Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Spurt í Stykkishólmi: Hverju spáir þú um úrslit kosn- inganna? Róbert Jörgensen: - Sem flokks- bundinn sjálfstæðismaður verð ég að spá óbreyttu ástandi. Frá Stykkishólmi. DV-mynd GVA Stykkishólmur: SjáHstæðismenn og óháðir með meirihluta Undanfarin ár hefur atvinnulíf í Stykkishólmi einkennst af vinnu við skel eða hörpudisk. Þetta finnst mörg- um vera heldur einhæft og vilja gjaman fá ný atvinnutækifæri til bæj- arins. Sjálfstæðismenn og óháðir hafa völdin í bænum þessa stundina og hafa haft hreinan meirihluta frá þvi árið 1974. Af sjö hreppsnefndarmönn- um hafa þeir nú fimm. Hinir tveir skiptast jafht á lista Alþýðuflokks og lista Samvinnumanna og félags- hyggjufólks. Alþýðubandalagið hefur átt fulltrúa í þessum hópi en tapaði honum í síðustu kosningum. í Stykkishólmi búa um 1300 manns. í síðustu kosningum voru 742 á kjör- skrá og kjörsókn var 90 prósent. -APH Daði Þór Einarsson: - Ég hef trú á því að listi Félagshyggjumanna fái tvo menn kjörna og að sjálfstæðis- menn missi einn. Teitur Guðnason: - Sjálfstæðismenn hafa alltaf sigrað. Ætli þeir haldi því ekki áfram. Þórður Þórðarson: - Ég spái þvi að minn flokkur nái inn einum manni og að Sjálfstæðisflokkur haldi fjór- um mönnum. Hanna María Siggeirsdóttir: - Ætli þetta verði ekki svipað. Guðmundur Valur Valtýsson: - Ég reikna með að Sjálfstæðisflokkur haldi sínum mönnum. Alþýðuflokk- urinn tapi sínum manni og að Alþýðubandalagið fái hann. Félags- hyggjumenn fá svo einn mann. Alþýðubandalag: Verðum að vemda Irfhkið „Ég hef brennandi áhuga á um- hverfismálum og sérstaklega á vemd- un lífríkisins hér við Breiðafjörð. Ég tel að Stykkishólmur eigi að hafa for- ystu í þeim málum. Það hefur þegar verið unnið nokkuð á þessu sviði og því verður að halda áframsegir Ein- ar Karlsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins, sem varð fyrir því í síðustu kosningum að missa sinn' héma fulltrúa úr hreppsnefiidinni. Einar segir að flestir séu sammála um hvað gera þurfi í hreppnum en áherslur séu mismunandi um for- gangsröð og hversu mikla áherslu eigi að leggja á einstaka þætti. Þegar kreppir að verði félagsmálin útundan. Nú hafi ríkisframlög þegar verið skert og ljóst að það muni bitna á félagsmál- um. -APH Einar Karlsson Sjálfstæðisflokkur og óháðir: Vantar íbúðir fyrir aldraða Ellert Kristinsson. „Við leggjum áherslu á að traustur fjárhagur fu-eppsins geri okkur kleift að halda áfram uppbyggingunni hér. Einnig viljum við huga að málefnum hafriarinnar og þegar hefur verið ákveðið að hefja framkvæmdir við aðstöðu fyrir smábátana," sagði Ellert Kristinsson, efeti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins og óháðra. Segja má að flokkurinn ráði ríkjum þessa stund- ina í Stykkishólmi því hann hefur haft hreinan meirihluta frá 1974. Ellert segir að fjölmörg verkefrii séu í deiglunni. Næsta mál sé að byggja íþróttamiðstöð. Einnig er stefnt að því að byggja íbúðir fyrir aldraða. Og þó að atvinnuástandið hafi verið gott verði sveitarstjómin að hafa vakandi auga með því. „Einnig viljum við halda áfram að fegra bæinn. Þegar hefur verið gert töluvert á því sviði en margt er þó ógert enn,“ sagði Ellert. -APH Félagshyggjumenn: Ungt fólk úr öllum flokkum „Við erum ungt fólk úr öllum flokk- um og höfum ákveðið að vinna að lýðræðislegum vinnubrögðum og vilj- um leggja okkar af mörkum til að hafa áhrif á málefni bæjarins," sagði Magndís Alexandersdóttir, efsti mað- ur á lista Félagshyggjufólks. Hún segir að atvinnulífið i Stykkis- hólmi hafi síðustu ár einkennst of mikið af skelveiðum og vinnslu og að það þurfi að huga meira að framtíð- inni. „Við þurfuð að styðja við þá atvinnuvegi sem fyrir eru og einnig styrkja þá sem vilja fara út í eitthvað nýtt,“ sagði Magndís. Eitt af áhugamálum listans er að ráða félagsmálafulltrúa. Hans verk- efni yrði að hafa yfirumsjón með félagsmálum, málefnum aldraðra, æskulýðsmálum og dagvistarmálum. Einnig er brýnt að komið verði upp íþróttahúsi. Magndís vonar að þau komi inn ein- um manní. Hún hefur setið í hrepps- nefnd sl. 3 ár og þá fyrir lista Samvinnumanna og félagshyggju- fólks. -APH Magndís Alexandersdóttir Alþýðuflokkur: Veitum meiri- hlutanum aðhald Guðmundur Lárusson, Alþýðuflokki. DV-mynd GVA „Við viljum að hér verði lífvænlegt að búa eins og það hefur verið undan- farið. Hlutverk okkar er einnig að veita meirihlutanum aðhald,“ sagði Guðmundur Lárusson, efeti maður á lista Alþýðuflokksins. Guðmundi er umhugað um orkumál bæjarins. í Stykkishólmi er engin hita- veita og orkukostnaður mikill. Guðmundur hefur róttækar hug- myndir um aðgerðir í orkumálum. Hann vill m.a. að settar verði upp svo- kallaðar orkudælur sem notaðar yrðu til hita upp skólann og sundlaugina. Þetta mál vill hsum að hreppsnefndin beiti sér fyrir að kanna niður í kjölinn. „Ég vil einnig að atvinnumálanefrid verði falið að skipuleggja fyrir bæjar- búa hvaða möguleikar séu fyrir hendi hvað snertir nýsköpun í atvinnuh'f- inu,“ sagði Guðmundur. Hann situr nú í hreppsnefnd sem eini fúlltrúi Al- þýðuflokksins. -APH Listi Alþýðuflokks 1. Guðmundur Lárusson 2. Bryndís Guðbjartsdóttir 3. Davíð Sveinsson 4. Kristborg Haraldsdóttir 5. Björgvin Guðmundsson 6. Guðrún Hjálmarsdóttir 7. Emil Þór Guðbjömsson 8. Nanna Lárusdóttir 9. Eiríkur Helgason 10. Hörður Gunnarsson 11. Hanna D. Jónsdóttir 12. Jóhannes Ólafsson 13. Rögnvaldur Lárusson 14. Sveinbjörn Sveinsson Listi Alþýðubandalagsins 1. Einar Karlsson 2. Guðrún M. Ársælsdóttir 3. Ómar Jóhannesson 4. Þorvaldur Ólafeson 5. Þórunn Sigþórsdóttir 6. Ragna Eyjólfsdóttir 7. Agnes Agnarsdóttir 8. Steinn Ág. Baldvinsson 9. Steinar A. Ragnarsson 10. Gréta Bents 11. Ólafía Stefánsdóttir 12. Eyþór Ágústsson 13. Snorri Þorgeirsson 14. Stefán Halldórsson Listi sjálfstæðismanna og óháðra 1. Ellert Kristinsson 2. Kristín Björnsdóttir 3. Pétur Ágústsson 4. Gunnar Svanlaugsson 5. Jóhanna Guðmundsdóttir 6. Högni Bæringsson 7. Helga Sigurjónsdóttir 8. Ríkarður Hrafnkelsson 9. Auður Stefnisdóttir 10. Þorsteinn Björgvinsson 11. Sesselja Pálsdóttir 12. Lárus Ástmar Hannesson 13. Bæring Guðmundsson 14. Kristinn Ólafur Jónsson Listi félagshyggjumanna 1. Magndís Alexandersdóttir 2. Hörður Karlsson 3. Elín Sigurðardóttir 4. Snorri Ágústsson 5. María Helga Guðmundsdóttir 6. Vilborg Jónsdóttir 7. Sigríður Björnsdóttir 8. María Sigfúsdóttir 9. Þórður Sigurjónsson 10. Margrét Guðmundsdóttir 11. Heiðrún Leifsdóttir 12. Þórir Halldórsson 13. ína Jónasdóttir 14. Þórður Þórðarson Úrslit 1982 Fjórir listar vom í framboði 1982. Orslit urðu þessi: Alþýðuflokkur (A) 1 mann Sjálfetæðismenn og óháðir(D) 5 menn Alþýðubandalag (G) 0 mann Samvinnumenn og Félagshyggjufólk (S) 1 mann 1 hreppsnefnd vom kjömir: Guð- mundur Lárusson (A), Ellert Krist- insson (D), Finnur Jónsson (D), Gissur Tryggvason (D), Kristín Bjömsdóttir (D), Pétur Ágústsson (D) og Dagbjört Höskuldsdóttir (S).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.