Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 4
4
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986.
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Stöðugt fleiri frystihús
þurfa á aðstoð að halda
Sem kunnugt er af fréttum býr
fiskvinnslan í landinu við gífrurlega
erfiðleika um þessar mundir, fréttir
hafa verið um að 22 frystihús þurfi
aðstoð sem nemur 1,6 milljörðum
króna, þar af rúman milljarð í skuld-
breytingar á lánum og rúmar 500
milljónir af nýju fé.
Talan 22 hús er alls ekki tæm-
andi, stöðugt bætast fleiri fisk-
vinnslufyrirtæki í hópinn og nálgast
nú tala þeirra þrjá tugi og upphæðin
gæti í lokin verið orðin nær 2 millj-
arðar króna.
Ljóst er að þessi vandi varð ekki
til í gær, að baki honum liggur þró-
un sem segja má að hefjist upp úr
árinu 1982. Ef athugaðar eru tölur
frá Þjóðhagsstofnun um rekstur
frystingar og söltunar á tímabilinu
1982-85 kemur í ljós að hreinn hagn-
aður af rekstrinum er 153 og 170
milljónir króna fyrstu tvö árin en
1984 er tap upp á 509 milljónir kr. og
í fyrra nam tapið 160 milljónum kr.
(Allar tölur í þessu fréttaljósi eru
rúnnaðar af).
Hvað varðar hagnaðinn fyrstu tvö
árin fór hann að meira og minna
leyti í tap sem varð á rekstri botn-
fiskveiðanna þessi tvö ár en sam-
kvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar
var tapið á þeim veiðum 329 milljón-
ir kr. árið 1982 og 486 milljónir kr.
árið 1983. Stóri skellurinn í þessu
dæmi, ef svo má segja, verður svo
árið 1984 en þá bætist við tap fyrr-
greindra fiskvinnslustöðva tap á
botnfiskveiðunum upp á 582 milljón-
ir kr. og tapið 1985 á veiðunum nam
314 milljónum kr.
Nú kynni einhver að spyrja hvaða
máli þessar tölur skipta? Það er ein-
falt að svara því að þær koma við
vas&nn hjá hverjum íbúa þessa
lands. Sjávarútvegur aflar okkur
75% af þeim gjaldeyri sem við höfúm
til ráðstöfunar, þ.e. aflar okkur 75%
af því fjármagni sem við raunveru-
lega lifúm á, og framangreindar tölur
eru því álíka dæmi og að fyrirvinna
heimilisins kæmi ekki með annað
heim í launaumslaginu en kvittanir
fyrir fyrirfram greiddu kaupi um
hver mánaðamót.
Rangt skráð gengi
En hverjar eru raunverulegar
ástæður fyrir þessari þróun undan-
farin fiögur ár?
„Meginástæðan er röng skráning
gengis sem leitt hefur til síversnandi
samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja
á innanlandsmarkaði," sagði Knút,-
ur Óskarsson, framkvæmdastjóri
Sambands fiskvinnslustöðvanna, í
samtali við DV.
Hjalti Einarsson, framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, sagði í samtali við DV að þetta
væri einfalt dæmi. Gengi banda-
ríkjadollars hefði haldist svo til
óbreytt frá áramótum 84/85 en tæp-
lega 80% af tekjum húsanna væru
í dollurum. Við þetta bætist svo 30-
40% verðbólga sem stuðlar að
kostnaðarhækkunum fiskvinnslun-
ar hér innanlands. Til að vinnslan
ráði við þessa verðbólgu þarf annað
af tvennu að gerast. Verðgildi krón-
unnar þarf að breytast í réttu hlut-
falli við kostnaðaraukningu eða
verð á mörkuðum okkar að hækka.
Hvorugt af þessu gerðist á þessu
tímabili.
„Samkeppnisaðstaða útflutnings-
atvinnuveganna versnaði mikið í
kjölfar innstreymis á erlendu lánsfé
sem hafriaði að miklu leyti í öðrum
atvinnugreinum sem gátu þá á móti
greitt hærri laun,“ sagði Knútur
Óskarsson.
Opinber afskipti slæm
Þeir aðilar sem DV hefúr haft sam-
band við vegna þessa máls segja að
opinber afekipti af rekstri fiskvinnsl-
unnar séu slæm. Eigendur þessara
fyrirtækja horfi upp á það að hið
opinbera hafi bein áhrif á samkeppn-
isaðstöðu þeirra með gengisskrán-
ingu og með þvi að flytja fiármagn
frá fyrirtækjunum til annarra at-
vinnugreina til að halda uppi lífe-
kjörum í landinu.
„Við gerum okkur fyllilega ljóst
að við höfúm ákveðnum skyldum að
gegna við þjóðfélagið," sagði Knútur
Óskarsson og benti á að þeir hefðu
lagt aðalbaráttumál sitt til hliðar
um stund til að liðka til fyrir fram-
gangi febrúarsamninganna svoköll-
uðu en aðalbaráttumálið hefur verið
að gefa gengisskráninguna fijálsa.
Annar viðmælenda blaðsins benti á
að ef gengið væri gefið frjálst myndi
þetta 22 húsa dæmi algerlega snúast
við.
Heimatilbúinn vandi
Þótt menn séu gjamir á að skella
skuldinni á hið opinbera í þessu
dæmi hangir fleira á spýtunni og
nokkur hluti vandans er heimatil-
búinn. I fiskvinnslu hérlendis er
sérhæfing minni en í nágrannalönd-
unúm, tæknivæðing er einnig minni
og verkkennsla og verkþjálfún á
lægra plani en gengur og gerist í
nágrannalöndunum. Þá hefur vönt-
un á starfsfólki einnig háð þessari
atvinnugrein þar sem hún hefúr ekki
verið samkeppnisfær um verkafólk
við aðrar greinar eins og raunar
þegar er komið fram.
Fréttaljós
Friðrik Indriðason
Annað sem hefur háð sjávarútveg-
inum er að stundum er um of einblínt
á skjótfenginn gróða. Eitt þekktasta
dæmið í því sambandi er skreiðarsal-
an til Nígeríu árin 1982/83 en hún
er einmitt einn hluti vandans nú. Á
árinu 1982 voru 4.300 tonn verkuð í
skreið en sú tala fór upp í 12.500
tonn árið eftir og hrapaði svo niður
í 314 tonn árið 1984 enda var mark-
aðurinn þá lokaður. í verslunar-
skýrslum frá þessu tímabili sést þetta
enn betur því árið 1983 nam þessi
útflutningur 7% af verðmæti út-
fluttra sjávarafúrða en þetta hlutfall
var komið niður í 0,4% árið eftir.
Nú sitja þau fyrirtæki, sem verk-
uðu í skreið, uppi með fleiri þúsund
tonn af óseljanlegri vöru og hafa
gert svo í tvö ár en jafnframt þurft
að borga mikinn fiárhagskostnað,
einkum af afurðalánum vegna vö-
22 hús sýna ekki vandann
„Þau 22 hús sem rætt hefur verið
um í fréttum eru ekki mælikvarði á
eitt eða neitt því þau hafa komið
alveg tilviljanakennt inn í Byggða-
stofnun," sagði Knútur Óskarsson.
„Þau eru ekkert úrtak fyrir vand-
ann, enda tel ég að verst settu
fyrirtækin séu ekki enn komin í
þennan hóp.“
Eins og fram kom í samtali DV
við Steingrím Hermannsson forsæt-
isráðherra fyrir nokkrum dögum
hefur verið komið á fót nefnd til að
gera úttekt á þessum 22 fyrirtækjum
sem þegar hafa sótt um aðstoð.
Nefndina skipa þrír aðilar, einn úr
Byggðastofnun, einn úr Fiskveiða-
sjóði og einn úr viðskiptabanka
viðkomandi fyrirtækis en hann hef-
ur í flestum tilfellum verið Lands-
bankinn.
„Við erum fyrst og fremst rann-
sóknaraðili í þessu máli. Byggða-
stofnun óskaði eftir samvinnu og því
var nefndinni komið á fót,“ sagði
Már Elísson, forstjóri Fiskveiða-
sjóðs, í samtali við DV.
Nefndin hefúr nú starfað um nokk-
urt skeið og þegar hafa nokkur
fyrirtæki verið rannsökuð af henni
en allar upplýsingar um starf nefnd-
arinnar eru enn sem komið er
trúnaðarmál.
Bjartari horfur framundan
Þótt ástandið sé dökkt þessa stund-
ina eru bjartari horfur framundan á
þessu ári hvað varðar sjávarútveg-
inn í heild. Samkvæmt upplýsingum
frá Þjóðhagsstofnun er áætlað að
rekstur frystingar og söltunar verði
rekinn með 496 milljón kr. hagnaði
í ár eftir breytingu sjóðakerfisins og
áætlað er að rekstur botnfiskveið-
anna verði rekinn með 642 milljón
kr. hagnaði í ár en þar kemur inn í
dæmið hin mikla lækkun olíuverðs
sem hefur gífurlega þýðingu fyrir
útgerðina.
Forsendur fyrir þessum áætlunum
eru þær að miðað er við að fram-
leiðsla sjávarafurða aukist um 5%
frá því í fyrra og að botnfiskaflinn
verði rúmlega 600 þúsund tonn, þar
af þorskur um 350 þúsund tonn.
í erindi sem Jón Sigurðsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunnar, flutti á
aðalfundi Sambands fiskvinnslu-
stöðvanna sagði hann m.a.:
„Sé reynt að bera stöðu sjávarút-
vegs um þessar mundir, sérstaklega
botnfiskveiða og -vinnslu, saman við
niðurstöður undanfarinna ára, má
draga þá ályktun að hagur botn-
fiskveiða sé nú betri en hann hefur
verið um langt skeið eða að minnsta
kosti síðustu fiögur ár. Á þessu tíma-
bili hafa botnfiskveiðar rétt úr
kútnum úr 11% halla í um 4-5%
hagnað. Hér er auðvitað fyrst og
fremst auknum afla að þakka.
Öðru máli gegnir um botnfisk-
vinnslu. Þar hefur gætt sveiflna í
afkomu síðustu 5 árin sem rekja má
að mestu leyti til þróunar verðlags
á afurðamörkuðum. Hagur frysting-
ar virðist um þessar mundir vera
svipaður, eða heldur skárri en árin
1982 og 1983.“
Jón sagði einnig að hagnaður
frystingar væri áætlaður nálægt 2%
af tekjum en saltfiskverkunin væri
hinsvegar betur sett nú, með 5%
hagnað eftir sjóðakerfisbreytinguna.
-FRI
200000
100000 -
0
1.2%
Tekjut
Gjöíd
1983
1984
Samtals
1985
Tafla 1: Hér sést hagur frystingar og söltunar sameiginlega yfir tímabilið I983-85. Eins og sést var 2% hagnaður
umfram tekjur fyrsta árið en síðan hefur þessi vinnsla verið öfugu megin við rauða strikið.
120000
100000 -
soooo -
60000 -
40000 -
20000 -
0
1.0%
Tefcjur
Gjöíd
1983
1984
fri^stin^
1985
Tafla 2: Ef frystingin er tekin sér út úr dæminu er um litlar breytingar að ræða frá töflu 1.
-1.7%
40000
30000 -
20000
10000 -
0
Jekjur
Gjöíd
1983
1984
Söltim
1985
Tafla 3: Ef söltunin er tekin sér út úr dæminu sést alveg hrikaleg staða hennar árið 1984 eða 8,3% halli umfram
tekjur sem þýðir tap upp á 192 milljón kr.