Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 18
18
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986.
Menning
Menning
Menning
Menning
Sigrún Eðvaldsdóttir.
Helgartónleikar
uppá Norrænu
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar islands i
Háskólabíói 10. mai.
Stjómandi: Páll Pampichler Pálsson.
Einleikari: Sigrún Eóvaidsdóttir.
Einsöngvarar Sigríöur Gröndal og Krlst-
inn Hallsson.
Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst-
bræður.
Efnisskrá: Hugo Alfvén: Midsommarvaka,
sænsk rapsódía nr. 1 op. 19.; Christian
Sinding: Svita fyrir einleiksfiölu og hljóm-
sveit; Skúli Halldórsson: Pourquoi pas?;
Jón Ásgeirsson: Þjóövísa; Edvard Grieg:
Landkjenning; Páll ísólfsson: Brennió þið
vitar; Jean Sibelius: Tónaljóð op. 26 Fin-
landia.
Tónleikaröð þeirri sem Helgartón-
leikar nefridust lauk með norrænum
tónleikum í vorblíðunni á laugar-
degi. Samkvæmt forskrift Helgar-
tónleika var efiiisskráin byggð upp
á léttum, vinsælum verkum, í þetta
sinn öllum ættuðum af Norðurlönd-
um. Til tónleikanna voru sóttar tvær
ungar listakonur úr námi erlendis
en gamla kempan, Kristinn Halls-
son, sté úr röðum karlakórsmanna
til að flytja einsönginn í drápunni
um Ólaf Tryggvason eftir Grieg.
Midsommarvaka Alívéns hefur
orðið geysivinsæl, mest fyrir létt og
skemmtilegt polkastef, sem hefúr
hlotið þau örlög að útþvælast í ótal
gerðum, misvönduðum, svo að meg-
inþorri fólks heldur að sænska
rapsódían sé polkastefið eitt. Hljóm-
sveitin spilaði þetta mjög laglega.
Hún virðist sem betur fer vaxin upp
úr því að kasta höndunum til leiks-
ins þegar hún á að spila eitthvað
létt og skemmtilegt.
Að brúka sparihleðslu á auð-
veld skotmörk
Eiginlega fannst mér fulllangt
gengið að sækja hana Sigrúnu Eð-
valdsdóttur heim til að spila Sinding.
En stundum finnst mönnum sjálfsagt
að brúka sparihleðsluna á auðveld
skotmörk og Sigrún taldi það ekki
fyrir neðan virðingu sína að spOa
elskulega og yndislega, þótt ris við-
fangsefnisins væri fyrir neðan
hennar stig. Hún er ekki efnileg
lengur heldur siglir hraðbyri í átt til
mikils listamannsþroska.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Eins fannst mér ég sjá lítinn til-
gang í að sækja Sigríði Gröndal um
langan veg til að syngja smástúf úr
löngu lagi. En Sigríður gerði vel það
litla sem hún hafði að gera og sýndi
að henni vinnst vel í framhaldsnámi
sínu í Hollandi.
Hetjuóður um íslandsvin
Jean Baptiste Charcot varð mörg-
um íslendingum afar hugstæður.
Hann eignaðist hér aðdáun margra
og ævinlega heyrir maður þessa
taugalæknis, bakteríufræðings og
landkönnuðar getið sem sérstaks ís-
landsvinar. Hins vegar vita menn
lítið um annað en fi-ægðarljómann
sem nafh hans hefur verið sveipað.
Um manninn Jean Baptiste Chareot
verður meira að segja fátt annað
ráðið af kvæði Vilhjálms frá Ská-
holti. Villi sér aðeins fyrir sér
brimlöður, ógnarsæ og hetjuskap og
hálf finnst manni það skrýtið að
annar eins vinur smælingjanna og
hann var skyldi ekki gera sér atvik-
ið þegar doktor Charcot á dauðans
stund frelsaði vin sinn máfinn,
lukkudýrið sem hann hélt í búri að
sérstöku yrkisefhi. Það er líka úr
takti við annað, sem Skúli Halldórs-
son hefur samið, að hann skuli ekki
hafa gert sér meiri mat úr kvæðinu
en raun ber vitni. í þetta langa lag
vantar mikið af þeirri hjartans anda-
gift og melódísku hugkvæmni sem
birtist í svo mörgum einsöngslögum
hans.
Fjölskylduáskrift?
Þjóðvísa Jóns Ásgeirssonar var
flutt fyrir ekki svo alls löngu á tón-
leikum í endurskoðaðri útgáfu. Hún
á sér, eins og svo mörg verka Jóns,
rætur í íslenskri rímnalagahefð og
var hér hressilega leikin. Að Þjóð-
vísu aflokinni kom svo einn af
sígræningum Griegs þar sem arfin-
um frá Leipzig er blandað saman við
þjóðlegar norskar hefðir. Hér taldi
karlakórinn orðið legíó enda slegið
saman tveimur. Kóramir féllu ágæt-
lega saman og úr röðum annars
bassa steig einsöngvarinn fram,
Kristinn Hallsson, sem söng vel að
vanda.
í Finlandíu og Brennið þið vitar
fékk massífur kórinn aldeilis að
njóta sín. Hljómsveitin hélt upp-
teknum hætti og spilaði mestmegnis
vel - og auðvitað fékk djúplið lúð-
ranna tækifæri undir lokin til að
viðra grófan tón og gaf hressileg fret
þegar við þótti eiga.
Helgartónleikar hafa ekki notið
verðskuldaðrar athygli í vetur. Vera
kann að framboðið á tónleikamark-
aðnum sé of mikið orðið. Þetta hafa
verið tónleikar fyrir alla fjölskyld-
una og spuming hvort hljómsveitin
ætti að bjóða sérstaka fjölskyldu-
áskrift ef þessum flokki verður fram
haldið. En þeim sem hafa sótt þá
hafa þeir alltént verið prýðis til-
breyting í vetur. EM
I JTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFv
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð. Símar: 688322 og 688953
Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur á kjördegi, 31. maí nk. sem verða ekki heima
Skal stofna Útflutn-
ingsmiðstöð ís-
lenskra bókmennta?
íslenskir rithöfundar eru þras-
gjörn stétt, en aldrei þessu vant
voru þeir nokkurn veginn sammála
um að íslenskar bókmenntir þyrftu
að koma fyrir sjónir útlendinga,
og það sem allra fyrst. Tilefnið var
sérstakt rithöfundaþing Rithöfun-
dasambands Islands um íslenskar
bókmenntir og umheiminn sem
haldið var í Norræna húsinu sl.
laugardag.
Þangað komu um fimmtíu rit-
höfundar til að hlýða á mennta-
málaráðherra, Sverri Hermanns-
son, Jónas Kristjánsson,
forstöðumann Árnastofnunar,
Matthías Viðar Sæmundsson bók-
menntafræðing, Sigrúnu Davíðs-
dóttur cand. mag., dr. Öm Ólafsson
bókmenntafræðing og Pétur Gunn-
arsson rithöfund fialla um þetta
viðkvæma efni, bæði opinskátt og
af tæpitungu.
Jonas Kristjánsson.
Nokkrir aðrir rithöfundar lögðu
sitt til málanna og voru misjafn-
lega málefnalegir, eins og gengur.
Ráðherra bauð samkundunni síðan
í hádegismat, en forseti íslands rak
endahnútinn á ráðstefnuna með
boði að Bessastöðum.
En þótt langflestir vildu flytja
íslenskar bókmenntir út var fátt
um raunhæfar tilllögur um það
hvernig sá útflutningur ætti að
fara fram.
Hver skal velja verkin, hvar á að
finna þýðendur, hver skal greiða
þeim, á hvaða mið skal róa, hvaða
útlendir forleggjarar vilja gefa út
og hvernig skal fylgja þýðingum
eftir þegar þær eru komnar á bók?
Ræktun þýðenda
Það var engu líkara en sumir rit-
höfundar héldu að útgefendur í
útlöndum biðu í óþreyju eftir góð-
um þýðingum á íslenskum skáld-
verkum. Veruleikinn er öllu
harðneskjulegri, eins og margir
hugsjónamenn í bókaútgáfu hafa
sannreynt.
Talsvert var einnig talað um
markaðsöflun, ræktun þýðenda og
aðra stjórnun, svo mjög að Þorgeir
Þorgeirsson gekk í pontu og bað
menn hafa hugfast að rithöfundar
væru einstaklingar sem ekki ættu
að stjórnast af öðru en samvisku
sinni. Leifur Jóelsson var einnig
efms um gildi bókmenntaútflutn-
ings fyrir íslendinga. Eigum við
ekki að rækta og rækja skáldskap-
inn betur áður en við förum að
bjóða hann öðrum þjóðum? var
inntak ræðu hans, ef mig mis-
minnir ekki.
Pétur Gunnarsson tók í sama
streng í ljóðrænni hugleiðingu í
lokin, sagði að aðeins góðar íslen-
skar bókmenntir ættu erindi til
útlanda.
Jónas Kristjánsson ræddi nokk-
uð svo sundurlaust um íslensku-
kennslu, bæði við erlenda háskóla
og fyrir erlenda stúdenta við Há-
skóla íslands, og hélt því fram að
það besta, sem Islendingar gætu
gert til að koma bókmenntum sín-
um á framfæri, væri að kenna
útlendingum íslensku.
Útkjálki og menningarmiðja
Sú skoðun átti sér greinilega
marga áhangendur á ráðstefnunni,
þótt ekki virtust allir tilbúnir að
taka undir þau ummæli Jónasar
að íslenska væri öllum tungum
æðri.
Matthías Viðar Sæmundsson
flutti skörulegt erindi um „Út-
kjálka og menningarmiðju" og
mælti í mót öllum hugmyndum um
einangrunarstefnu í bókmenntum.
Þorgeir Þorgeirsson gerði þá at-
hugasemd við ræðu Matthíasar að
rithöfúndur gæti hvorki ákveðið
að einangra sig né vera alþjóðleg-
ur, hann ætti hreinlega engra kosta
völ í þeim efnum.
Sigrún Davíðsdóttir hvatti til
Matthias Viðar Sæmundsson.
Sigrún Davíðsdóttir.
þess að íslenskar bókmenntir yrðu
seldar útlendingum rétt eins og ís-
lenskt landslag, fegurðardrottn-
ingar og fiskur, en varaði við of
mikilli sjálfumgleði.
Neikvæðir vinstri menn
Dr. Örn Ólafsson hélt síðan stór-
fróðlegt erindi um viðbrögð íslend-
inga við tilraunastefnu í
bókmenntum, módernisma, á fjórða
og fimmta áratugnum, og upplýsti
að vinstri menn voru mun nei-
kvæðari gagnvart þessum tilraun-
um heldur en menningarfrömuðir
til hægri.
Pétur Gunnarsson hélt síðan þá
hugvekju, sem áður er nefnd, og
sagði margt þarflegt.
Loks sagði Álfrún Gunnlaugs-
dóttir frá ráðstefnu þýðenda og
spænskra bókmenntamanna sem
haldin var nýlega í Madrid.
Nokkrir rithöfundar lögðu orð í
belg, þ.á m. Árni Bergmann, Sveinn
Einarsson, Thor Vilhjálmsson,
Leifur Jóelsson, Birgir Sigurðsson,
Þorgeir Þorgeirsson og Bjarni
Bernharður.
Rithöfundaþing er haldið á fjög-
urra ára fresti í tengslum við
aðalfund Rithöfundasambandsins.
-ai