Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 36
36
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAl 1986.
Sviðsljós Sviósljós Sviðsljós Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Hanna Schygulla
leikur nú allt hvað af (ekur í sjón-
varpsmyndaflokki um Pétur mikla.
Annars er Hanna þekktust fyrir
Fassbinderfilmurnar þar sem hún
átti senuna frá upphafi til enda.
Hún er að sögn meðleikenda ekki
siðri i nýjasta hlutverkinu og þá
er bara að biða þess að sjón-
varpið taki meistaraverkið til
sýninga einhvern tíma á næstum
árum.
Lee Marvin
vinnur að kvikmynd i ísrael þar
sem hann spilar meiri háttar kald-
an karl - hvað annaðl- og fer á
kostum i hlutverkinu. Myndin heit-
ir The Delta Force og þar er
Marvin sigiandi um á flugvél i
háloftunum með þrælhressa flug-
freyju innanborðs. Kvendið er
túlkað af engu minni leikara en
Hönnu Schygulla sem þarf að taka
á honum stóra sinum til þess aö
halda í við unglinginn Marvin.
Hann er bráðhress karlinn þótt
kominn sé á sjötugsaldurinn.
Joan Collins
var kosin kona ársins í USA. Út-
nefninguna hfaut hún frá samtök-
um kvenna á vinnumarkaöinum
þar sem hún þykir ekki síðri fjár-
málamaður en leikkona. Nýja
ilmvatnið hennar, Scoundrel,
flaug inn á markaðinn og þar er
ekkert lát á vinsældunum, og
augnfarðalína frá hennar hendi
ætlar að fá svipaöar viðtökur.
Joan er vön því að standa á eigin
fótum og fina liöiö í Hollivúdd bíö-
ur spennt eftir framkvæmdum
hennar í framtiöinni.
Margaret
Thatcher
afþakkaði aö taka þátt i sjón-
varpsþætti sem upp var settur i
tilefni sextugsafmælis Breta-
drottningar. Hún sagði að það
væri óviðeigandi aö forsætisráð-
herra væri að tjá sig opinberlega
um hátignina. En Magga hafði
varla snúið sér við til þess aö
anda léttar þegar yfirlýsing kom
frá höllinni þar sem henni var
sagt það guðvelkomið að tala
opinskátt um Betu á afmælinu.
Málið var augljóst klúður og er
ennþá verið að klóra i bakkana.
Yoko Ono:
Yoko Ono var eln þeirra sem fylgdi Olof Palme til grafar og með sér
hafði hún son þeirra Lennons, Sean Lennon. Hann er aö hennar sögn
aHt sem máli skiptir í þessu lífi, hún lifir eingöngu fyrir hann og gætir
þess vandlega að engir óviðkomandi komist nálægt þeim tveimur.
Pau búa á Manhattan í skýjakljúf þar sem öryggisverðir fylgjast með
hverju fótmáli gesta i húsinu. Hún fer aldrei út án þess að koma Sean
fyrlr i gæslu eða taka hann með sér og hvert fótmál fylgir þeim flokkur
örygglsvarða. Aðspurð um hjúskaparstööu sagðist Yoko ekkl gífta sig
aftur fyrr en John gæfi henni ákveðið merki að handan. Það hefur hann
vist ekki gert og þvi er ekkjan Yoko Ono ógift ennþá.
Aldargamlir
I.O.G.T.
unglingar
Elsti félagsskapur unglinga á ís-
landi varð aldargamall um daginn
og af því tilefni var mikið um dýrð-
ir. Þetta er unglingaregla I.O.G.T.
þar sem samtaka er unnið gegn
áfengis- og tóbaksnautn og fjár-
hættuspilum.
Til skemmtunar voru töfrabrögð,
hljómsveitin Rickshaw flutti
frumsamin rokklög, sigurvegarar
úr Free Style danskeppni - Black
Widows og Axel Guðmundsson -
tóku létt dansspor með tilþrifum,
leikþættir fluttir og margt fleira. Á
meðfylgjandi DV-myndum Heimis
eru nokkur andartök skemmtunar-
innar á filmu fest og segja meira
en nokkur orð um andann á staðn-
um.
Séra Björn Jónsson ávarpar samkomugesti. Kynnirinn, Eðvarð Ingólfs-
son, að baki.
Létt dansspor...
Gjörnýting dýrmætra sekúndna
Manuela Wiesler ásamt blaðamanni Tímans, Páli Hannessyni, Jóhönnu Ingvarsdóttur frá Morgunblaðinu og
hljómsveitarstjóranum David Robertson. DV-mynd GVA.
Þegar Sviðsljósið leit inn í Há-
skólabíó var mikið um að vera því
Sinfóníuhljómsveit íslands var að
æfa fyrir næstsíðustu tónleikana á
þessu starfsári. í örstuttu hléi fyr-
irfannst í kjallaranum einleikarinn
Manuela Wiesler sem löngu er orð-
in þjóðkunn hérlendis fyrir flautu-
leik og var hún í óða önn að svara
spurningum blaðamanna. Það
sama gerði hljómsveitarstjórinn,
David Robertson, sem er stjórnandi
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Jerú-
salem. Hann er mjög ungur -
fæddur 1958 - en hefur unnið til
fjölda verðlauna íyrir hljómsveit-
arstjóm auk þess að vera tónskáld.
Áhugamönnum gefst kostur á því
að kynnast snilld þessara tveggja
listamanna með Sinfónuhljóm-
sveitinni klukkan hálfníu í kvöld
í Háskólabíói.