Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 10
10
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Fátækt, hungur og örvinglan
Að tjaldabaki í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó
Haukar Lárus Hauteson, DV, Kaupmannah.
Nú er spennan í heimsmeistara-
keppninni í Mexíkó að ná hámarki
og sjónvarpsáhorfendur um heim
allan eyða meiri tíma fyrir fram sjón-
varpsskerminn en nokkru sinni
áður.
Á bak við keppnishaldið eru sem
áður miklir peningahagsmunir enda
áhorfendur fleiri og fjölbreyttari en
áður.
Auglýsendur hafa lagt milljarða í
heimsmeistarakeppnina og sala sýn-
ingarréttinda á leikjum hefur gefið
alþjóða knattspymusambandinu
svimandi upphæðir.
Raunveruleikinn að baki
glansmyndinni
En í miðju hringiðunnar er Mex-
íkó, það ríki Rómönsku Ameríku þar
sem fátækt, vannæring og mannleg
eymd er einna mest.
Yfirvöld í Mexíkó hafa notað
keppnina til að hressa upp á ímynd
sína erlendis .
Blaðamönnum hvaðanæva er boð-
ið upp á starfsaðstöðu á glæstum
hótelum þar sem margar hæðir em
útbúnar nýjustu tölvutækni. Leik-
menn allra keppnisliðanna slappa
svo af við sundlaugar glæsihótel-
anna og þangað sækja Ijósmyndarar
fjölmiðlanna.
Sjónvarpsáhorfendur um allan
heim fá þannig ákveðna mynd af
Mexíkó.
Sendingar af leikjum keppninnar
trufluðust mikið í upphafi og hótaði
þá alþjóða knattspymusambandið
að loka á keppnina ef ekki yrði snav-
lega úr bætt.
Á bak við glansandi framhlið
keppninnar var eitthvað sem ekki
þótti eðlilegt og þótti sumum blaða-
mönnum erlendum nærtækt að
kanna frekar þá hlið Mexíkó sem
ekki var í sviðsljósinu, kannski
raunverulegt andlit landsins.
Fólkið býr á öskuhaugum
Þannig segir danskur blaðamaður
frá ferð sinni um eitt ömurlegasta
fátækrahverfi Mexíkóborgar, Tep-
ító.
í nýbyggðri fjölmiðlastöð, ef kost-
að hafði yfir 125 milljónir íslenskra
Velgengni heimaiiðsins hefur gefið hinum almenna íbúa í Mexíkó örlifið tækifæri til að gleyma brauðstritinu og
voveiflegu efnahagsástandi.
króna, stóð dökkeygð og fogur leið-
sögukona og svaraði spumingum
blaðamanna.
Aðspurð um Tepító setti hún fing-
úrinn að gagnauganu og sagði
mönnum að hálda sig þaðan ef þeim
væri annt um líf sitt.
Tepítóhverfið er eitt hrikalegasta
hverfi Mexíkóborgar. Þar eru þeir
fátækustu fátækari en nokkur ís-
lendingur getur ímyndað sér.
Þar hefúr tugþúsundum Mexíkana
um verið hrúgað upp á ruslahaugum
eftir jarðskjálftrna miklu í septemb-
er síðastliðnum. Hið grátlega við
aðbúnað _þeirra er að fyrrverandi
heimili þeirra vom litlu skárri þeim
núverandi.
í Tepítóhverfinu endurspeglast
þær miklu andstæður á milli glæsi-
legrar opnunarhátíðar heimsmeist-
arakeppninnar og þess umstangs er
henni fylgir og hin daglega örbirgð
milljóna er nú eiga við að etja áður
óþekkta efnahagsörðugleika í sög-
unni.
Nokkrum klukkutímum eftir opn-
unarleik keppninnar ákvað fyrr-
greindur blaðamaður að heimsækja
Tepító, þrátt fyrir viðvaranir leið-
sögukonunnar.
Þrátt fyrir þúsundir rána og h'k-
amsmeiðinga í Mexíkóborg á degi
hverjum náði blaðamaðurinn í einn
hinna ólöglegu leigubíla borgarinn-
ar og byrjaði á því að stinga
nokkrum brakandi dollaraseðlum að
leigubifreiðarstjóranum. Tungumál
er allir skilja.
Hverfi óttans
Hann viðurkenndi að sett hefði að
sér ugg og öryggisleysi því fjær sem
dró öryggi hótelherbergisins og fé-
laganna á hótelinu.
Á leiðinni bar skúra í hrikalegu
ástandi fyrir augu er ekki líktust
heimili nokkurrar lifandi mannvem.
Hverfi óttans nálgaðist þar sem
hungur og fátækt hefúr rekið aum-
ingja fólkið út í hreina örvilnan.
Honum var enn hugsað til glans-
myndarinnar sem blasti við blaða-
mönnum og skulda Mexíkó upp á
4500 milljarða króna.
Skuld landsins vex á degi hveijum.
íbúafjöldinn er um 80 milljónir og
þar af búa um 20 milljónir í og við
sjálfa Mexíkóborg.
Enginn veit um nákvæma íbúatölu
borgarinnar.
Þangað streyma þúsundir fátækra
bænda á degi hveijum. Mengunin
frá bílum, verksmiðjum og milljón-
um sorpelda virðist ekki geta haldið
hinum fátæku heima í sveitinni.
Þeir leita stöðugt inn til borgarinnar
í von um betri daga.
Sjaldan sést til sólar vegna meng-
unarinnar er liggur eins og lok yfir
borginni og þar eru tækifærin ekki
á hveiju götuhomi fyrir fátækt
sveitafólk.
Hræðileg upplifun
„Tepido sir,“ sagði leigubílstjórinn
Ioks og benti á það versta fátækra-
hverfi er augu blaðamannsins höfðu
nokkm sinni litið. Hann átti vart
orð til að lýsa ömurleikanum.
Blikkskúrar með gömlum strigapok-
um fyrir gluggum og dyrum. Gömul
útslitin tjöld, spýtuklambur með
blikkplötum fyrir þak. Þetta var það
sem aumingja fólkið kallaði að eiga
þak yfir höfúðið. Þvílíkt og annað
eins.
Leigubílstjórinn stöðvaði bíl sinn
og hann var fljótt umkringdur
hræðilega vannærðum bömum sem
hreinasta pína var að horfa á. Blaða-
manninn langaði helst í burtu hið
snarasta. Hann hafði einungis reikn-
að með ökuferð um hverfið. En það
fór svo að hann steig út úr bílnum
þrátt fyrir óttann.
Heimilið minnti á mykjuhaug
Hann var ekki sérlega hreykinn
af sjálfúm sér. Hvergi sást í hníf eða
byssu en engu að síður jókst hræðsl-
an stöðugt. Hann heilsaði um þrít-
ugum Mexíkana sem hét Enriguez
og dró hann að húsi sínu. „Fáa metra
frá húsinu ætlaði ægilegur fnykur
að kæfa mig og það gat ég skilið er
inn var komið. Útlitið innan dyra
minnti mig einna helst á mykjuhaug
eða eitthvað þaðan af verra. Faðir,
móðir og fimm böm höfðu ekki
meira pláss en sem nam 15 fermetr-
um. Konan var lasin og lá á götóttu
teppi á moldargólfinu. Mér varð
fljótt hugsað til minna 180 fermetra
heima í Danmörku sem við deildum
þrjú saman. Mér var næst að lofa
því að vera aldrei óánægður með
neitt meira. Bilið á milli minna 180
fermetra og þeirra 15 var meira en
bilið milli hinnar litlu Danmerkur
og hinnar risastóm Mexíkó.
Hve lengi varir ástandið?
Trékumbaldi þessarar fjölskyldu,
sem var heimili þeirra áður, hrundi
í jarðskjálftanum og þetta kom í
staðinn. Enginn veit hversu lengi
þetta ömurlega ástand mun vara.“
Við brottfór sína gaf blaðamaður-
inn fjölskyldunni 30 dollara sem
samsvöruðu heilum mánaðarlaun-
um. Húsbóndanum vöknaði um
augu, og lofaði og prísaði „Dinam-
arca“. Leigubflstjórinn sá hversu illa
blaðamanninum leið eftir þessa lífs-
reynslu og sagði. „Þau lifðu af, það
voru svo margir sem fórust í jarð-
skjálftanum." Heppin eða hvað? Það
lætur hann aðra um að dæma. Svar
hans var ákveðið, en hann hélt því
fyrir sig sjálfan.
Háleitar spumingar um rétt og
rangt voru nánast hjákátlegar í öllu
vonleysinu. Það var vafamál hvort
maður slyppi í heilu lagi andlega
eftir heimsókn sem bessa.
í grennd við glæsta íþróttavellina liggja tugir ferkílómetra óhrjálegra fátækrahverfa þar sem eymd, vesæld og vonleysi ræður ríkjum