Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 19 Menning___________Menning__________Menning Menning Ekki segi ég að sýningin „Reykja- vík i myndlist" sé versta listsýning sem haldin hefur verið að Kjarvals- stöðum. En hún er með þeim verri, svo mikið er víst. Enda varla nema von þegar farið er af stað ón nauðsynlegrar fyrir- hyggju. I auglýsingu var öllum starfandi listamönnum boðið að senda inn „Reykjavíkurmyndir", ón Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson frekari forskriftar eða skýringar ó því hvað ótt væri við. Þannig var listamönnum í lófa lagið að senda inn eldrauðar afstraktmyndir undir nafninu „Sólarlag við Ástarbraut" eða eitthvað í þó veru. Sem þeir og gerðu, eins og sýningin er til vitnis um. Sá vitnisburður bendir einnig til þess að þegar til kastanna kom hafi dómnefndin ekki heldur gert upp við sig hvers konar sýningu hún vildi setja saman. Því vita áhorfendur ekki heldur hvers konar sýningu þeir eru að horfa á. Öllu ægir saman Þama ægir sem sagt öllu saman, myndum af gömlum húsum (Ágúst Petersen, Ámi Elfar, Einar Gari- baldi, Ingveldur Gísladóttir, Jón Ágústsson, Tryggvi Ámason, Öm Þór), myndir af náttúm umhverfis höfúðborgina (Elín Magnúsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Jóhannes Geir, Jömndur Pálsson, Kristín Þor- kelsdóttir o.fl.), einhvers konar atvinnulífsmyndir, sem tengjast Reykjavík misjafhlega vel (Eggert Magnússon, Sigurður Þórir Sigurðs- Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:....91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK:.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:. 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI:.......97-8303 interRerrt í reiðileysi son), og loks er þama fjöldi verka sem em afskaplega laustengd við Reykjavík, svo ekki sé meira sagt, t.d. „Hús málara" eftir Daða Guð- bjömsson, fólksmyndir eftir Einar Hákonarson, ljóðrænt konseptverk eftir Gylfa Gíslason, heilmikið skúlptúrferlíki eftir Helga Gíslason, „borgarendur“ eftir Margréti Jóns- dóttur, andlit eftir Sigrúnu Gísla- dóttur og rekaviðarskúlptúrar eftir Sæmund Valdimarsson. Er þá ýmis- legt sérkennilegt enn ótalið. Slagsíða í þessu kraðaki öllu leynast að vísu nokkur ágæt verk, sjá til dæm- is dimmóskul'egar landslagsmyndir Elínar Magnúsdóttur, hressilega málaðar tjaldamyndir Erlu B. Axels- dóttur og nokkurra ára gömul málverk Jóhannesar Geirs, en um- rædd verk em þama í algjöru reiði- leysi. Vissulega var fiill ástæða til að efha til veglegrar sýningar á Reykja- víkurmyndum íslenskra listamanna á sjálfu afmælisárinu en þá hefði þurft að búa stórum betur um hnút- ana en hér hefur verið gert. Mestur fengur hefði verið í Reykjavíkursýningu með sögulegum formerkjum, þ.e. með myndum lista- manna allt frá Jóni Helgasyni biskupi til Tolla. Þar er af nógu að taka. Það verður sem sagt ansi mikil slagsíða á Kjarvalsstöðum það sem eftir lifir sumars. -ai SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. HJÚLALEGUR, DRIFLEGUR I AMERiSKAR JFPPABIFREIÐAR JEPPAEIGENDUR NOTA AÐEINS ÞAÐ BESTA - AMERÍSKT Í AMERÍSKA JEPPA Póstsendum um allt land OG PAKKDOSIR Vélsmiðja Laufbrekku 2, 200 Kóp. S-641745. Smíðum færibönd, rækjudælur, fiskþvottakör, hillurekka og borð á hjólum úr ryðfríu stáli, einnig margt fleira. Smíðum einnig handrið á svalir og stiga. Það er opið hjá okkur mánudag - föstudags frá 8-12 og 13-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.