Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. 31 Sandkorn Sandkorn I>aö er ekki heiglum hent að selja bækur. Bíræfnir bóksalar Farandbóksalar eru yfir- leitt aufúsugestir. Þó geta verið undantekningar á því. Um daginn voru ónefndir bóksalar á ferð um Vest- firðina. Buðu þeir til sölu sígildar bókmenntir, svo og sögur eftir höfundinn víð- fræga', Bodil Fossberg. Þeir bönkuðu meðal annars upp á hjá stúlku einni og sýndu henni varninginn. En stúlkan hafði ekki nokkurn áhuga á viðskiptum. Fóru þeir við svo búið. En að kvöldi þessa sama dags brá stúlkan sér á dans- leik. Hún fékk sér í staup- inu og varð kát. Að ballinu loknu hitti hún bóksalana fvrir utan samkomustað- inn. Þeir buðu henni upp í bílinn til sín og vildu nú ólmir selja henni bækur. Lyktaði málinu þannig að stúlkan keypti fullan kassa af bókum eftir Bodil Foss- berg. Greiddi hún út þúsund krónur en sam- þykkti víxla til nokkurra mánaða fyrir afganginum. Morguninn eftir vaknaði stúlkan upp við vondan draum því að hrúga af ást- arsögum var við rúmstokk- inn hjá henni. Hún safnaði góssinu saman og hélt enn á fund bóksalanna. Hætti hún ekki fyrr en hún fékk að skila bókunum. Víxlana sína fékk hún til baka en bóksalarnir kröfðust þess að fá að halda þúsundkall- inum. Harkan sex það... Fýluferð Ekki varð honum svona vel ágengt, bóksalanum sem fór í söluferð norður i land á blómaskeiði farand- bóksölunnar. Hann tók tösku sína og hélt innreið sína í bæinn, hinn sperrileg- asti með sig. Veður var eindæma gott, sólskin og bliða. En þrátt fyrir það sást ekkert kvikt á götun- um, ekki einu sinni kattar- kvikindi. Bóksalanum fór nú að verða virkilega órótt. Það var ekki fyrr en hann hitti sveitarstjórann að máli að hann fékk skýringu á þess- um dauða í bænum. Hinn síðarnefndi sagði nefnilega að hvítasunnumenn hefðu verið þarna á ferðinni í svipuðum erindagjörðum nokkrum dögum áður. Látum vér þetta svo nægja um bóksala í bili. Hressilegt afmæli Okkur bárust fregnir af nokkuð sérstöku afmæli sem haldið var hátíðlegt á Akranesi um daginn. Þar kom saman hópur fólks sem átti það sameiginlegt að hafa fermst saman fyrir tuttugu árum. Fermingarsystkinin fengu að kynnast krabba. Það vill brenna við þegar svona samkundur eru haldnar að þær verði vand- ræðalegar og leiðinlegar að minnsta kosti í byijun. Fólk sem ekki hefur sést árum saman getur nefni- lega átt erfitt með að setjast allt í einu niður og spjalla saman um heima og geima. Fermingarsystkinin á Akranesi ákváðu að láta þetta ekki henda. Þvi hófu þau samveruna á því að geysast í rútu frá Sæmundi um plássið með þrautþjálf- aðan leiðsögumann í farar- broddi. Sá síðastnefndi lýsti þvi sem fyrir augu bar af miklum móði og fór lýsing- in einungis fram á enskri tungu. Næst á dagskránni var krabbakynning í hinum nýja veitingastað, Still- holti. Hún fór þannig fram að stórum lifandi krabba hafði verið komið fyrir á miðju borði. Máttu gestir svo pota í hann að vild. Að þessu loknu fór hófið svo að færast í hefðbundið form með ríkulegum veit- ingum og líflegu spjalli. Er ekki að efa að fermingar- systkinin af Skaganum hafa skemmt sér bærilega. Prúðu leikararnir eru þeir kall- aðir á Skaganum. Prúðir lögregluþjónar Akurnesingar geta hreykt sér af því að eiga prúðustu lögregluþjóna landsins... það er að segja í fótbolta! Að sögn Bæjarblaðsins munu „öldungar“ liðsins hafa haldið í keppnisferða- lag til Akureyrar fyrir skömmu. Vakti framkoma þeirra geipilega athygli meðal áhorfenda því leik- aðferðirnar fólust í því að liðið gekk út af vellinum sem ein heild þegar and- stæðingarnir brunuðu i sókn. Eftir á að hyggja telja menn að þetta hafi verið liður í að vinna hinn eftir- sótta prúðmennskutitil sem í boði var. Og svo er ekki að sökum að spyija. Akraneslögregl- an er eftir þetta kölluð Prúðu leikararnir. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Lágmúta 7 - Sími 68-88-88 (bak við Vörumarkaðinn) JÖRÐ TIL SÖLU Jörðin Hjallholt í Kirkjuhvammshreppi, Vestur-Húna- vatnssýslu, ertil sölu með eða án bústofns. Upplýsing- ar í síma 95-1548. Heilsugæslustöðin á Húsavík auglýsir Hálf staða læknaritara við heilsugæslustöðina á Húsa- vík er laus til umsóknar, góð íslensku- og vélritunar- kunnátta æskileg. Upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri eða launafulltrúi í síma 96 - 41333. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU LAUSAR STÖÐUR Staða skólastjóra við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands er laus til umsóknar. Við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru lausar stöður kennara í eðlisfræði, stærðfræði, tölvufræði og sálfræði (hlutastarf). Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja t allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Það er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaðstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gaetu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst.óháð dagblað ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐID 111 . 1 1 . 1 . .... 1 ‘ :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.