Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd „Fólk er áhyggjufiillt“ - segir Carisson, forsætisráðherra Svía, og íhugar að leggja niður Bársebeck kjamorkuverið Gunnlaugur A. Jónsson, Lundi: Sænska ríkisstjómin heíur ákveðið að láta kanna hvaða afleiðingar það hafi að leggja niður kjamorkuverið Bárseback á Skáni sem er í aðeins um tíu kílómetra íjarlægð frá Kaup- mannahöfri. Frá þessu skýrði Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem kom í gær í opinbera heimsókn til Dan- merkur. Hefur Carlson nú heimsótt öll Norðurlöndin nema ísland eftir að hann tók við embætti auk þess sem hann hefur heimsótt Sovétríkin. „Taka verður sérstakt tillit til þess að fólk er áhyggjufullt og þá ekki síst Danir,“ sagði Carlsson. Ákvörðun sænsku ríkisstjórnarinn- ar hefur mælst vel íyrir hjá Dönum en danska þingið samþykkti á dögun- um að óska eftir því að kjamorkuverið í Bársebeck yrði lagt niður. í leiðurum sænsku dagblaðanna í morgun er þessari ákvörðun sænsku ríkisstjómarinnar yfirleitt fagnað þó málgögnum Miðflokksins þyki þessi ákvörðun ganga of skammt. Danir hafa löngum haft hom i síðu Bársebeck kjarnorkuversins á Skáni sem aðeins er steinsnar frá Kaupmannahöfn. Á myndinni mótmæla danskir kjarnorku- andstæðingar i Kaupmannahöfn nálægðinni við Bársebeck. Fagna yfirlýsingum um nauðsyn aukins eftiriits í yfirlýsingu, er lesin var frá Hvíta húsinu í gærkvöldi eftir ræðu Gor- batsévs, kemur fram að Bandaríkja- stjóm segist fagna yfirlýsingum Sovétmanna um nauðsyn þess að bæta alþjóðlegt eftirlit með kjamorkuver- um og auka upplýsingastreymi ef kjamorkuslys ber að höndum. Banda- ríkjastjóm segist hinsvegar harma órökstuddar aðdróttanir í sinn garð af hálfu Sovétmanna er segja að Bandaríkin og fylgifiskar þeirra í Vestur-Evrópu hafi aukið ófrægingar- herferð á hendur Sovétmönnum eftir slysið. Í yfirlýsingu Bandaríkjastjómar í gærkvöldi kemúr það enníremur fram að sérstakur aukaíúndur leiðtoga stórveldanna tveggja um kjamorku- mál sé ekki aðkallandi þar eð Gor- batsév hafi þegar verið boðið til fundar með Bandaríkjaforseta í sumar þar sem slík mál verði efst á baugi. Timaritið Der Spiegel segir aö Kohl kanslari sleppi við frekari rannsókn sak- sóknaraembættisins í Bonn á meintu misferli hans í Flickmálinu svonefnda. Kanslarinn sýknaður? Ketilbjöm Tryggvason, Vestur- Berlin: Samkvæmt vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel mun saksóknaraembættið í Bonn hafa ákveðið að stöðva rann- sókn máls á hendur Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Eins og fram hefur komið í fréttum var kansl- arinn ákærður af einum þingmanna Græningja, Otto Schily, fyrir að hafa vísvitandi sagt ósatt við yfirheyrslur vegna Flickmálsins svokallaða. í fréttinni stóð ennfremur að ástæð- an fyrir stöðvun málsins væri vöntun á sönnunargögnum varðandi þær pen- ingagreiðslur er kanslarinn á að hafa þegið frá Flickfyrirtækjahringnum. Ef fréttin á við rök að styðjast má ætla að fargi sé létt af kanslaranum, en þó er ekki alveg útséð um framtíð þessa máls, því saksóknaraembættið í Koblenz heldur áfram rannsókn þess. Söng- leikur um skák Söngleiknum „Chess“ eftir söng- leikjahöfundinn Tim Rice og textahöfunda sænsku hljómsveit- arinnar Abba og hljómsveitarmeð- limi, þá Bjöm Ulvaeus og Benny Anderson, var fádæma vel tekið eftir frumsýningu hans í London í gærkvöldi. Söngleikurinn var sýndur fyrir fullu húsi í sama leikhúsi og söng- leikurinn Evita sem þar var á fjölunum í alls átta ár. Verkið byggist á tveim heims- meistaraeinvígjum í skák er haldin eru á Italíu og í Thailandi. Segir þar frá sovéskum skákmeist- ai'a er sigrar Bandaríkjamann í einvigi um heimsmeistaratitilinn í skák, verðiu ástfanginn af öðrum og flýr síðan til Vesturlanda. Kínverjar fjárfesta í flugvélum Stjórnendur kínverska ríkisflug- félagsins tilkynntu í gær að þeir hefðu tekið ákvörðun um kaup á tíu farþegaþotum, smíðuðiun í Bandaríkjunum og Evrópu, að samanlögðu verðmæti um 850 milljónir Bandaríkjadala. Pöntuðu Kínverjamir fjórar Bo- eing 747 þotur, íjórar Boeing af 767 gerð og tvær evrópskar Airbus A31QS, til nota á millilandaleiðum félagsins. Ör fjölgun ferðamanna til Kín- verska alþýðulýðveldisins og aukin áhersla stjómarherra á þýð- ingu ferðamannaiðnaðar sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein- ar hefur mjög aukið umsvif kínverska ríkisflugfélagsins á undanfömum árum. Bretar og ítalir auka vopnasölu Samkvæmt nýrri skýrslu banda- rískrar þingnefridar, er kannar sölu vopna til ríkja í þriðja heim- inum, hafa Bretar og ítaiir stór- aukið vopnasölu sína til þessara ríkja að undanfömu á sama tíma og töluvert hefur dregið úr vopna- sölu Sovétríkjanna og Frakka til ríkja þriðja heimsins. Samkvæmt skýrslunni hefur einnig orðið samdráttur í vopna- sölu Bandaríkjamanna til ríkja þriðja heimsins. Segir skýrslan að á síðasta ári hafi vopn verið seld til ríkja í þriðja heiminum fyrir tæplega 30 milljarða Bandaríkjadollara sem er lægsta uppha?ð slíkrar vopna- sölu frá því árið 1978. Umsjón: Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.