Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986.
St. Jósefsspítali, Landakoti
SAUMAKONU
vantar nú þegar. Sumarafleysingar koma til greina.
Upplýsingar í síma 19600-209.
Ólafsvíkurkaupstaður:
BÆJARSTJÓRI
Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra Ólafsvíkurkaup-
staðar. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og
starfsreynslu berist bæjarskrifstofu Ólafsvikur eigi síð-
ar en 20. júní nk.
Bæjarstjóri Ólafsvikur.
VIRKA DAGA 9-18
HÁRGREIÐSLUSTOFA
VITASTÍG18A
SÍM114760
BLÖNDUÓSHREPPUR
- SVEITARSTJÚRI
Starf sveitarstjóra á Blönduósi er laust til umsóknar,
í boði eru góð laun, góð vinnuaðstaða, og starfinu
fylgir nýtt einbýlishús. Upplýsingar um starfið veitir
sveitarstjóri i síma 95-4181 á skrifstofutíma eða heima
í síma 95-4413.
Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar um aldur,
menntun og fyrri störf, berist skrifstofu Blönduós-
hrepps fyrir fimmtudag 26. júní 1986.
Sveitarstjóri Blönduóshrepps.
TIL VIÐSKIPTAVIIMA
LEIGUBIFREIÐA
Vegna útgáfu á hinum nýju fimm þúsund króna seðl-
um vill Bifreiðastjórafélagið Frami beina þeim vinsam-
legu tilmælum til viðskiptavina leigubifreiða að eftir
lokunartíma banka reyni þeir að komast hjá að nota
fimm þúsund krónu seðlana til greiðslu á ökugjaldi.
Leigubifreiðastjórar hvórki vilja né geta verið með stór-
ar upphæðir á sér sem skiptimynt.
Æskilegast væri að fólk sem af einhverjum ástæðum
hefur þó aðeins 5.000 kr. seðla geti þess þá um leið
og pöntun á leigubifreið fer fram.
Stjórn
Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi
FORSTÖÐUMAÐUR
ÓSKAST
Svæðisstjórn Vesturlands óskar að ráða forstöðumann
við dagvistun fyrir fatlaða á Akranesi. Starfið er fólg-
ið í að undirbúa starfsemina og veita henni forstöðu.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir skulu hafa borist svæðisstjórn fyrir 4. júlí
nk. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri svæðisstjórn-
ar í síma 93-7780 milli kl. 9 og 12.
Svæðisstjórn Vesturlands,
Gunniaugsgötu 6a,
Borgarnesi.
Sigurður Fjeldsted hjá veiðihúsinu við Kjarrá heldur til veiða upp á fjall, enda best að vera á hestum í ófærðinni
til fjalla.
Veiðrfókus . . .
Fyrsta veiði-
saga sumarsins
Náði þremur löxum með hörkunni
Ein er sú veiðiá sem undirritaðan
hefur oft langað til að veiða í og það
er Kjarrá. Kjarrá er efri hluti Þverár
í Borgarfirði eða Stóru-Þverár, eins
og áin var oft nefhd í heild, og sam-
anstendur af Þverá, Litlu-Þverá,
Ömólfsdalsá og Kjarrá. Vatnasvæði
þetta er óumdeilanlega lengsta lax-
veiðisvæði íslands, eða rúmir 80 km,
og jafhframt með þeim langfengsæl-
ustu. Ósk sína fékk undirritaður
uppfyllta í vikunni og þar setti hann
í sinn stærsta lax frá upphafi en
hann vafði sig utan um stein og
sleit. Það var margt sem sat eftir f
huga mínum eftir þennan veiðitúr,
fallegt landslag, góðir veiðistaðir,
snjókoma og ófærir vegir. Já, við
vorum að tala um snjókomu og hún
var svo sannarlega til staðar; það
varð grátt niður í miðjar hlíðar.
Það er sunnudagsmorgunn og eng-
in hreyfing við veiðihúsið við
Víghól, klukkan er að verða níu og
það er snjókoma. Veiðimaður sting-
ur hausnum út um dyragættina og
fússar, hann fer inn og leggur sig
aftur. Annar vaknar skömmu seinna
og lítur líka út; hann fussar ekki því
hann ætlar út til að veiða þó hann
fái litlar undirtektir hjá þeim þriðja
sem nýlega er vaknaður. Veiðimaður
fer að tygja sig og klæðir sig vel,
hann tekur kaststöngina og gengur
Hörkutolið Kristján Snæbjörnsson i
snjókomunni með tvo fyrstu laxana.
DV-myndir G.Bender
Veiðivon
Gunnar Bender
út í snjókomuna til veiða. Fleiri eru
vaknaðir og þeir fussa ennþá meira
og í kór; veiðimaðurinn hverfur sýn-
um. Þeir sötra í sig kaffi og ræða
málin. Einn veiðimanna, sem inn er
kominn, er þeirrar skoðunar að lík-
lega fái veiðimaðurinn úti fisk, hinir
draga það stórlega í efa. Áfram líður
tíminn og allt í einu sést móta fyrir
einhverju í kófinu, veiðimaðurinn
er kominn og ekki allslaus, hann
heldur á tveimur fallegum löxum.
Allir spretta upp og út í kófið, tveir
9 punda fiskar og báðir nýkomnir í
ána; menn eru hættir að fussa og
tala hver í kapp við annan. Veiði-
maðurinn stoppar stutt við, hann
ætlar að veiða fleiri fiska. Hann
heldur út aftur og menn ræða málin
í hóp. Kannski væri best að fara út
og reyna, segir einn í hópnum, hann
fær litlar undirtektir. Skömmu
seinna sést aftur hreyfing í kófinu
og veiðimaðurinn er kominn með
þriðja laxinn og þessi er ekki síðri.
Allt í einu kemur hreyfing á hópinn,
allar vöðlur og veiðistangir eru á
lofti, allir vilja út í hríðarkófið, imii
í veiðihúsi fá memi ekki laxa.
Aflaklóin er sest inn og horfir á eft-
ir hópnum hverfa til veiða. Hánn
situr eftir og brosir, hann hefur kom-
ið hreyfingu á hópinn. Þó veður
væri nú ekki upp á marga fiska var
veiðin það.
G.Bender
Átök viö lax; Kristján Snæbjömsson hleypur í land með lax sem Snæbjöm
Kristjánsson haföi veitt.
Þaö er víöa fallegt við Kjarrá og þessi mynd er tekin viö Gljúfragöng. Þar
lágu 11 laxar en vom með eindæmum tregir að taka.