Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 9 UtlöncJ Utlönd Utlönd Utlönd Vændi til vandræða í Kína Kínversk stjómvöld hafa nú boðað mjög hertar aðgerðir til að stemma stigu við vændi sem hefur aukist í Kína á undanfornum árum þrátt fyrir að slíkt sé með öllu bannað í alþýðu- lýðveldinu. „Vændi er andfélagslegt og því ætti að útrýmasagði Ruan Chongwu, ráðherra öryggismála, á fundi með fréttamönnum nýverið. Hann sagði að þessi ósómi hefði aft- ur komið upp á yfirborðið undanfarin ár vegna mikillar fjölgunar fólks í stórborgum og aukins frjálsræðis í samskiptum Kínveija og útlendinga. Ruan sagði að mjög strangt væri tekið á melludólgum og vændiskonur væm settar í endurhæfingu. Hann vildi ekki segja hve margar vændis- konur hefðu verið handteknar. Vændi var bannað með lögum árið 1949 er kommúnistar komust til valda í Kína en hefur alltaf verið til staðar í stærri borgum. Vestrænir menn, sem komið hafa til Kína, segja að leigubil- stjórar og starfcfólk á hótelum hafi boðið þeim þjónustu vændiskvenna. Þar til í september á síðasta ári, er íhaldssamur meðlimur stjómmálaráðs kínverska kommúnistaflokksins hélt harðorða ræðu um vændi og klám á fundi í stjómmálaráðinu, mátti ekki minnast á vændisvandamálið opin- berlega. Rykaðir ökumenn í Austur-Þýskalandi Heimsmeistarakeppnin i knatt- spyrnu, sem nú fer fram í Mexíkó, hefur valdið mikilli aukningu á ölvun við akstur í Austur-Þýskalandi, að því er lögregla þar í landi segir. Hefur umferðarslysum einnig fjölgað mikið. Síðan keppnin í Mexikó hófet hefur drukknum ökumönnum fjölgað um 7% frá þvi sem venjulegt er. Austur-Þjóðverjum mistókst að komast í úrslitakeppnina í Mexíkó en milljónir manna horfa samt sem áður á beinar útsendingar leikja þaðan og þær standa yfirleitt fram á rauðanótt. í dagblaðinu Berliner Zeitung var sagt frá ökumanni einum sem hafði drukkið sex flöskur af bjór og tvo snapsa áður en hann fór að sofa en það var nægilegt til þess að of mikið áfengi mældist í blóði hans daginn eftir þegar hann var stöðvaður af lög- reglu. „Það er greinilegt að margir öku- menn átta sig ekki alveg á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir núna meðan á heimsmeistarakeppninni stendur. Það er eina skýringin á þessum aukna ölvunarakstri á morgnana'," hafði blaðið eftir lögreglumanni einum. Falklandseyjastríð í Mexíkó Enskir knattspyrnuaðdáendur réð- ust i gærkvöldi með grjótkasti og flöskukasti að Argentínumönnum sem fógnuðu sigri landsliðs síns gegn Eng- lendingum fyrr um daginn. Ur varð stuttur götubardagi sem lögreglan leysti upp með áhlaupi. Engin alvarleg meiðsli urðu á mönnum. Gera þurfti að smávægilegum sárum nokkurra úr báðum hópum og um tíu manns hlutu aðeins alvarlegri sár, að sögn lögreglu. Átökin byrjuðu þegar um 75 Argent- ínumenn voru að yfirgefa Azteka- leikvanginn, þar sem leikurinn fór fram, dansandi við hljómfall mikillar trommu. 15-20 manna hópur Englendinga, sem hafði falið sig undir brú, réðst skyndilega að Argentínumönnunum sem margir voru í stuttermabolum með áletruninni „Falklandseyjar eru argentínskar". Argentínumennimir rúlluðu upp fánum sínum og notuðu stangimar sem barefli. Eltu þeir síðan Englend- ingana, sem vom miklu færri, með barefli sín á lofti. Loks kom um 300 manna lögreglulið til hjálpar Englendingum sem áttu orðið mjög í vök að verjast. Ómissandi neðan iarðarhagkerfi Perú: Asakanir stjóm arandstöðu um fjöldamorð Syrgjandi fjölskyldur biðu fyrir utan Lurigancho fangelsið í Lima þar sem ríkisstjómin hefur fyrir- skipað rarmsókn á atburðum þeim er urðu 124 vinstrisinnuðum skæmliðum, er þar sátu inni, að bana. Grátandi konur hrópuðu nöfn manna sinna og annarra ættingja sem féllu í átökum við hermenn á fimmtudaginn. Talsmenn hersins segja að a.m.k. 156 fangar hafi beðið bana í átök- unum í Lurigancho og E1 Fronton fangelsunum. Óopinberar tölur benda til þess að mannfall sé nær því að vera 300 manns. Ríkisstjómin hefur ásakað sam- tök maóista um að hafa komið átökunum af stað til að sverta stjómina meðan á heimsþingi sós- íalista og jafhaðarmanna stendur, en það fer nú fram í Lima. Leiðtogi stjómarandstöðunnar í Perú hefur ásakað herinn um að hafa myrt 60 fanga í Lurigancho fangelsinu eftir að þeir höfðu gefist upp fyrir hermönnum. Aðstandendur fanga, fyrir utan Lurigancho fangelsið, i óvissu um afdrif ættingja sinna. cÆadtmtia * hárgreidslu- Skipholti 21 — Sími 25380 og snyrtistofa fótaaðgerðir andlitsböð handsnyrting húðhreinsun klipping permanent strípur litanir o.fl. Opið mánud. — föstud. kl. 13 - 19 Neðanjarðarhagkerfi í Evrópu blómstrar þrátt fyrir spár sérfræðinga um að það myndi að engu verða er kreppa áttunda áratugarins væri yfir- staðin og viðskiptalíf næði sér aftur á strik. Tímaritið Newsweek segir í skýrslu, sem birt var í dag, að hið svonefhda svarta hagkerfi stæði fyrir um það bil 10% af heildarþjóðarframleiðslu í Ev- rópu. Á Ítalíu, sem hefur stærsta neðan- jarðarhagkerfi í Vestur-Evrópu, em meira en þrjár milljónir manna tengd- ar neðanjarðarhagkerfinu og það stendur fyrir um 20% af þjóðarfram- leiðslu, segir í skýrslunni. í Bretlandi er þetta hlutfall 6-8% og í Vestur-Þýskalandi er það 8-12%. Ástandið er þó miklu verra austan tjalds. í Ungveijalandi vinna 70% manna, að minnsta kosti að hluta til, fyrir utan hið löglega hagkerfi. Tímaritið segir að ríkisstjómir og verkalýðsfélög séu í öngum sínum að reyna að ná tökum á svarta hagkerf- inu og margir viðurkenni jafhvel mikilvægi þess. Frá Vestur-Þýskalandi berast þær fregnir að ráðuneyti eitt hafi á síðasta ári ráðið byggingafyrirtæki sem síðan réð ólöglegan undirverktaka til að byggja við húsnæði ráðuneytisins. BODDIHLUTIR - DRIFLIÐIR - VATNSKASSAR - Mikið úrvai boddívarahluta, bæði til viðgerða eftir árekstur og til ryðbætinga. - Komplett vatnskassar í flestar gerðir bila. - Drifliðir, bæði lausir liðir og komplett öxlar í marg- ar gerðir bíla. - Aðalljós, stefnuljós og fl. í nokkrar gerðir bíla. Póstsendum. S/F DL0JLAI1 JDl SKEIFUNNI 5-108 REYKJAVÍK (91) 33510- 688510.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.