Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 32
3
32
(2= n AMCa\
!! fci Jeep. fi"
Andlát
íaaaal
iq Verkstæðið R
minnir á:
Sumarannir
eru í nánd.
Pantið tíma ■■
fyrir bílinn og
fyrirbyggið
óþörf vandræði.
SÍMI 77200
EGILL
VILHJÁLMSSOIM HF.
Smiðjuvegi 4
Sími 77200
Gegn
kísilskán og öðrum óhrein-
indum
Fyrir
vaska, baðker, sturtubotna,
flísar, salernisskálar o.fl.
HREINSIR
(nuddi)
íslenskar leiðbein-
ingar
Fæst í flestum verslunum
sem selja ræstivörur í
REYKJAVÍK, KÓPAVOGI,
GARÐABÆ, HAFNAR-
FIRÐI, á AKRANESI,
HELLU, HVOLSVELLI,
SELFOSSI, HÚSAVÍK svo
og á öllum bensínstöövum
ESSO.
Hreinlætisþjónustan hf.
s. 27490
Stígur Guðjónsson vélstjóri frá
ísafirði, Kaplaskjólsvegi 54, er lát-
inn.
Ingvar Magnússon bóndi, Hofsstöð-
um, lést 13. maí.
Björgvin Ingibergsson blikksmíða-
meistari, Langagerði 36, lést á
j gjörgæsludeild Borgarspítalans að
morgni 13. maí.
Tómas R. Jónsson, Blönduósi, lést
10. maí. Útför hans fer fram frá
Blönduóskirkju 17. maí kl. 16.
Pétur Brandsson loftskeytamaður,
Vatnsstíg 4, lést í Sjúkrahúsi Suður-
lands 10. maí. Jarðsungið verður frá
Fossvogskirkju föstudaginn 16. maí
kl. 10.30.
Jón Jóhannesson, Dalbraut 9
Bíldudal, er látinn. Útför hans verð-
ur gerð frá Bíldudalskirkju laugar-
daginn 17. maí kl. 14.
Útför Dýrfinnu Jónsdóttur fer fram
frá Eyvindarhólakirkju laugardag-
inn 17. maí kl. 14.
Útför Kristínar Óladóttur frá Stakk-
hamri, sem lést á Droplaugarstöðum
6. maí, fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 16. mai kl. 13.30.
Sigríður Sveinbjarnardóttir, Ysta-
skála, Vestur- Eyjaíjöllum, verður
jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju
föstudaginn 16. maí kl. 15.
Útför Gunnhildar Gunnarsdóttur frá
Breiðholti, Garðabæ, fer fram frá
Garðakirkju laugardaginn 17. maí
kl. 11.
Útför Dagmarar Jónsdóttur, Snorra-
braut 75, fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 16. maí kl.
13.30.
Hreinn Ásgrimsson, fyrrverandi
skólastjóri, Vogum, Vatnsleysu-
strönd, verður jarðsunginn frá
Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 17.
maí kl. 13.30.
Magdalena Björnsdóttir, Blönduósi,
verður jarðsungin frá Blönduós-
kirkju laugardaginn 17. mai kl. 14.
Ymislegt
Kvennalistinn í Hafnarfirði
hefur opnað kosningaskrifstofu að
Austurgötu 47, Hafnarfirði. Skrif-
stofan er opin mánudaga til föstu-
daga kl. 14-18 og laugardaga kl.
10-12, síminn er 651250. Kjörskráin
liggur frammi á skrifstofunni. Starfs-
konan þar, Sigrún Skúladóttir, veitir
allar upplýsingar.
PANTANIR
SÍMI13010
V/S4
E
KREDIDKOR TAPJONUS TA
\\ HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTiG 29.
: q □ o □ □ o □ □ cn □ □ □ o □ □
!□
D
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
Blaðbera vantar
STRAX
RAUÐAGERÐI
ÁSENDA
BÁSENDA
GARÐSENDA
BORGARGERÐI
*___—,.™_-axt3s., —........ ,
sumarstarf fyrir börn og ungl-
inga
Bæklingurinn „sumarstarf fyrir börn
og unglinga 1986“ er kominn út og
er honum dreift til allra aldurshópa
í skólum Reykjavikurborgar um
þessar mundir. í bæklingi þessum er
að finna upplýsingar um framboð
félaga og borgarstofnana á starfi og
leik fyrir börn og unglinga í borginni
sumarið 1986. Starfshættir þeir sem
um getur í bæklingnum eru fyrir ald-
urinn 2-16 ára. Flest atriði snerta
íþróttir og útivist en einnig eru
kynntar reglulegar skemmtisam-
komur ungs fólks. Útgjöld þátttak-
enda eru mjög mismunandi.
Foreldrar, sem hug hafa á að hag-
nýta sér framboð borgarinnar og
félaganna fyrir börn sín, eru hvattir
til þess að draga ekki innritun þeirra.
Útgefandi bæklingsins er íþrótta- og
tómstundaráð.
Fyrirlestrar
Erindi um brjóstakrabbamein
Prófessor Folke Linell frá Meina-
fræðistofnun borgarsjúkrahússins í
Málmey, Svíðþjóð, mun halda fyrir-
lestur um kenningar sínar og rann-
sóknir á brjóstakrabbameini
föstudaginn 16. maí kl. 13. Fyrirlest-
urinn verður haldinn í kennslustofu
Landspítalans á 4. hæð (Loftsölum).
Fjallað verður um tilurð brjósta-
krabbameins svo og um staðbundið
krabbamein, krabbamein í báðum
brjóstum og mörg eða blönduð
krabbamein. Fyrirlesturinn, sem op-
inn er heilbrigðisstéttum, verður
fluttur á ensku. Hann er haldinn á
vegum Læknadeildar Háskóla ís-
lands, Krabbameinsfélags Islands og
fleiri aðila.
Tilkynningar
Hallgrímskirkja - starf aldraðra
Fyrirhuguð er tveggja daga ferð til
Vestmannaeyja ásamt safnaðarfólki
úr Laugarnessókn. Lagt verður af
stað laugardagsmorguninn 14. júni
og komið heim á sunnudagskvöld.
Panta þarf far í þessa ferð fyrir föstu-
dagskvöld í síma 39965 eða 34516.
Dansleikir í Borgarfirði
um hvítasunnuna
Nú um hvítasunnuna verður mikið
um dýrðir í Borgarfirði. Dansleikir
verða í Logalandi föstudagskvöld kl.
11-03 og sunnudagskvöld eftir mið-
nætti til kl. 4. Hinar landskunnu
stuðhljómsveitir „Tíbrá“ og „Goðgá"
munu halda uppi stanslausu fjöri. f
nágrenni Logalands, á Geirsárbökk-
um, verður tjaldsvæði, veitingasala,
diskótek, slysavakt og læknisþjón-
usta. Á laugardeginum verður þar
hljómsveitakeppni og fást upplýsing-
ar og skrásetning i síma 93-5213.
Árleg söngskemmtun
Álafosskórsins
Álafosskórinn heldur sína árlegu
söngskemmtun í Hlégarði föstudag-
inn 16. maí kl. 21. A efnisskrá eru
létt lög úr ýmsum áttum, við undir-
leik hljómsveitar. I hléi verður boðið
upp á kaffi og glæsilegt hlaðborð,
einnig verður tískusýning, þar sem
sýningarflokkur kórsins kynnir
framleiðsluvörur Álafoss hf. Forsala
aðgöngumiða er í Héraðsbókasafni
Kjósarsýslu. Kórinn átti 5 ára starfs-
afmæli í október sl. Af því tilefni var
ákveðið að ráðast í útgáfu á hljóm-
plötu, og er upptökum nýlokið á 14
lögum. Þess má geta að á seinni hluta
söngskemmtunar verður kynning á
nokkrum lögum af þessari hljóm-
plötu. Kórinn mun fara í tónleikaferð
til Bandaríkjanna í júlí nk., þar sem
hann mun koma fram í Washington
D.C. , Cambridge, Princeton og New
York. Stjórnandi kórsins er Páll
Helgason. Hljómsveitina skipa Páll
Helgason píanó, Hans Jensen tenór-
saxafón, Guðjón Ingi Sigurðsson
trommur og Ómar Axelsson bassi.
Félag makalausra
Hvítasunnuferð til Vestmannaeyja.
Lagt af stað kl. 12 á laugardag. Orfá
sæti laus. Hafir þú áhuga, hafðu þá
samband við skrifstofuna í kvöld kl.
19-21. Sími 17900.
□
0
□
□
□
□
0
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
Hrafnistu færð sjúkrarúm
Nýlega heimsóttu félagar í Lions-
klúbbnum Fjölni, Kiwanisklúbbnum
Heklu og Skipstjóra- og stýrimanna-
félaginu Öldunni Hrafnistu í Reykja-
vík og færðu heimilinu að gjöf 10
fullkomin sjúkrarúm. Rúmin 10 eru
til nota á hjúkrunardeildum Hrafn-
istu og er þegar komin góð reynsla
á þau. Bæta þessi rúm mjög vinnuað-
stöðu starfsfólks og vellíðan sjúkl-
inga. Myndin að ofan er tekin við
afbendingu rúmanna.
AFGREHJSLA
Þverholti 11 - Sími 27022 ™
vn□□□□□□□□□□□□ □Y,
Stúdentaútskrift á hvítasunnu
Menntaskólinn á Egilsstöðum hóf
starfsemi sína haustið 1979. Strax
vorið 1981 útskrifuðust fyrstu stúd-
entarnir og nú í vor verða þeir orðnir
liðlega 200, af 8 brautum. Heimavist
skólans rúmar 110 nemendur og öll
herbergi eru með salerni og steypi-
baði. Undanfarið hefur verið hægt
að taka 20-30 nemendur á heimavist
utan fjórðungs. í skólanum hafa ver-
ið 208 nemendur í dagskóla og 32 í
öldungadeild. Kennarar við skólann
voru 23 að meðtöldum stundakenn-
urum. Nemendur skiptust á 8 brautir.
Flestir voru á viðskiptabraut, 39. Þá
kom náttúrufræðabraut með 29 nem-
endur, félagsfræðabraut 22, mála-
braut 21, íþróttabraut 17, heilsu-
gæslubraut og félagsfræðabraut 12
hvor, eðlisfræða- og tölvubraut 10.
íþróttabraut er í örum vexti, enda
nýtt íþróttahús á staðnum, og tölvu-
braut sömuleiðis því skólinn er vel
tölvuvæddur. Fyrstaársnemendur
óbrautaskiptir voru 42. Stúdenta-
útskrift fer fram í Egilsstaðakirkju
kl. 14 á hvítasunnudag.
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986.
Fundir
Aðalfundur félagsins
ísland - ísraei
verður haldinn í dag, 15. maí, i norð-
urálmu Hallgrímskirkju og hefst kl.
20 stundvíslega. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundi
lýkur um 21.15 og eru þá gestir vel-
komnir í almenna dagskrá. Sýnd
verður kvikmynd frá Israel, rabbað
saman yfir kaffibolla og hlýtt á tón-
list. Nýjustu blöð og tímarit frá Israel
liggja frammi.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferðir um hvítasunnu.
Hvítasunnudag kl. 13. Strandakirkja
- Hveragerði
Ökuferð um Selvog, komið við í
Hveragerði. Verð kr. 550. Annan í
hvítasunnu (mánudag) kl. 13. Hösk-
uldarvellir - Keilir. Létt gönguferð.
Verð kr. 400. Brottför frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar
við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna.
Helgarferðir um hvítasunnu (16.-19.
mai)
1) Öræfajökull (2119 m). Gist í tjöld-
um í Skaftafelli. Upplýsingablað um
útbúnað fyrir jöklafara fæst á skrif-
stofu F.í. Fararstjórar: Anna Lára
Friðriksdóttir og Torfi Hjaltason. 2)
Þórsmörk. Gönguferðir við allra
hæfi. Gist í Skagfjörðsskála. Farar-
stjóri: Pétur Ásbjörnsson. 3) Snæ-
fellsnes - Snæfellsjökull. Gist í húsi
á Arnarstapa. Fararstjórar Ásgeir
Pálsson og Gunnar Tyrfingsson. 4)
Skagafjörður - Drangey Málmey.
Gist í húsi á Sauðárkróki. Farar-
stjóri: Sigurður Kristinsson. Brottför
í allar ferðirnar er kl. 20 á föstudag-
inn, 16. maí. Upplýsingar og farmiða-
sala á skrifstofu F.I. Öldugötu 3.
Gönguferð úti í náttúrunni eykur
vellíðan.
Útivistarferðir
Dagsferðir um hvítasunnu
Sunnudagur 18. maí kl. 13. Ketilstíg-
ur - Krísuvík.
Gamla þjóðleiðin yfir Sveifluháls á
hverasvæðinu. Létt ganga. Verð 450
kr. Mánudagur 19. maí kl. 13. Víflis-
fell - Árnakrókur. Skemmtileg fjall-
ganga og frábært útsýni. Verð 350
kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brott-
för frá BSÍ bensínsölu. Helgarferðir
um hvítasunnu (16.-19. maí).
Helgarferðir um hvitasunnu 16.-19.
maí.
1. Þórsmörk. Frábær gistiaðstaða í
Útivistarskálanum Básum. Byrjið
sumarið á skemmtilegri Þórsmerkur-
ferð. Gönguferðir við allra hæfi.
Fararstjóri: Bjarki Harðarson. 2)
Skaftafell - Öræfi. Gist i nýja félags-
heimilinu Ilofi, Öræfum. Möguleiki
á snjóbílaferð á Vatnajökul. Göngu-
ferðir í þjóðgarðinn o.fl. Fararstjóri:
Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. 3. Skafta-
fell - Öræfajökull. Gist að Hofi. Að
hluta sameiginleg ferð nr. 2. Farar-
stjórar: Reynir og Egill. Fundur um
ferðina á fimmtud. kl. 20. 4. Snæfells-
nes - Snæfellsjökull. Gist að Lýsu-
hóli, Jökulganga og gönguferðir um
fjöll og strönd. Stutt sigling um
Breiðafjarðareyjar. Sundlaug, heitur
pottur. Fararstjóri: Kristján M.
Baldursson. 5. Króksfjörður-Reyk-
hólasveit. Svefnpokagisting að Bæ.
Ný ferð á skemmtilegar slóðir. Far-
arstjóri: Kristinn Kristjánsson.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1,
símar 14606 og 23732. Sjáumst.
80 ára er í dag, 15. maí, frú Eiríka
G. Bjarnadóttir frá Klöpp í Grinda-
vík nú til heimilis í Furugerði 1 hér
í bæ. Hún ætlar að taka á móti gest-
um i matsalnum í Furugerði 1 eftir
kl. 19.30 í kvöld.
Leiðrétting
Vegna fréttar í DV á miðvikudag
um athugasemd við lestur útdráttar
úr leiðara DV skal tekið fram að
fréttastofa útvarpsins á ekki hlut að
máli við samningu útdráttanna. Hér
áður fyrr tóku einstakir fréttamenn
þetta starf að sér sem aukavinnu en
sá sem nú vinnur við þetta er ekki
starfandi á fréttastofunni.