Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAl 1986. 23 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Hverju spáir þú um úrslit kosning- anna hér á Patreksfirði? Kristján Jóhannesson verkamaður: Ég gæti trúað því að Sjálfstæðis- flokkur næði meirihluta. Alþýðu- flokkur kæmi næstur og restin færi á Framsóknarflokk. Árni Long vélvirki: Sjálfstæðisflokk- ur fær þrjá, Framsókn tvo og Alþýðuflokkúr tvo. Bjarni Sigurbjörnsson verkamaður: Ég held að það verði enginn með meirihluta. Ætli sjálfstæðismenn nái ekki þrem. Alþýðuflokkur verður ekki með fleiri en tvo og Framsókn tvo. Annars skiptist þetta ekki alfar- ið eftir flokkum hér. Það fer meira eftir mönnum. Bragi Rowlinson vélvirki: Eg hugsa að Sjálfstæðisflokkur fái flesta. Ætli hann nái ekki þremur. Framsóknar- flokkur kemur örugglega nálægt Sjálfstæðisflokki en Sjálfstæðis- flokkurinn hefur samt, held ég, yfirhöndina. Ölver Jóhannesson verkstjóri: Ég hefði haldið að Framsóknarflokkur fengi mest, þrjá fulltrúa. Það er hugsanlegt að kratar fái tvo og sjálf- stæðismenn tvo. Sandra Skarphéðinsdóttir afgreiðslustúlka: Sjálfstæðisflokkur fær flest atkvæði, held ég. Hann fær þrjá af sjö mönnum. Patreksfjörður: Áhyggjur af fólksfækkun Þrír listar eru boðnir íram á Patreks- firði; Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fyrir fjórum árum kom einnig fram S-listi Fram- farasinna, sem óánægðir sjálfstæðis- menn stóðu að, og I-listi Óháðra, sem fékk engan mann kjörinn. Á Patreksfirði er íjölmennasta byggðin í Barðastrandarsýslum, um 950 manns. Eins og í öðrum byggðar- lögum Vestfjarða er frystihúsið stærsti atvinnurekandinn. Margir íbúanna hafa framfæri sitt af þjónustu. Fólksfækkun veldur áhyggjum á Patreksfirði og næstu byggðarlögum. í fyrra fækkaði íbúum Patrekshrepps um fimmtíu eða 5,5 prósent. -KMU Patreksfjörður. DV-myndir PK. Sjálfstæðisfiokkur: Markviss fjáimálastjóm Stefán Skarphéðinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks. „Verkefiii sveitarfélaganna eru ærin en tekjustofnar fáir og rýrir,“ sagði Stefán Skarphéðinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks á Patreksfirði. „Við sjálfstæðismenn munum stuðla að markvissri flármálastjóm. Verk- efhunum verður raðað upp eftir forgangsröð með framkvæmdaáætlun. Útboð verða meira notuð en gert er núna þar sem hægt verður að koma þeim við. Atvinnumálin em undirstaða búsetu héma á svæðinu. Við höfum orðið illa úti í kvótamálum en við viljum huga að fleiru og koma á meiri breidd í at- vinnumáluni. Vil ég þar nefna til dæmis ferðamannaþjónustu. I hafnarmálum þarf að ljúka smíði smábátahafhar. Öryggismálin við höfnina þurfa að skoðast betur. Þá er bygging dvalarheimilis ofarlega á baugi. I æskulýðsmálum þarf að koma á verkefhum fyrir unglingana og að- stöðu fyrir þá til þess að stunda tómstundaiðju sem er holl og nauð- synleg en halda þeim frá því sem er óæskilegt, eins og vímuefnum. Við munum reyna að byggja þak yfir sundlaugina og koma þar á heils- ársrekstri. Við viljum líka reyna að ljúka byggingu íþróttavallar og erum þar með í huga sérstaklega búningsað- stöðu við völlinn. I umhvei-fismálum þarf að gera stórátak. Vatnsveitan er í ömurlegu ástandi. Svona mætti lengi telja. Af nógu et að taka,“ sagði Stefán Skarp- héðinsson sýslumaður. -KMU Alþýðufiokkur: Samstöðu til að efla byggð „Atvinnumálin eru stóra spumingin í okkar bæjarfélagi, hvemig þau þró- ast,“ sagði Hjörleifúr Guðmundsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksfélags Patreksfjarðar. „Mál málanna hjá okkur sveitar- stjórnarmönnum-er að efla samstöðu sveitarfélaga á sunnanverðum Vest- íjörðum til þess að gera þau styrkari til að efla byggð. Niðurskurður fjármagns til verk- legra framkvæmda af hendi ríkisvalds- ins hefur aukið mjög á erfiðleika sveitarfélaganna til eðlilegrar upp- byggingar. Af verklegum framkvæmdum er stóra málið bygging elliheimilis - frumáætlun liggur fýrir - sem og áframhaldandi uppbygging skólans, bygging heimavistar í framhaldi af því og samvinna sveitarfélaga um rekstur framhaldsdeilda við skólann hérna. Grundvallaratriði er að sveitar- stjómarmenn hlúi svo að æskunni að hún hafi við nóg að vera í leik og starfi og búi svo að ellinni að hún eigi sér öruggt skjól í heimabyggð að starfsdegi loknum," sagði Hjörleifur Guðmundsson, formaður Verkalýðs- félags Patreksfjarðar. -KMU Hjörleifur Guðmundsson, efsti maður hjá Alþýöuflokki. Sigurður Viggósson, efsti maður á lista Framsóknarfélags Patreksfjarðar. Framsóknarflokkur: Atvinnuuppbygging efst á stefnuskrá „Við bjóðum fram mjög ungan lista, lista ungra manna. Meðalaldur efstu sjö manna er 30 ár, þrjár konur og fjór- ir karlar. Við lítum á okkur sem framtíðina," sagði Sigurður Viggósson, efsti maður á lista Fram- sóknarfélags iUtreksfjarðar. „Framsóknarmenn hafa ekki verið í meirihluta í mörg ár í sveitarstjóm Patrekshrepps en við stefhum að áhrif- um þar. Efst á stefnuskrá okkar er atvinnu- uppbygging, bæði við það að halda áfram að styðja við bakið á fiskiðnaði og hins vegar að leita nýjunga í at- vinnulífi þannig að allir fái starf við sitt hæfi og þurfi ekki þess vegna að flytja brott af staðnum. Umhverfismál em ofarlega á baugi hjá okkur. Við teljum að aðlaðandi umhverfi geri staðinn áhugaverðari. Við ætlum að beita okkur fyrir því að taka rösklega á málefhum aldraðra sem hafa verið í ólestri," sagði Sigurð- ur Viggósson framkvæmdastjóri. -KMU Listi Alþýðuflokksfélags Pat- reksfjarðar 1. Hjörleifur Guðmundsson 2. Björn Gíslason 3. Guðfinnur Pálsson 4. Ásthildur Ágústsdóttir 5. Guðný Pálsdóttir 6. Ragnar Fjeldsteð 7. Gréta R. Snæfells 8. Ásta S. Gísladóttir 9. Erla Þorgerður Ólafsdóttir 10. Leifur Bjarnason 11. Sigurður Bergsteinsson 12. Gróa Ólafsdóttir 13. Jóhanna Leifsdóttir 14. Páll Jóhannesson Til sýslunefndar Ágúst H. Pétursson Bjarni Þorsteinsson Listi Framsóknarfélags Pat- reksfjarðar 1. Sigurður Viggósson 2. Jensína Kristjánsdóttir 3. Dröfn Árnadóttir 4. Ólafur Sæmundsson 5. Jónas Ragnarsson 6. Rósa Bachmann 7. Snæbjörn Gíslason 8. Kristín Þorgeirsdóttir 9. Þorsteinn Jónsson 10. Jóhannes Halldórsson 11. Bjarni Sigurjónsson 12. Árni Helgason 13. Dagbjört Höskuldsdóttir 14. Ari ívarsson Til sýslunefndar Sigurgeir Magnússon Ari ívarsson Listi sjálfstæðismanna 1. Stefán Skarphéðinsson 2. Gisli Ólafsson 3. Helga Bjarnadóttir 4. Gísli Þór Þorgeirsson 5. Einar Jónsson 6. Rafn Hafliðason 7. Héðinn Jónsson 8. Árni Long 9. Hallgrímur Matthíasson 10. Ólafur Steingrimsson 11. Hjörtur Sigurðsson 12. Sjöfn A. Ólafsson 13. Haraldur Aðalsteinsson 14. Hilmar Jónsson Til sýslunefndar Ingveldur Hjartardóttir Ágúst Ólafsson Úrslit 1982 Alþýðuflokkur (A) 122 alkv. 2 fulltr. Framsóknarflokkur (B) 123 atkv. 2 fulltr. Sjálfstæðisflokkur (D) 142 atkv. 2 fulltr. Óháðir kjósendur (I) 59 atvk. engan Framfarasinnar (S) 101 atkv. 1 fulltr. í hreppsnefnd voru kjörnir: Hjörleifur Guömundsson (A), Bjöm Gísla- son (A), Sigurður Viggósson (B), Magnús Gunnarsson (B), Hilmar Jónsson (D), Ema Aradóttir (D), Stefán Skarphéðinsson (S).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.