Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Við eigum ávallt á lager hellur, þrep, kant- og hleðslusteina í ýmsum stærð- um og gerðum. Hellur í gangstéttir, bílastæði, innkeyrslur, leiksvaeði, úti- vistarsvæði o.fl. Hleðsluefni í úrvali til ýmissa nota. Þrepin og kantsteinninn henta hvar sem er. Veldu góðan stein í sumar, hann fæst hjá okkur. STÉTT Hyrjarhöfða 8,110 Reykjavík - Sími 686211. Umsjón: Hannes Heimisson Svarti bletturinn undan Indlands- ströndum er eyjan Sri Lanka. Eyjan ér minni en Ísland og íbúar þar eru 16 milljónir er ekki telst mikill íbúa- fjöldi í Asíu. Götumynd frá Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Brelar sameinuðu eyjuna í eitt ríki undir sinni stjóm fyrir minna en tvö hundruð árum, og við sjálf- stæði hennar fyrir tæpum flörutíu árum varð úr ríki þar sem singhalesar réðu nánast öllu. Skæruliðar tamíla hafa fært sig upp á skaftið á Sri Lanka að undanförnu og nú er svo komið að stjórnarherinn viröist á undanhaldi. HLEÐSUI &KANT STEINAR Forseti Sri Lanka, öldungurinn Jaywardane, hefur nú hvatt rikisstjórnir á Vesturlöndum til að koma stjórn sinni til hjálpar i baráttu við skæruliða tamíla. Forsetinn sést hér á myndinni með Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, eftir fund þeirra síðasta sumar. Er Sri Lanka að klofna í tvennt? Jón Ormur Halldórsson, fréttaritari DV i Haag: Stjómarherinn á Sri Lanka hefur misst öll tök á þéttbýlum og allstór- um svæðum á eyjunni. Landið er í reynd klofið í tvennt þar sem stjómarherinn hættir sér ekki lengur út fyrir rammgerð virki sín í norður- og austurhémðum landsins. Alþjóðlegt deilumál Sundurleitir hópar skæruliða ráða þar lögum og loíum. Um leið er borg- arastyrjöldin á Sri Lanka að verða að hættulegu alþjóðlegu deilumáli. Indveijar em þegar lentir í erfiðri stöðu, meira en 50 milljónir tamíla búa á Suður-Indlandi, en klofningur Sri Lanka mundi hins vegar gefa fordæmi fyrir fjölda klofningshreyf- inga um allt Indland. Indverska stjómin er sögð telja sig í tapstöðu, hvað sem hún gerir eða lætur ógert. Áhyggjur í Nýju-Delhí Vaxandi stuðningur ríkisstjómar Pakistan við stjómina á Sri Lanka hefur gert málavexti enn snúnari fyrir indversku stjómina og hug- myndir um aukinn stuðning Banda- ríkjamanna við Sri Lanka hafa valdið miklum áhyggjum í Nýju- Delhí, en gmndvöllur indverskrar utanríkisstefnu er hugmyndir um frelsi þessa heimshluta frá afskiptum stórveldanna tveggja. Forseti Sri Lanka, hinn áttræði, annálaði stjómmálarefur, Jayaw- ardene, hefur nú síðustu daga hvatt vestrænar þjóðir til þess að koma stjómvöldum á Sri Lanka til hjálpar og um leið hefur forsetinn gagnrýnt indversk stjómvöld fyrir að veita skæmliðum hæli á Indland, þar sem þeir hafa getað þjálfað lið sitt og safnað vopnum. Ólga á Indlandi Vitað er hins veear að indverska stjómin má ekki til þess hugsa að skæmliðar vinni sigur á Sri Lanka en aðgerðir gegn þeim mundu á hinn bóginn valda mikilli ólgu á Suður- Indlandi. Síðustu vikur hafa skæmliðar tek- ist á innbyrðis en ágreiningur er á milli þeirra um ýmis mál. Stærstu skæruliðahreyfingamar em allar vinstrisinnaðar,' sumar marxískar, og vilja koma á kommún- ískri stjóm í nýju ríki tamíla. Þetta eykur mjög á freistingar Bandaríkjamanna og Breta sem em hliðhollir stjómvöldum á Sri Lanka og hafa Bretar sérstaklega veitt stjórninni margvíslegan stuðning. Hvítir málaliðar Því er þó neitað af breskum stjóm- völdum að hvitir hermenn, er sést hafa á bardagasvæðum á eyjunni síðustu daga, séu á nokkurn hátt tengdir bresku stjóminni. Er talið líklegt að þama sé um breska mála- liða að ræða. ísraelskir ráðgjafar Margir telja Ííklegt að Bandaríkja- menn muni beita ísraelsmönnum fyrir sig frekar en að hafa bein af- skipti af málefnum Sri Lanka. ísraelskir hemaðarráðgjafar em þegar komnir til eyjarinnar. Vandamál í samskiptum þjóðar- brotanna tveggja eiga sér fimmtán hundmð ára langa sögu og oftast hafa fleiri en eitt ríki verið á eyj- unni, þó hún sé minni en ísland að flatarmáli og íbúar aðeins um 16 milljónir, sem telst smáríki í Asíu. Singhalesar ráða öllu Bretar sameinuðu eyjuna í eitt ríki undir sinni stjóm fyrir minna en tvö hundmð árum og við sjálfstæði hennar fyrir tæpum fjörutíu árum varð úr ríki þar sem singhalesar réðu nánast öllu, en þeir em rúmlega 80 prósent af íbúum landsins en tamílar aðeins 15 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.