Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 6
6
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1986.
Peningamarkaður
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Sjö manns hafa beðið bana siðan neyðarástandi var lýst yfir í Suður-Afríku í fyrradag. Virðast ráðstafanir ekki ætla að
bera neinn árangur. Ofbeldi og dauði er enn daglegt brauð fyrir svarta íbúa landsins.
Suður-Afríka:
Stjómvöld
banna
fréttaflutning
Inntán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74
ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
^riggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxb
um. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á
hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk
1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út
tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess
að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06.
og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða
ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextii em 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,
50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6
mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir
18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða
verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum
sé hún betri. Samahburður er gerður mánað-
arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út
af reikningnum gilda almennir sparisjóðs-
vextir, 8%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur < r
óbundinn. Þá ársQórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankánum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á
ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf
lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með
13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist
trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun
bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél-
stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði,
óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er
því einnig 15,5%.
18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri
sparisjóðanna eru með innstæðu bundna
óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn-
vöxtum og 15,2% ársávöxtun.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem,
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með affollum og ársávöxtun er
almennt 12 16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna
fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu
kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því
10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-
ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig
en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl.
Miðað er við grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
Sjö manns hafa beðið bana í Suður-
Afríku síðan neyðarástandi var lýst
yfir þar, að því er haft var eftir yfir-
völdum þar í gær. Engar nánari
upplýsingar var að hafa vegna banns
sem yfirvöld hafa sett við fréttaflutn-
ingi.
Þar til í fyrradag, er yfirvöld settu
bann við fréttaflutningi, var vitað til
þess að 1600 manns höfðu látið lifið í
óeirðunum sem staðið hafa nokkuð
sleitulaust í 28 mánuði. Nú hafa verið
stöðvaðir fréttamannafúndir, sem áð-
ur voru haldnir tvisvar á dag, og hér
eftir verða það einungis yfirlýsingar
Norskur ferðamaður gekk berserks-
gang á hinum vinsæla ferðamaima-
stað, Benidorm. Hann lagði hótelíbúð
sína í rúst og slasaði níu lögreglumenn
í hörðum bardaga sem lauk ekki fyrr
en lögreglan beitti gasi gagn honum.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
Jom Windinsstadn, sem er tuttugu og
fimm ára gamall, hefði í fyrrakvöld
gengið berserksgang í hótelíbúð sinni
á Miramar hótelinu. Óeirðalögreglan
Guðrún Helga Sigurðardótlir, Hdsinki:
Vegna bilunar í mælitæki mældist
1,8 millíröntgen geislavirkni í bænum
Kotka í Austur-Finnlandi síðastliðið
mánudagskvöld og er það fjórum sinn-
um meiri geislavirkni en nokkum tíma
mældist í Finnlandi í kjölfar slyssins
í Chemobyl.
Strax aðfaranótt þriðjudags var farið
að aka bílum, útbúnum mælitækjum,
um allt Austur-Finnland en hvergi
mældist geislavirkni jafnmikil.
í fjölmiðlum hófst umræða um það
hvaðan geislavirknin kæmi. Vegna
frá stjómvöldum sem berast um gang
mála.
Það var orðin föst venja að dagurinn
væri byrjaður á því að tilkynnt var
hversu margir hefðu beðið bana kvöld-
ið áður. Þær upplýsingar vom faldar
inn á milli frétta um það hve margir
hflar hefðu orðið fyrir harðinu á upp-
reisnarseggjum eða frétta af táragas-
árásum lögreglunnar á óróaseggi.
Það var upplýsingaráðuneytið sem
birti tilkynningu um mannfallið í gær.
Einungis var tilkynnt hversu margir
hefðu beðið bana en ekki neitt nánar
skýrt frá því. Er því ljóst að nú ríkir
ástand borgarastríðs í Suður-Afríku.
var kvödd á staðinn efir að hann hafði
mðst út úr íbúð sinni og brotið upp
bar.
Lögreglan segir að níu lögreglu-
menn og einn vegfarandi hafi slasast
í viðureigninni sem lauk ekki fyrr en
lögreglan hafði skotið viðvörunar-
skotum upp í loftið og varpað tára-
gashylkjum að Norðmanninum. Hann
var settur í gæsluvarðhald.
veðurs var strax hægt að þtiloka
Chemobyl og Leningrad. Vindur blés
úr suðri þetta kvöld. Skyldu yfirvöld
í Suður-Finnlandi, Danmörku eða
Þýskalandi merkja meiri geislavirkni
hjá sér? Nei, um það var ekki að ræða.
Eftir mikil heilabrot og athuganir
uppgötvuðu fínnsk yfirvöld um miðja
vikuna að vegna veðurs hefði geisla-
virkni í loftinu fallið niður. Hefði þar
verið um leifar geislavirkni frá
Chemobyl að ræða þótt ekki væri hún
nærri því eins mikil og mælitækin í
Kotka gáfu til kynna.
Hálsbrotinn
maður settur
í fangaklefa
Gauti Giétaissan, Þiándheiim:
Fimmtíu og fimm ára gamall maður
frá Þrándheimi lá nærri sjö klukku-
tíma í fangelsi, alvarlega slasaður.
Maðurinn, sem var á heimleið frá
kunningjum sínum, datt niður tröppur
og lá þar nokkra klukkutíma áður en
tekið var eftir honum og það tilkynnt
lögreglu.
Lögreglan færði manninn í lögreglu-
bíl og þaðan í fangaklefa þar sem
grunur lék á að maðurinn væri ein-
ungis ölvaður. Þar lá hann sjö tíma
áður en rannsókn fór fram og hann
fluttur á sjúkrahús. Maðurinn liggur
nú þungt haldinn á sjúkrahúsinu í
Þrándheimi, lamaður frá hálsi og nið-
ur.
Ættingjar mannsins hafa kært at-
vikið til rannsóknarlögreglunnar og
verður rannsakað hvers vegna maður-
inn lá svo lengi slasaður í fangaklefa
án þess að hann væri rannsakaður.
Sýknaður
af morði
á föður sínum
Gauli Giétaissan, Þiándheimi:
Kviðdómurinn í máli piltsins frá
Várdal, sem drap fimmtugan föður
sinn, sýknaði hann af morðákærunni.
Það tók kviðdóminn, sjö konur og
þrjá karlmenn, aðeins fjörutíu og fimm
mínútur að komast að niðurstöðu.
Dómarinn taldi að pilturinn hefði
svarað ofbeldi föður síns í nauðvöm.
Pilturinn sagði, eftir að dómurinn
var kunngerður, að hann væri bæði
glaður og hissa. Hann þakkaði lög-
fræðingi sínum fyrir góða málsvöm.
Fólk víðsvegar frá í Noregi hefur sent
piltinum blóm og hefúr hann haft sam-
úð flestra Norðmanna.
Skipstjorinn
á Moby Dick
dæmdur
Gauti Grétarssom, Þrándheimi:
Moby Dick, skip Greenpeacemanna,
var fært til hafnar í Norður-Noregi í
fyrrinótt þrátt fyrir kröftug mótmæli
áhafharinnar. í gær var skipstjórinn
síðan dæmdur til að greiða sekt að
upphæð tíu þúsund norskar krónur
fyrir að hafa brotið reglur um sigling-
ar innan fjögurra mílna landhelgi
Noregs. Moby Dick hafði elt hval-
veiðibáta, sent út gúmmíbáta og siglt
í kringum hvalina og reynt að hindra
veiðar.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA (%)
11.-20.06 1986
INNLAN MEÐ SÉRKJÖRUM
sjA sérusta
iiiiliii ll I!llil
INNIÁN ÚVERÐTRYGGÐ
SPARISJÓÐSBÆKUR úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0
6 mán. uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0
12mán.uppsögn 14,0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0
SPARNAÐUR - LANSRÉHUR Sparað 3-5 mín. 13.0 13,0 8.5 10,0 8.0 9.0 10.0 9.0
Sp.6mán.ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
Hiaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
INNLÁN VERÐTRYGGD
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán. uppsogn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0
INNIÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarfkjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25
Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.5 11.5 9,5
Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3,5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5
Danskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7,0
ÚTIÁN ÚVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25
VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kge 19,5 kge 19,5 kge kge kge kge
ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kgc kge
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0
ÚTLÁN verðtryggð
SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
UTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU
SJANEÐANMALSI)
l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn-
ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur-
þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er
2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og
viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum.
Norðmaður slasaði
níu lögreglumenn
Mögnuð geislavirkni
í Finnlandi