Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 15. MAl 1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál DV spyr á Siglufirði: Hverju viltu spá um úrslit bæjarstjórnarkosninganna? Hanna Þóra Benediktsdóttir: „Mín spá er sú að þetta fari nákvæmlega eins og síðast, að D-listinn fái 4, A-listi 1, B-listi 2 og G-listi 2.“ Kári Hreinsson: „Sjálfstæðisflokkur- inn nær hámarki 3 mönnum og missir því einn mann. Framsókn stendur í stað, fær aftur 2, A fær 1 og ég hef það á tilfinningunni að Flokkur mannsins hirði einn af G-listanum.“ .mmmnmm 1 Tts* Ægir Jóakimsson: „Þetta verður ná- kvæmlega eins og síðast. Það er helst að Sjálfstæðisflokurinn eigi fullt í fangi með að halda sínu fjórða manni.“' Steingrímur Kristinsson: „Sem sjálf- stæðismaður vil ég fá 5 menn af D-lista en það tel ég útilokað. Ég held frekar að baráttan standi um fjórða mann á D og þann þriðja á G.“ Jóna Björg Þórhallsdóttir: „Ég held að D-listinn fái aftur 4 menn, það er helst að G-listinn geti komið í veg fyrir það, hann verður sterkur. A fær 1 og B-listi 2 og ég spái Flokki mannsins ekki miklu fylgi.“ Guðný Friðriksdóttir: „Mér finnst einhvem veginn sem þetta verði líkt og síðast. En sem sjálfstæðismaður vil ég að við fáum fimmta manninn en það verður mjög erfitt.“ Síldarárin voru á Siglufnði Siglufjörður er langþekktasti síldar- bær landsins. Þegar hvað mest var af aðkomufólki á síldarárunum komst íbúatalan upp í 3100. Nú búa um 2000 manns á Siglufirði. Sildin er ekki leng- ur í aðalhlutverki heldur loðnan. Þar er fullkomnasta loðnuverksmiðja í heimi, sú tölvustýrða hjá SR. Siglu- fjörður varð kaupstaður 1918 en verslun hófst þar 1788. Mörg snjóflóð hafa skollið á bæinn, það mannskæð- asta árið 1919. Þá fórust 19 manns. Frekar úrkomusamt er á Siglufirði en logn og stillur einkenna veðrið. Strákagöngin vom opnuð 1968. Á meðal þekktra Siglfirðinga má nefha Ólaf Ragnarsson bókaútgefanda, Jón Skaftason borgarfógeta og Ólaf G. Einarsson alþingismann. Nú, og síma- númer hjá Húseiningum „er í síma- skránni" eins og segir í auglýsingunni. -JGH Siglufjörður. Þar er fullkomnasta loðnuverksmiðja I heimi, þessi tölvustýrða hjá Síldarverksmiöjum ríkisins. DV-mynd JGH M-listinn: Fjármálin á réttan kjöl „Við hjá Flokki mannsins setjum á oddinn að fjármálum bæjarins verði komið á réttan kjöl. Það er verið að greiða margar milljónir á ári í vexti og dráttarvexti og lán em í vanskil- um,“ sagði Þórir Stefánsson, annar maður á M-listanum, lista Flokks mannsins á Siglufirði. „Við viljum að ekki verði farið út i nein stórverkefiii á meðan verið er að koma fjármálum bæjarins á hreint en leggja verður þó upp úr því að klára þau verkefhi sem byrjað er á svo þau drabbist ekki niður. Gatnagerð er þó orðin mjög brýnt verkefni sem verður að takast á við.“ Þórir sagði að Flokkur mannsins ræki ekki beinan flokkspólitískan áróður. „Við viljum fyrst og fremst fá breytingar til hins betra í bænum og fá meiri samvinnu og samstöðu um lausn bæjarmála. Eins og þetta er núna fer alltof mikill tími í rifrildi og ströggl um einstök mál.“ -JGH E"zzp <- W -á Þórir Stefánsson, skipar annaö sætið hjá Rokki mannsins. DV-mynd JGH A-listinn: Stórátak í gatnagerð „Við jafhaðarmenn viljum auðvitað að sífellt sé staðið á verði og vakað yfir atvinnulífinu, að möguleikar bæj- arins séu kynntir út á við og fyrirtæki löðuð að. Jafhframt að létta mönnum að stofna ný fyrirtæki og stækka þau sem fyrir eru með ívilnunum á opin- berum gjöldum bæjarins. Eins er orðið mjög brýnt að bæta afkomu bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja með miklu aðhaldi Kristján L. Möller, efsti maður A-listans á Siglufirði. DV-mynd JGH og endurbótum í rekstri,“ sagði Krist- ján L. Möller, efsti maður A-listans, lista Alþýðuflokksins á Siglufirði. „Þetta er aftur forsenda fyrir stórá- taki í varanlegri gatnagerð sem við ætlum út í. Það verk verður að vinn- ast með áhlaupi, fljótt og vel, og greiðast á löngum tíma. Til að standa straum af því viljum við að möguleik- ar verði kannaðir á fjármagni með sölu skuldabréfa. Margir stórverktak- ar búa við verkefhaskort og þvi ætti að vera hægt að fá góð tilboð. Þá leggjum við áherslu á að vinna annan bæjarfiilltrúann aftur af íhald- inu og um það snýst kosningabaráttan hér á Siglufirði." B-listinn: Nýfyrirtæki og hlúa að þeim sem fyrir eru „Atvinnumálin hljóta alltaf að koma númer eitt, þau eru forsenda alls ann- ars. Við ætlum að styðja við bakið á núverandi fyrirtækjum og halda því góða atvinnuástandi sem hér er núna. Jafnframt að auka fjölbreytnina með því að koma á fót smáiðnaði," sagði Skarphéðinn Guðmundsson, efsti maður B-listans, lista Framsóknar- flokksins á Siglufirði. ..Umhverfis- og gatnagerðarmál eru hér mjög i brennidepli. Við stefnum að miklum framkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta er mjög brýnt og vilji fólksins greinilegur fyrir þessu. Við framsóknarmenn viljum sjá auknar byggingar á íbúðarhúsum á félagslegum grunni, bæði til leigu og eignar. Er þetta mjög knýjandi því nú er skortur á húsnæði í bænum. Éinnig stefhum við að undirbúningi á bygg- ingu nýs grunnskóla, viljum hlúa betur að íþrótta- og æskulýðsmálum og erum hlynntir áframhaldandi bygg- ingu dvalarheimilis aldraðra. Síðast en ekki síst ætlum við að vinna þriðja inanninn í kosningunum." -JGH Skarphéðinn Guðmundsson, efsti maður B-listans. DV-mynd JGH Þau eru í framboði Listi Alþýðuflokksins 1. Kristjón L. Möller 2. Regína Guðlaugsdóttir Ólöf Kristjánsdóttir 4. Jón Dýrfjörð 5. Viktor Dorkelsson (j. Margrét Friðriksdóttir 7. Kristinn Halldórsson S. Rögnvaldur Þórðarson 9. Steingrímur Sigfusson 10. Björn Þór Haraldsson 11. Amar Ölafsson 12. Hrafnhildur Stefánsdóttir i:i. Auður Sigurgeirsdóttir 14. Guðmundur Davíðsson 15. Anton Jóhannsson 10. Hörður Hannesson 17. Ámundi Gunnarsson 18. Krla Ólafsdóttir Listi Framsóknarflokksins 1. Skarphéðinn Guðmundsson 2. Ásgrímur Sigurbjömsson 0. Freyr Sigurðsson 4. Guðrún Hjörleifsdóttir 5. Ásdís Magnúsdóttir 0. Steinar Ingi Eiríksson 7. Aðalbjörg Þórðardóttir 8. Sveinbjöm Ottesen 9. Sveinn Þorsteinsson 10. Karolína Sigurjónsdóttir 11. Sveinn Bjömsson 12. Kolbrún Daníelsdóttir 1.1. Bjámev Þórðardóttir 14. Svetrir Jónsson 15. Guðrún Ólöf Pálsdóttir 10. Halldóra S. Jónsdóttir 17. Sverrir Sveinsson 18. Bogi Sigurbjömsson Listi Sjálfstæðisflokksins 1. Bjöm Jónasson 2. Axel Axelsson II. Guðmundur Skarphéðinsson 4. Omar Hauksson 5. lngibjörg Halldórsdóttir 0. Bit;gir Steindórsson 7. Kristín Halldórsdóttir 8. Hnukur Jónsson 9. Rósa H. Hrafnsdóttir 10. Georg Ragnarsson 11. lngvar Kr. Hreinsson 12. Bvlgja Hauksdóttir i:l. Itiifn Sveinsson 14. Anna L. Hertervig 15. Matthías Jóhannsson 10. Konráð Baldvinsson 17. Óli J. Blöndal 18. Knútur Jónsson Listi Flokks mannsins 1. Einar Karlsson 2. Þórir Jóhann Stefánsson ;l. .Vlagnús Traustason 4. Ólafvu- Þór Haraldsson 5. Vilborg Traustadóttir 0. Birgitt<\ Pálsdóttir 7. Þórður Andersen 8. Gísli H. Elíasson 9. Trausti Breiðfjörð Magnússon Listi Alþýðubandaiagsins 1. SigurðurHlöðvesson 2. Brvnja Svavarsdóttir ;l. Hafþór Rósmundsson 4. Svava Baldvinsdóttir 5. Þormóður Birgisson 0. Ríkey Sigurbjömsdóttir 7. Þorleifúr Halldórsson 8. Ingunn Jónsdóttir 9. Kristján Matthíasson 10. Kolbrún Eggertsdóttir 11. Hörður Júlíusson 12. Kristján Rögnvaldsson 13. Hinrik Aðalsteinsson 14. Hannes Baldvinsson 15. Flóra Baldvinsdóttir 16. Vilhelm Friðriksson 17. Þórunn Guðmundsdóttir 18. Kolbeinn Friðbjamarson Sigurður Hlöðversson, efsti maður G-listans. DV-mynd JGH G-listinn: Halda áfram forystunni „Við leggjum auðvitað áherslu á að klára þau stórverkefhi sem við erum þegar með í gangi, eins og byggingu dvalarheimilis aldraðra, íþróttahúss- ins, grasvallarins og endurbyggingu húss fyrir tónlistarskólann. Það verk- efni sem mest aðkallandi er að byrja á er gatnagerðin, við stefnum á að í lok næsta kjörtímabils verði 80% gatna í bænum með bundnu slitlagi. Þetta er mjög brýnt," sagði Sigurður Hlöð''ersson, efeti maður G-listans, lista Alþýðubandalagsins á Siglufirði. „Að sjálfeögðu byggjast allar fram- kvæmdir á traustu atvinnulífi, að fyrirtækin gangi vel og um þau þarf að standa vörð. Staða fyrirtækja hér í sjávarútvegi er mjög erfið, sérstak- lega einkafyrirtækjanna. Síldarverk- smiðja ríkisins og Þormóður rammi standa sig hins vegar vel. Nú, og þá er það ekki síst kappsmál hjá okkur alþýðubandalagsmönnum að ná 3ja manni inn og halda áfram forystu í meirihlutanum." -JGH Bjöm Jónasson, efsti maður D-listans. DV-mynd JGH D-listinn: Fá hreinan meirihluta „Við setjum á oddinn að standa vörð um þau fyrirtæki sem við höfum og viðhalda þannig góðu atvinnuástandi hér á Siglufirði. En mál málanna í kosningunum er samt gatnagerðin og umhverfismál. Þar ætlum við að gera stórátak. Jafnframt þarf að klára íþróttahúsið og byggingu þjónustu- íbúða fyrir aldraða," sagði Bjöm Jónasson, efeti maður D-listans, lista Sjálfetæðisflokksins á Siglufirði. „Við sjálfetæðismenn setjum stefn- una alfarið á hreinan meirihluta, að vinna fimmta manninn í kosningun- um. Við væntum þess að Siglfirðingar treysti okkur fyrir stjóm bæjarins næsta kjOTtímabil. Mikil óeining hefur verið í núverandi meirihluta sem sam- settur er af Alþýðuflokki, Framsókn- arflokki og Alþýðubandalaginu. Og ekki batnar það með einu vinstra framboðinu í viðbót, Flokki mannsins. Núverandi meirihluti sprakk í raun eftir fyrsta árið og það er kominn tími til að gefa honum frí,“ sagði Bjöm Jónasson. -JGH Orsltt síðast Á Siglufirði búa tæplega 2000 manns. Úrslit í síðustu kosningum, vorið 1982, urðu þessi: A 206 atkv. 1 mann B 238 atkv. 2 menn D 413 atkv. 4 menn G 289 atkv. 2 menn Þessir vom kjömir: Jón Dýrfjörð (A), Bogi Sigurbjömsson (B), Sverrir Sveinsson (B), Bjöm Jónasson (D), Birgir Steindórsson (D), Axel Axelsson (D) Guðmundur Skarphéðinsson (D), Kolbeinn Friðbjamarson (G) og Sig- urður Hlöðvesson (G). -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.