugmyndinni og þar á meðal Sjávarafurðadeild Sambandsins. „Þetta er engin stefriubreyting hjá okkur, hugmyndin hefur ekki komið upp fyrir en núna. Skreiðarsalan er orðið mikið vandamál, markaðimir em búnir að vera lokaðir í 2 ár og því brýnt að finna leiðir til lausnar", sagði Sigurður Markússon framkvæmdar- stjóri Sjávarafurðadeildar Sambands- -Getur þessi hugmynd orðið að vem- leika þegar Sameinaðir framleiðendur em á móti? Ef ekki næst samtaða um þessa hugmynd verður að meta stöðunna upp á nýtt. SÍF verður einnig að end- urmeta sitt viðhorf, en þeir hafa sagt að þeir muni ekki taka að sér skreiðar- sölunna nema að salan yrði eingöngu á þeirra vegum“, sagði Sigurður. KB Geriö uerösamanburö og pantiö ur 52866 LOKI Það þarf lítið til að kveikja í þeim hjá olíufélögunum. Super' ‘-stríð ff olíufélaéanna I w Olís selur hreint, hinir blanda „Ég er búinn að aka á super- bensíni í þrjár vikur án þess að stilla bflinn minn sérstaklega. Range Ro- verinn gengur betur, er þýðari og tekur betur við sér,“ sagði Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olís, í samtali við DV í morgun. Olís hóf í morgun sölu á svokölluðu superbensíni sem er 97 oktan. Venjulegt bensín, sem selt er í landinu, er hins vegar 93 oktan. „Mér skilst að rúmlega helmingur bíla á landinu taki við superbensín- inu án þess að til sérstakrar stilling- ar þurfi að koma. Hina verður að stilla. Við lítum á þetta sem eðlilega þjóunustu við neytendur, að þeir viti hvað þeir em að kaupa. Hin olíufélögin blanda superbensíninu saman við venjulegt bensín og af því geta hlotist gangtruflanir. Ég held að kvartanir undanfarinna megi rekja til þessarar blöndunar,“ sagði Þórður Ásgeirsson. Að sögn Vilhjálms Jónssonar, for- stjóra Olíufélagsins hf„ er sannleik- urinn í máli þessu sá að fyrirtæki hans og Skeljungur festu kaup á þessum superfarmi í byrjun mars og Olís vildi ekki vera með: „Olis hafði svo samband við okkur daginn áður en lestað var og bað um að fa að vera með. Við blönduð- um okkar skammti saman við það mikið magn af venjulegu bensíni að ekki þarf að stilla bíla sérstaklega vegna þess. Hins vegar tel ég víst að stilla þurfi þá bíla sérstaklega sem nota superbensínið sem Olís er nú að bjóða. Annars geta bíleigendur átt gangtruflanir á hættu,“ sagði Vilhjálmur Jónsson. -EIR Bifreiðaeigendur streymdu á Olísstöðvamar strax i morgun til að reyna superbensínið, 97 oktan. DV-mynd PK. Veðrið á morgun: Hægtog breytilegt Á morgun verður fremur hæg norðaustan átt víðast hvar á landinu. É1 verða áfram á annesjum norðanlands og smá skúrir við suð- urströndina. Hitastig er að mestu óbreytt.Sjö stig sunnanlands og kaldara í öðrum landshlutum.allt niður í frostmark norðaustanlands. „Hætta yfirlýs- ingum og láta sárin gróa“ - segir Davíð Scheving „I mínum huga er það efst að menn hætti yfirlýsingum og láti sárin gróa en ummæli forsætisráðherra í sjón- varpinu í gærkvöldi eru hins vegar alls ekki til þess fallin," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson í samtáli við DV er hann var imitur álits áSstöðu Þróunarfélagsins og framtíð þess. „Það væri óskandi að menn þærý gæfu til að ná samkomulagi um félag- ið því það skiptir þjóðina miklu.“ -FRI é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.