Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 22
22 4mm DV. FIMMT JDAGUR 15. MAÍ 1986. i íþróttir Í íþróttir 1 íþróttir j íþróttir Uneker og Sharp skoruðu 64 mörk fyrir Everton - Og Covan og Robertson 54 mörk fyrir Hibs Nú er knattspymuvertíð enskra á enda runnin og markakóngur 1. deild- ar varð Gary Lineker, Everton, en hann skoraði 40 mörk. Annars var röð markahæstu leikmanna 1. deildar þessi: 1. Gary Lineker, Everton...40mörk 2. Ian Rush, Liverpool..........33 - 3. John Aldridge, Oxford........31 - 4. Frank McAvennie, West Ham....28- 5. Tony Cottie, West Ham........26- 6. Mick Harford, Luton..........25 - 7. Mike Newell, Luton...........25 - 8. Mark Falco, Tottenham........25- 9. Graeme Sharp, Everton........24 - 10. Kerry Dixon, Chelsea........23 - • I 2. deild urðu þessir leikmenn markahæstir: 1. Kevin Drinkell, Norwich..24 mörk 2. Keith Bertschin, Stoke.......22 - 3. Keith Edwards, Sheff. Utd....21 - 4. Frank Bunn, Hull............20- 5. Gordon Hobson, Grimsby......19 - 6. Steve Lovell, Millwall......19- 7. Dean Saunders, Brighton.....19 - • í skosku úrvalsdeildinni átti Hibern- ian markakónginn í ár en það var Steve Cowan sem skoraði 28 mörk. Röð efstu manna varð þessi: 1. Steve Cowan, Hibs.......28 mörk 2. Ally McCoist, Rangers.......26 - 3. John Robertson, Hibs........26 - 4. Brian McClair, Celtic.......23 - 5. Maurice Johnson, Celtic.....22 - -SK. Landsliðið til Belgíu í dag íslenska landsliðið í körfuknattleik hélt til Belgíu í dag þar sem það tekur þátt í Evrópukeppni landsliða, b- keppninni. íslenska liðið leikur fyrsta leik sinn í keppninni á morgun gegn Pólverjum. Á laugardag verður leikið gegn Svíum, sunnudag gegn Tyrkjum, mánudag gegn Ungverjalandi og loks á þriðju- dag gegn ísraelsmönnum. Allt verða þetta erfiðir leikir en ef íslenska liðinu tekst að vinna tvo leiki kemst það áfram. Þess má geta að gífurleg örygg- isgæsla verður á mótinu þar sem ísraelsmenn eru á meðal þátttakenda og mun íslenska liðið örugglega ekki fara varhluta af henni. -SK. Sveinn og Guðný unnu i tvíkeppni í Nýverið lauk í Bláfjöllum tvikeppni fullorðinna i svigi og göngu. Sigurveg- ari í karlaflokki varð Sveinn Asgeirs- son, Þrótti, Neskaupstað, hlaut samtals 18,66 stig. Halldór Matthías- son, KR, varð annar með 19,76 stig og þriðji varð Viggó Benediktsson, KR, með 38,30 stig. í kvennaflokki sigraði Guðný Hansen, Ármanni, en hún hlaut 6,57 stig. •Skíðafélag Reykjavíkur hélt ný- lega innanfélagsmót í skíðagöngu. Þátttakendur 35-50 ára gengu 5 km og þar sigraði Halldór Matthíasson, KR, sem fékk tímann 15,15 mín. Annar varð Eiríkur Stelansson á 16,30 mín. og þriðji bróðir hans, Guðni Stefáns- son, á 16,31 mín., þannig að ekki var Bláfjöilum mikill munur á þeim bræðrum. í flokki 50 ára og eldri gengu keppendm- einn- ig 5 km og þar sigraði TVyggvi Hall- dórsson, SR, á 22,57 mín. Þessi aldursflokkur gekk einnig 2,5 km og þá sigraði Leifur Múller á 15,30 mín. Kvenfólkið lét ekki sitt eftir liggja. í flokki 40 ára og eldri sigraði Svan- hildur Ámadóttir, SR, á 14,51 mín. en önnur varð Helga Sigtryggsdóttir, SR, á 18,42 mín. í flokki 39 ára og yngri sigraði knaattspymumaðurinn Ásta Reynisdóttir, SR, sem fékk tímann 14,53 mín. Kvenfólkið gekk 2,5 km. Mótsstjóri í tvíkeppninni var Harald- ur Pálsson en í innanfélagsmóti SR var Einar Ólafeson mótsstjóri. -SK. •Verðlaunahafar á Hi-C mótinu á Suðurnesjum, frá vinstri: Fulltrúi Vífilfells, Marteinn Guðnason, GS, Sigurður Sigurðs- son, GS, Vilberg Þorgeirsson, GS, Friðrik Jónsson, GS, Bjarni Andrésson, GG, Pétur Ingi Arason, GS, og hinn óviðjafn- aniegi Logi Þormóðsson. 103 kylfingar slógu 9.190 högg á Hólmsvelli Úlfar Jónsson, GK, varð sigurvegari í keppni án forgjafar á Hi-C golfmótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja nýverið. Úlfar lék á 72 höggum. í öðru sæti varð Sig- urður Sigurðsson, GS, á 75 höggum og þriðji Sveinn Sigurbergsson, GK, á 76 höggum. Með forgjöf sigraði Friðrik Jónsson, GS, á 65 höggum, annar varð Högni Gunnlaugsson, GS, á 66 höggum og þriðji Vilberg Þorgeirsson, GS, á 66 höggum. Aukaverðlaun voru veitt á öllum par þijú holunum. Kristín Þorvaldsdóttir, GK, var næst holu á 1. braut, 2,75 m, Marteinn Guðnason, GS, á 8. braut, 1,61 m, Pétur Ingi Arason, GS, á 12. braut, aðeins 27 cm frá holu, og Bjarni Andrésson, GG, á 14. braut, 1,43 m frá holu. Alls tóku 103 kylfingar þátt í mótinu og þeir slógu hvorki meira né minna en 9.190 högg. Verksmiðjan Víf- ilfell gaf öll verðlaun sem voru mjög vegleg. -SK. • Þessir hressu kylfingar unnu það mikla afrek að fara holu í höggi á síðasta sumri og þessi mynd var tekin er þeir tóku við verðlaunum sínum frá Johnny Walker umboðinu á íslandi. Eins og sjá má á þessari mynd eru kylfingarnir á öllum aldri sem undirstrikar það enn einu sinni að golf er fyrir íþróttafólk á öllum aldri þrátt fyrir að það sé frekar sjaldgæft að kylfingar nái draumahöggi allra kylfinga, nefnilega að slá golfkúluna langan veg í einu höggi í holuna. DV-mynd Brynjar Gauti/-SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.