Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plótugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Þróunarfélagið eyðilagt Þróunarfélag íslands var stofnað með lúðrablæstri. Upp skyldi rísa nýtt og sterkt félag, sem veitti fé til uppbyggingar atvinnulífsins. Áherzla skyldi lögð á nýj- ar greinar. Menn sögðust skilja, að ísland hefði dregizt aftur úr í þróun síðustu ára og áratuga. Menn fullyrtu, að nú skyldi sú armæða afnumin, að fjármagnið gengi til fyrirtækja eftir flokkslit þeirra, sem fyrirtækin rækju. Sagt var, að þessar flokkspólitísku dúsur væru af hinu illa. Þar lægi ábyrgð margs, sem illa hefði farið hér á landi. Það er rétt. Þessu skyldi breytt við stofnun Þróunarfélags Islands. Þar yrði bæði um að ræða fjár- magn frá hinu opinbera og einkaaðilum. Stjórnmála- mennirnir mundu ekki ráða ferð eins og verið hafði um Framkvæmdastofnun. Nýir tímar tækju við. 350 milljón- ir króna söfnuðust í hlutafé. Ríkið á hlutabréf að andvirði 100 milljónir króna. En hvað hefur gerzt? Fréttir síðustu daga segja þá sögu. Nú eru formenn stjórnarflokkanna komnir í hár saman, vegna þess hver skuli fara með umboð ríkisins. Þorsteinn Pálsson segist hafa munnlegt loforð forsætisráðherra fyrir því, að Steingrímur ráði ekki einn yfir umboði fyrir hlutabréf ríkisins, 100 milljónirnar. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að tilnefna sinn fulltrúa, sem fari með atkvæðisrétt fyrir helming fjárins, 50 milljónunum. Hinum helmingnum ráði Steingrímur. Áður hafði komið upp mikill ágrein- ingur, sem leiddi til þess, að menn gengu úr stjórn félagsins. Þar var Steingrímur Hermannsson sakaður um óeðlileg, flokkspólitísk afskipti af félaginu. Nú hef- ur aðalfundi Þróunarfélagsins verið frestað um einn mánuð, til þess að reyna sættir í málinu. Þannig voru fyrstu skref Þróunarfélagsins, að forsæt- isráðherra setti allt á annan endann með flokkspólitísk- um áhrifum að gömlum hætti stjórnmálamanna. Næstu skref sjást nú. Stjórnarflokkarnir deila hart um yfirráð atkvæðisréttar í félaginu. Hvers vegna? Auðvitað vegna þess, að nú stefnir í, að félagið verði eyðilagt. Ætlun stjórnmálamannanna virðist enn einu sinni vera að halda í aðstöðu sína til að úthluta meginhluta fjár- magnsins til gæðinga sinna vítt um land. Hvað hefur breytzt með tilkomu þessa félags? Eins og sumir sögðu í upphafi varð félagið ekki til þeirra umskipta, sem boðuð voru við lúðrablástur. Við sitjum í sama farinu. Pólitíkusarnir ætla rétt einu sinni að hafa sína hentisemi. Þeir hyggjast halda áfram sinni alræmdu fyrirgreiðslupólitík, að þessu sinni í nýju fé- lagi. Þess vegna hefur málið valdið meiriháttar missætti í stjómarliðinu, missætti, sem ekki hefur tekizt að bæta úr, fyrr en það kom fyrir sjónir almennings. Það segir ekki fallega sögu um eðli stjórnarsamstarfsins eða flokksforingja yfirleitt. Þetta mun ekki koma öllum á óvart, auðvitað ekki þeim sem í upphafi héldu fram, að Þróunarfélag ísland næði ekki tilgangi sínum. En þetta er mikið áfall fyrir þá, sem vonuðu, að annað gerðist. Vafalaust munu sumir þeir, sem lagt hafa fé í félagið, þykjast illa sviknir, ef svona fer. Þetta er einnig áfall fyrir þjóðina, okkur öll. Við eigum mikið undir því, að hér byggist upp nýr atvinnurekstur, sem bæti lífskjörin. Þá verður auðvitað að ýta flokkspólitíkinni til hliðar. Margir munu telja, að vonlaust sé að reyna. Okkur takist aldrei að stöðva framgang fyrirgreiðslupólitíkur- ínnar. Haukur Helgason. „.. .höfuðgallinn á febrúarsamningnum er sá að ekki tókst sem skyldi að ná fram verulegri hækkun fyrir þá sem eru á berstrípuðum dagvinnutöxtum...“ Febrúarsamningamir - reyndandi leið Margt og mikið hefur verið rætt um þá samninga, sem gerðir voru að frumkvæði aðila vinnumarkaðar- ins í febrúar sl. með tilstilli ríkis- valdsins. Eðlilega eru skiptar skoðanir um niðurstöðu þeirra. Sýn- ist sitt hverjum um árangur að því er varðar kjarabætur þeirra sem lægst eru launaðir og verst settir. Gagnrýni úr ýmsum áttum Að sjálfsögðu hafa komið fram gagnrýniraddir innan verkalýðs- hreyfmgarinnar sjálfrar og þá fyrst og fremst innan láglaunafélaganna. Þessi gagnrýni er eðlileg og sjálfsögð þegar haft er í huga að undir merkj- um láglaunasteíhu hefur verið í áratugi sest að samningaborði af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Sjaldnast hefur sú stefna náð fram að ganga. Yfirleitt má segja að nið- urstaða samninga undanfarinna ára og áratuga hafi leitt af sér að hinir betur settu hafi klifið bakið á lág- launafólkinu og það setið eftir, oft á tíðum verr sett en áður var, í því óðaverðbólguþjóðfélagi sem við höf- um búið í. Með samningunum í febrúar var valin ný leið í samningagerð. Vissu- lega áhættuleið sem þó gæti, ef rétt Kjallarinn KARVEL PALMASON ALÞINGISMAÐUR er á málum haldið, skilað betri nið- urstöðu þegar frá líður en aðrir samningar hafa gert á undanfomum árum. Undirritaður er ekkert hissa á þeirri gagnrýni sem komið hefur fram frá fólki innan láglaunafélag- anna því fyrir það fólk hefði nú þurft, eins og oft áður, að gera miklu „Með samningunum í febrúar var valin ný leið í samningagerð. Vissulega áhættu- leið sem þó gæti, ef rétt er á málum haldið, skilað betri niðurstöðu þegar frá líður en aðrir samningar hafa gert á undanfömum arum. betur. Hins vegar finnst undirrituð- um skondið að heyra fortaks- lausa gagnrýni sumra einstaklinga á þessa samninga. Einstaklinga, sem sjaldan ef þá nokkurn tíma hafa difið hendi í kalt vatn né deilt kjörum með vinnandi fólki og enn síður þurft, né þurfa, að bera ábyrgð á verkalýðsfélagi, starfsemi þess og starfsháttum. Auðvitað mega þessir einstakling- ar, sem og aðrir, gagnrýna en jafnframt slíkri gagnrýni ættu þessir aðilar að segja til um hvaða leið þeir sjálfir vildu fara í samn- ingsgerðinni og þá einnig hvaða leiðir væru færar til að ná fram þeim markmiðum sem menn hafa sett sér. Það verður að lyfta láglaunun- um Eins og fram hefur komið hér á undan þá er höfuðgallinn á febrúar- samningunum sá að ekki tókst sem skyldi að ná fram verulegri hækkun fyrir þá sem eru á berstrípuðum dag- vinnutöxtum og ná þannig fram samningi um lágmarkslaun sem væru í átt til þess að launafólk gæti lifað af afrakstri átta stunda vinnu- dags. Það voru og hljóta enn að vera markmið verkalýðshreyfingar- innar, þó að henni hafi ekki tekist að ná þeim markmiðum. Spumingin er hvort leiða megi líkur að því að hreyfingunni takist þetta að óbreytt- um aðstæðum. Vonin um að það gerist fer ört þverrandi í huga undirritaðs. Og í þeirri stöðu hljóta menn að velta fyrir sér til hvaða ráða eigi þá að grípa? Meira um samningana síðar. Karvel Pálmason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.