Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Edvarð T. Jónsson, Þórshöfn: Útlit er nú fyrir að öll sterkustu og þekktustu umhverfisvemdarsamtök í heimi muni setja stefnuna á Færeyjar í sumar í því skyni að fylgjast með og reyna að stöðva grindadráp Færey- inga. Samtök Grænfriðunga hafa boðað að hópur fólks á vegum samtakanna muni koma til Færeyja í sumar. Samtökin hafa sent frá sér dreifibréf þar sem harðar aðgerðir eru boðaðar gegn smáhvaladrápi í Færeyjum. Grænfriðungurinn Paul Watson hef- ur boðað komu sína á skipi sínu Sea Shepherd hingað til Færeyja í júní, eftir fund alþjóðahvalveiðiráðsins í Malmö, en Watson segist ætla að verða viðstaddur fundahöldin. Færeyska lögreglan býr sig undir átakaríkt sumar og hefur yfirlögreglu- stjórinn í Þórshöfii nýverið staðfest að lögreglustjóraembættinu hafi borist bréf frá færeysku landsstjóminni þar sem tilkynnt var að Watson og hans fylgifiskar ætli sér að efha til ófriðar í Færeyjum á komandi sumri. Landsstjórnin fékk bréf frá Watson fyrir skömmu, þar sem hann spyr að því hvemig Færeyingar muni taka á móti honum þegar hann kemur í sum- ar. Svar landsstjórnarinnar var á þann veg að vel yrði tekið á móti honum, ef hann kæmi með friði og færi að lögum. Færeyingar búa sig nú undir átök i sumar við fjölmarga hópa erlendra friðunar- samtaka er hafa boðað komu sina til eyjanna til að mótmæia grindadrápi eyjaskeggja. Grænfnðungar í herför til Færeyia Gorbatsév vill leiðtoga- fund um kjamorkumál Drukknuðu í bíóferð Talið er að að minnsta kosti fimm- tíu kínversk skólaböm hafi drukkn- að í Nankang héraði fyrir skömmu er ferju, er flutti bomin yfir á eina, hvolfdi skyndilega. Yfir 200 skólakrakkar vom í ferj- unni er atvikið átti sér stað. Börnin vom í fylgd kennara síns og vom á leiðinni í kvikmyndahús í ná- grannabæ. Kínverska fréttastofan segir að yfirkennaranum, er var ábyrgur fyr- ir bamahópnum á ferðalaginu, hafi verið sagt upp starfi fyrir að hafa látið það óáreitt að alltof mörgum farþegum var hleypt um borð í ferj- una. Artukovic dæmdur til dauða Króatinn Arturo Artukovic var dæmdur til dauða í Júgóslavíu fyrir þátt sinn í grimmdarverkum nasista á dögum siðari heimsstyrjaldar. Artukovi gegndi stöðu innanríkis- ráðherra í leppstjóm nasista í Júgóslavíu í heimsstyrjöldinni og var að sögn saksóknara í borginni Zagreb, þar sem dómurinn féll, ábyrgur fyrir aftökum og misþyrm- ingum tugþúsunda samborgara sinna á dögum þýska hernámsins, flestra gyðinga og tatara. Gorbatsév Sovétleiðtogi sagði í ávarpi til sovésku þjóðarinnar í gær að hann hefði framlengt bann við til- raunum með kjamorkuvopn til 6. ágúst næstkomandi og skoraði jafn- framt á Reagan Bandaríkjaforseta að koma sem skjótast til viðræðna í Ev- rópu eða japönsku borginni Hiros- hima til viðræðna um algert bann við tilraunum með kjamorkuvopn. „Látum æðstu stjómendur í Banda- ríkjunum sýna það í raun að þeir beri líf og heilbrigði íbúa jarðarinnar fyrir brjósti," sagði Gorbatsév. Þetta var í fyrsta skiptið frá því Chemobyl slysið varð, þann 26. apríl síðastliðinn, að Sovétleiðtoginn talar um það á opinberum vettvangi. Sagði Gorbatsév að slysið væri tal- andi dæmi um þá knýjandi þörf er nú væri á því að ríki veraldar hættu fram- leiðslu kjamorkuvopna og hæfu allsheijar fækkun slíkra vopna. Gorbatsév lagði og til að komið yrði á nánari alþjóðlegu samstarfi ríkja á sviði kjamorkumála þar sem lögð yrði áhersla á viðvörunarkerfi vegna slysa. Sovétríkin hafa fram að þessu verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki upplýst umheiminn um Chemobyl sly- sið í tíma og í rauninni dregið það á þriðja sólarhring að staðfesta að slíkt sfys heíði átt sér stað. í ræðu Gorbatsévs í gærkvöldi kom fram að níu hefðu látist vegna slyssins og 299 hefðu verið lagðir inn á sjúkra- hús vegna geislunar. Vestrænir stjómarerindrekar í Moskvu telja að slysið í Chemobyl sé mesta auðmýking Sovétmanna frá því árið 1962 að Nikita Krústjof dró til baka árásareldflaugar Sovétmanna frá Kúbu eftir hafhbann Bandaríkja- manna. Gorbatsév Sovétleiðtogi sagði í sjónvarpsávarpi sínu i gær að nú hefðu 9 látist vegna slyssins i Chernobyl og 299 manns hefðu verið lagðir inn á sjúkra- hús vegna geislunar. Á myndinni sést hluti versins i Chernobyl. Myndin er tekin fyrir 26. april siðastliðinn. Mikið úrval tölvuleikja nýkomið. Kr. 960,- Commodore klúbbv. Super Bawl 990,- Bounder 93B,- Basildon Bond 935,- Mugsy's revenge . 925,- Starship Andromeda . 990,- Gyroscope . 890,- Game Maker (disk) 2070,- The Young Ones . 740,- Wiew to a Kill . 350,- Comic Bakery . 800,- Wizardry . 600,- Koronis Rih . 925,- og ótal fleiri, einnig leikir á diski. Kr. 925,- Spectrum klúbbv. Way of the Tiger . 990,- . 765,- . 810,- Tau-Ceti . 675,- Battle of the Planets . 990,- Rasputin . 720,- Super Pipeline II . 500,- Buck Rogers . 500,- WHAM . 900,- Rupert . 720,- That's the Spirit . 450,- og ótal fleiri. Kr. 990,- Amstrad klúbbv. Way of the Tiger .. 990,- Battle of the Planets .. 960,- Rocco (box) .. 700,- Panzadrome Kaizer .. 810,- Gyroscope .. 800,- Who Dares Wins II .. 800,- Frankie Goes to Hollyw.. .. 990,- Strike force Harrier .. 990,- Sama á diski ...1530,- Yie ar Kung-Fu .. 800,- Battle of Britain ... 990,- og ótal fleiri. ATARI 520 ST. PAWN 2520,- Einnig leikir á Atari- BBC —Electron — IVISX- C-16. Opið á laugardögum kl. 9—14. Sendum í póstkröfu. Hjá Magna, Laugavegi 15, simi 23011. í<y “ ÍSLENSK GÆÐI MF. Ljúffengur fiskréttur unninn úr fyrsta flokks hráefni. Tilbúinn til matreiðslu. FÆST í NÆSTU VERSLUN MEÐ ANANAS Matreiðslu tillaga og meölætl: Bakist i ofni viö 180°C i ca. 15—20 fnin. Gott er að setja rjóma eóa mjólk ut á. örbylgjuofn: Losiö úr álforminu og hitiö i ca. 3VS min. Steikió á pönnu meó smjöri. Hellió mjólk eóa rjóma yfir TILBÚIÐ í OFNINN J. UNNIÐ UR FYRSTA FLOKKS HRÁEFNI INNIHALD. Fersk ýsa krydduð með úrvals jurtakryddi. salti. ananas og grænmeti 500 gr. FRAMLEIÐANDI ÍSLENSK GÆÐI HF. P. O. BOX 8604 2GERÐIR Með ananas, grænmeti og ijúf- fengu jurtakryddi eða spergilk- áli, rósakáli, gulrótum og blómkáli. ÍSLENSK GÆÐIHF. - Sími 82170

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.