Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Qupperneq 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. Iþróttir Rekinn frá Tottenham Stjóm Tottenham gaf út þá tilkynn- ingu i gær að ákveðið hefði verið að íifta samningi félagsins við Peter Shreeves framkvæmdastjóra og John Pratt, aðstoðannanns hans. Þeir hætta stráx störfum hjá félaginu en ekkert var um það getið í tilkynning- unni hver tekur við. Shreeves hefur verið 12 ár hjá Lundúnafélaginu, þar af tvö síðustu árin sem stjóri með held- ur slökum árangri. Tottenham var i tíunda sæti í 1. deildinni í vor. hsim 15 í Kaldals- hlaupinu - á vormófi ÍR í kvöld Fyrsta fijálsíþróttamót sumarsins í Reykjavík, vormót ÍR, fer fram í Laug: ai-dalnum í kvöld og hefst kl.18.30. í minningarhlaupinu um Jón Kaldal, stórhlaupara ÍR á ámm áður, verða 15 keppendur en hlaupið er liður í „hlaupakeðju FRÍ“. Vegalengdin 3000 m og bestu langhlauparar landsins skráðir meðal þátttakenda. Keppt verður í 19 greinum karla og kvenna á mótinu. Þrír í banni Þrír leikmenn 1. deildar liða verða í leikbanni þegar keppnin hefst á laug- ardag. Það eru þeir Sigurður Lárus- son, Akranesi, Sigurbjöm Viðarsson, Þór, Akureyri, og Grétar Einarsson, Viði, Garði. SOS. Þorsteinn Þórsson. Besti tími Þorsteins Þorsteinn Þórsson, ÍR, sem er snjall tugþrautarmaður, náði sínum besta tíma í 110 m grindahlaupi á móti i San Francisco í Kalifomíu nýlega. Hljóp á 15.4 sek. Þá hljóp Þorsteinn 400 m á 51.4 sek. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, á 51,9 sek. og Geir Gunnarsson, KR, á 53,6 sek. Hrönn Guðmundsdóttir, ÍR, hljóp 800 m á 2:26,0 sek. á mótinu. Þau stunda öll nám i San Jose í Kalifomíu. Þau era væntanleg heim um mánaða- mótin nema Gunnar Páll sem verður lengur ytra. Stefán Þór Stefánsson, IR, fijáls- íþróttamaðurinn fjölhæfi, stundar nám í Texas og hefur hlaupið 100 m á 10,90 sek. Hann er einnig væntanlegur heim innan skamms. hsím íþróttir eru einnig á bls. 23. Iþróttir__________________Iþróttir__________________Iþróttir__________________Iþró Franski heimsmeistarinn Alain Prost ók með miklum glæsibrag í Grand Prix kappakstrinum í Monte Carlo á sunnudag - eflaust frægasta og vinsælasta aka um götur Monte Carlo og mikill fjöldi áhorfenda fylgist með árlega. Stór dagur i Mónakó. Myndin að ofan var tekin í kappakstrinum á sunnudag c forustuna. Hann varð hinn öruggi sigurvegari í akstrrnum og komst við sigurinn í efsta sæti í stigakeppninni. í öðru sæti varð Finninn Keke Rosberg en hí aka báðir McLaren-Porsche bílum. Þrumufleygur Sigga Gretars - tryggði Luzem sigur gegn Wettingen „Ég er mjög ánægður með þetta mark. Ég skaut góðu skoti af tuttugu metra færi og boltinn þaut beint i sam- skeytin," sagði knattspymumaðurinn Sigurður Grétarsson hjá svissneska liðinu Luzem í samtali við DV í gær- kvöldi en hann náði að skora sigur- mark Luzem gegn Wettingen í leik liðanna í 1. deild í fyrrakvöld. „Okkur hefur gengið mjög vel í síð- ustu leikjum og erum á sigurbraut. Það er kannski of mikið að stefna á meistaratitilinn en möguleiki á Ev- rópusæti er fyrir hendi. I leiknum gegn Wettingen fengum við mjög mörg tækifæri til að skora. Það voru aðeins sjö mínútur til leiksloka þegar ég skor- aði sigurmarkið," sagði Sigurður Grétarsson en hann hefur nú skorað 13 mörk á keppnistímabilinu og er markahæstur leikmanna Luzem. Lið- ið er nú í fjórða sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Ómar lék með Ómar Torfason lék með Luzem og átti ágætan leik. Hann hefur verið varamaður í tveimur síðustu leikjum liðsins. Forráðamenn Luzem eru nú að kaupa þriðja útlendinginn en að- eins tveir mega spila. Sá er Þjóðveiji og miðjuleikmaður eins og Ómar þannig að hann þarf greinilega að taka á honum stóra sínum til að halda sæti sínu í liðinu. •Staða efetu liðanna í 1. deild er þannig: Xamax.......27 17 5 5 72 24 39 st,- YoungBoys......26 15 8 3 58-23 38- Grasshoppe.....26 13 8 5 47-25 34- Luzern.........26 13 8 5 48-37 34- FCZúrich.......26 12 8 6 57-41 32- Sion...........27 13 5 9 49-33 31- Lausanne.......27 11 9 7 5449 31- Luzem á eftir að leika gegn Lau- sanne á útivelli, Aarau heima, Sion úti og Basel heima. -SK. Guðmundur Torfason meiddur - og óvíst hvort hann leikur gegn Skagamönnum „Þessi meiðsli koma á versta tíma, svona rétt áður en keppnin í 1. deild hefst. Það er óvíst hvort ég get leikið með Fram á Akranesi á laugardag. Ég hef verið í meðferð hjá sjúkra- þjálfurum tvisvar á dag nú í vikunni,“ sagði Guðmundur Torfason, hinn marksækni leikmaður Fram, í gær. Hann meiddist í leik við Val á Reykjavíkurmótinu, vöðvi, sem liggur frá læri upp við nára, tognaði, og Guðmundur varð að fara af leikvelli. í leiknum við Val í meistarakeppni KSÍ kom hann inn sem varamaður en fékk slæma stingi í nárann. Hefur ve- rið haltur siðan. „Það verður ekki Ijóst fyrr en rétt fyrir leikinn á Akranesi hvort ég leik með - kemst i gegnum læknisskoð- un,“ sagði Guðmundur. SOS Jónas vann heimsmeistara fatlaðra Breskt landslið billjarðleikara í hjóla- stólum hefur verið á keppnisferðalagi hér á landi undanfarna daga. Fyrst lék breska liðið gegn unglingalandsliði Ís- lands og sigraðu unglingarnir 14-5. Loks léku Bretarnir gegn Reykjavík- urúrvali og vann úrvalið 13-5. í þeim leik tókst Jónasi P. Erlingssyni að sigra heimsmeistarann í billjarði hjóla- stólamanna, Ray Harrison, 2-1. Myndin hér til hliðar er af heimsmeist- aranum. DV-mynd Brynjar Gauti -SK. Siggi Lár - njósnar um Eyjamenn. Sigurður Lá ist með Ej - verður í leikbai „Við höfum ekki séð Eyjamenn leika i vor og það er ástæðan til þess að Jim Barron, þjálfari okkar Skagamanna, hefur ákveðið að senda mig til Reykja- víkur til þess að fylgjast með leik Eyjamanna við KR,“ sagði Sigurður Lárasson, fyrirliði Skagamanna. Sigurður mun ekki leika með liði sinu gegn Fram á laugardag í 1. deildar leik liðanna á Akranesi og hann verður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.