Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sykursjúkir verða að vara sig á sykurskertum drykkjum I eftirfarandi súluritum (súlurit la og b) er gerður samanburður á sykur- magni í ávaxtadrykkjum og ávaxtas- afa. 1 súluritum 2a og b er gerður samanburður á C-vítamíni milli hinna einstöku tegunda. Súlurit la og Ib Þessi súlurit gefa greinilega til kynna hversu mismunandi C-víta- mínmagnið er á milli tegunda. Það skal tekið fram að hið litla magn C- vítamíns í Trópi eplasafanum er alveg eðlilegt vegna þess að það er lítið sem ekkert C-vítamín í eplum og eplasafa (mæling í Livsmedeltabeller útgefin í Danmörku 1983 bls. 730). C-vítamín- magn í Flóridana eplasafanum er þar af leiðandi óeðlilega hátt. Einnig kemur fram töluverður mun- ur á milli Trópí ananassafa og Flórid- ana ananassafa (í Livsmedeltabeller bls. 34 er magn C-vítamíns í ananass- afa 12 mg í 100 g af sýni). Þess vegna er C-vítamín innihaldið í Flóridana ananassafanum heldur lágt. Á það skal bent að í ávaxtadrykkina (Svala, Gosa, Hi-C og ef til vill Flórid- ana eplasafa og Califomia ávaxta- drykkinn) er bætt C-vítamíni. Aðeins lítið eitt kemur úr sjálfu þykkninu sem notað er í þessa drykki. Súlurit 2a og 2b Eins og sjá má er sykurmagn mjög svipað í öllum drykkjartegundunum. Að vísu sker sykurskertur Gosi sig úr Matur og hollusta Gunnar Kristinsson matvælafræðingur vegna þess að hann inniheldur það mikið magn að þeir sem eru sykur- sjúkir verða að gæta þess, ef þeir drekka hann, að reikna hann inn í kolvetnadreifingu sína yfir daginn. (í einni 250 ml femu em 13 g af sykri, þ.e. um það bil 1 /i K). í raun gildir það sama um hina sykurskertu drykk- ina vegna þess að sykurinnihaldið jafhgildir 'A K. Þess vegna verða syk- ursjúkir að gæta þess að reikna með þessum drykkjum inn í kolvetnadreif- ingu sína ef þeir neyta þessara drykkja. ! i I Verðskrár á hárgreiðslu- og rakara- stofum Allar hárgreiðslu- og rakarastofur em skyldar til að hafa við inngöngu- dyr skýrar verðskrár með verði (efni innifalið) á algengustu þjónustu sem viðskiptamenn almennt óska eftir. Eins skulu stofumar hafa uppi verðskrár við greiðslukassa eða á öðrum áberandi stað í starfsstofunni með verði (efni innifalið) á alW þeirri þjónustu sem þær veita. (Ur tilkynningu Verðlagsstofriunar nr. 13/1984.) Er þessu á þennan veg farið á þinni stofu? Ef ekki þá bendið á það og hafið samband við kvörtunarsíma Verðlagsstofhimar, númer 25522, frá kl. 8.00 til 16.00 alía virka daga. -S.Konn. Verðskrár á veit- ingastöðum Allir sem veitingarekstur og/eða hótelrekstur stunda skulu festa upp verðlista á áberandi stað fyrir fram- an inngöngudyr þar sem fram komi eftirtalin atriði: Réttm- dagsins A.m.k. tveir aðalréttir af matseðli Könnukaffi, könnute Bolli af kaffi, te Nokkrar tegundir af smurðu brauði Ö1 og gosdrykkir Þá skulu vera uppi ítarlegar verð- skrár við greiðslukassa eða á öðrum áberandi stað inni á veitingastöðun- um. Einnig skulu fyrir framan inngöngudyr hótela og /eða veit- ingastaða hanga uppi vandaðar auglýsingar er greini aðgangseyri. Þau kvöld sem hótel og/eða veit- ingastaðir taka sérstaklega hækkað- an aðgangseyri umfram almennan aðgangseyri (rúllugjald) skal koma skýrt fram í viðkomandi auglýsing- um í fjölmiðlum hver aðgangseyrir- inn er. í öllum tilvikum skal söluskattur og þjónustugjald vera innifalið í tilgreindu verði. (Úr tilkynningu Verðlagsstofiiunar nr.1/1985) Er þessum ákvæðum framfylgt á þeim stöðum sem þú sækir? Ef ekki þá hafið samband við kvörtunar- þjónustu Verðlagsstofnunar í síma 25522 á milli kl. 8.00 og 16.00 alla virka daga. -S.Konn. Allir þessir drykkir eru mjög C-vítamínríkir, en i þá er bætt C-vítamíni. DV-mynd PK C-vítamín mg/100 g. TJ 3 C 'tn 2 5 4 5 6 > ■’ - i 0 ! ’ í 2 13 i 4 • i 5 16 17 10 19 20 21 Brix = Kolvetni í %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.