Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 13 Neytendur__________Neytendur__________Neytendur__________Neytendur Fagna samstaifi við verkalýðshreyfinguna erindi um verð og vörukannanir. Á ráðstefnunni var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Formannaráðstefna Neytendasam- takanna, haldin 14. júní 1986, fagnar þeirri auknu samvinnu sem tekist hef- ur milli Neytendasamtakanna og neytendafélaga annars vegar og verkalýðshreyfingarinnar hins vegar í kjölfar aukinnar verðgæslu þessara aðila. Það er ljóst að stefhumál þessara samtaka fara í flestum atriðum saman. Ráðstefnan hvetur til þess að sam- starfið verði enn aukið til hagsbóta fyrir neytendur". Samstarfið milli Neytendasamta- kanna og verkalýðshreyfingarinnar er fólgið í því að ráðinn var sérstakur starfsmaður sem sér um verðkannanir á vegum þessara aðila. Nú þegar hafa verið birtar í fjölmiðlum kannanir sem starfsmaðurinn hefur gert bæði á vöruverði o.fl., t.d. þjónustu bama- heimila og leikskóla á höfuðborgar- svæðinu. -A.BJ. Nýlega var haldin í Reykjavík for- mannaráðstefna Neytendasamta- kanna. Sátu hana fulltrúar neytenda- félaga víðs vegar að af landinu. Fjallað var um starf neytendafélaganna og þá samvinnu sem komið hefur verið á við verkalýðshreyfínguna. Jón Magnús- son lögmaður og fyrrum formaður samtakanna flutti erindi um réttindi neytenda og skort á löggjöf á sviði neytendamála. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna flutti Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna ávarpar I Lauflétt en öflug garð- sláttuvél. Útsölustaðir um allt land FRÁBÆRT VERÐ 10.520 rsteinsson &|onnsonhf. ÁRMÚLA 1 - SÍMI68-55-33 Á hvaða tímum neytir þúfæðunnar? Sífellt dynja á okkur meg- runar- og hollusturáð. Þetta megum við borða en ekki hitt o.s.frv. Við virðum heilræðin oft fyrir okkur með athygli og tök- um þau kannski til greina í einhvem tíma. En í allri þessari umræðu, sem á sér stað um hollt mataræði og heilbrigt lífemi, gleymist að athuga hvenær sé heppilegast að borða sérstakar fæðutegundir því það er alls ekki sama á hvaða tíma dags við neyt- um fæðunnar. Til þess að léttast verðum við að vinna með meltingarstarfsem- inni en ekki á móti. Það gerum við með því að spá í á hvaða tím- um viss fæða er auðmeltanlegust. Hægt er að skipta meltingar- starfseminni í þijú tímabil. Fyrsta tímabilið varir frá klukk- an fjögur að morgni til hádegis. Þetta er sá tími er þú ættir helst að léttast. Ferskir ávextir em ákjósanlegasta fæðan á þessu tímabili þar eð þeir em mjög auðmeltanlegir. Önnur fæða get- ur hindrað eðlilega meltingar- starfsemi sem hefúr einungis í för með sér aukna þyngd. Annað tímabilið varir frá hádegi til átta að kvöldi. Á þessu tímabili borð- ar þú líklega mest. Loks er tímabilið frá átta að kvöldi til fjögur að morgni, þá vinnur lík- aminn úr þeirri næringu er hann hefur fengið. Heilræði Borðaðu melónu fyrst allra ávaxta ætlir þú að neyta nokk- urra tegunda. Þeim brennir líkaminn mjög fljótt. - Fáið ykk- ur alltaf ávexti er þið borðið á milli mála. Einnig er best að borða ávexti er maginn er hálf- tómur. Bananar em mjög heppi- legir í þessum tilgangi. - Hnetur em einnig ágætis hugmynd sem snarl á milli mála. - Viljirðu neyta prótínríkrar eða annarrar þungrar fæðu borðaðu hana þá helst að kveldi eða er þú hefirr tíma til að hvíla þig, því er þú hefúr neytt þungrar faeðu þreyt- istu gjaman. Líkaminn notar svo mikla orku við að melta og brenna þess konar fæðu að það tekur nokkra stund að jafiia sig á eftir. -RóG. gNNM*> BUCKÖDECKER KANTSKERANUM Verð frá 3.697,- Útsölustaðir um allt land. irsteinsson &jonnsonhf. ÁRMÚLA1 -SÍMI68-55-33 HELENA LOKSINS! Það er búið að opna verslunina. LADY OF PARIS Laugavegi 84 (2. hœö) - Sími 1 28 58 m FYRIR PEN KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ myndirnarjéJp^ SAM- DÆGURS ® FALLEGUJ ..... ALBUMI M ' r ÁN J AUKA- GJALDS. I iimtm LJOSMYNDAh JONUSTAN HF Laugavegi 178 ■ R /kjavik • Simi 685811 »mm i»iTHiiiiJUtimium trry 1 YTFTQ-1} i*”* "Y""v euxhi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.