Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNl 1986.
31
.vígbúnaðarkapphlaupið er í raun og veru efnahagsstríð.
Fríðarhreyfing
manngildissinna
Þetta er opið bréf til íslensku ríkis-
stjómarinnar frá Friðarhreyfingu
manngildissinna á Islandi.
Tilefrd þessa bréfs er fréttatilkynn-
ing frá utanríkisráðuneytinu sem
birtist í Morgunblaðinu 16. maí sl.,
undir heitinu „Efriavopn ekki leyfð
á íslandi".
Gjaman er talað um að við lifum
í lýðræðislegu upplýsingaþjóðfélagi
en er það nóg að fá upplýsingamar
þegar búið er að taka ákvarðanim-
ar, eins og svo oft vill brenna við?
Þarf ekki að upplýsa fólk áður og
gera mögulegt fyrir þjóðina að vera
með í ákvarðanatöku ef hægt á að
vera að tala um lýðræði en ekki al-
ræði, forræði eða jaíhvel einræði?
Endurskoðum hlutleysið
Friðarhreyfing manngildissinna
sættir sig ekki við mótsagnakennda
hlutleysisyfirlýsingu íslensku ríkis-
stjómarinnar. Feitletrað stóð undir
nefhdri fyrirsögn:
„íslensk stjómvöld hyggj-
ast ekki leyfa efiiavopn á
íslensku yfirráðasvæði og
leggja höfuðáherslu á að
gerðir verði samningar um
algjört bann við framleiðslu
og notkun efnavopna og út-
rýmingu fyrirliggjandi birgða
slíkra vopna.
Vegna sérstöðu sinnar inn-
an Atlantshaísbandalagsins
sem herlauss ríkis hefur ís-
land ekki tekið þátt í meðferð
þessa máls þar og tekur ekki
afetöðu til þess hvað önnur
ríki bandalagsins telja sér
nauðsynlegt að gera öryggis
sins vegna, m.a. til mótvægis
við miklar birgðir Sovétríkj-
anna af efhavopnum sem þau
hafa ekki verið fáanleg til að
minnka eða eyða, segir í
fréttatilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins." (Mbl. 16. maí
1986.)
Við í Friðarhreyfingu manngildis-
sinna teljum það sjálfsögð mann-
réttindi að upplýsa þjóðina um
jafhalvarlegt mál. Áður en hlutleys-
Kjallarinn
Sigrún
Þorsteinsdóttir
í Friðarhreyfingu
manngildissinna
isákvarðanir em teknar fyrir þjóð-
ina þyrfti opnar umræður þar sem
allir sem telja sig hafa eitthvað til
málanna að leggja gætu komið skoð-
unum sínum fram, sérstaklega í
sjónvarpi, þvi það er langsterkasti
fjölmiðillinn.
Friðarhreyfing manngildissinna
skorar á íslensku ríkisstjómina að
endurskoða hlutleysisafstöðu sína
og hætta að gefa þvílíkar yfirlýsing-
ar að þjóðinni forspurðri.
Hlutleysi er ekki til. Með því að
taka ekki afstöðu styðjum við ríkj-
andi ástand. Það er mál til komið
að við íslendingar gerum það upp
við okkur hvemig við viljum koma
fram sem þjóð á alþjóðavettvangi.
Viljum við vera eins og ábyrgðar-
lausir hugleysingjar, reiðubúnir til
að selja samvisku okkar fyrir lítið
þegar svo ber undir, eða viljum við
koma fram sem sjálfstæð og heil-
steypt þjóð, þjóð sem gæfi sterkt
fordæmi á alþjóðavettvangi í við-
kvæmum málum eins og hemaðar-
mál em? I svona máli er þjóðarat-
kvæðagreiðsla sjólfsagður hlutur.
Friðarhreyfing manngildissinna
vekur athygli á að vigbúnaðarkapp-
hlaupið er í raun og vera efnahags-
stríð. Á meðan efhahagur þjóða er
byggður að hluta á hergagnafram-
leiðslu eða þjónustu, tengdri hemaði
mun það sífellt valda meiri her-
gagnaframleiðslu. Aukin hergagna-
framleiðsla leiðir óvallt til ófriðar
því það verður að skapa markað fyr-
ir allt það sem framleitt er.
Friðarhreyfing manngildissinna
skorar á áðra friðarhópa á Islamdi
að taka undir þetta og sýna meiri
virkni og samstarf.
Friðarhreyfing manngildissinna er
deild innan Flokks mannsins og var
undirbúningsstofhfundur hreyfing-
arinnar haldinn fyrr á þessu ári.
Starf hreyfingarinnar er grandvall-
að á eftirtöldum þrem staðhæfing-
um:
1. Á meðan manngildisstefnan
er ekki ráðandi afl í heiminum
verður ofbeldið ríkjandi.
2. Friðarbarátta, sem er slitin úr
samhengi við ofbeldisfulla
þjóðfélagsuppbyggingu, kem-
ur aldrei tU með að skila
árangri.
3. Efnahagslegur raunveruleiki
þjóðfélagsins, sem byggist ó
hergagnaframleiðslu, mun sí-
fellt stuðla að hervæöingu og
stríðum.
Sigrún Þorsteinsdóttir.
„Á meðan efnahagur þjóða er byggður að
hluta á hergagnaframleiðslu eða þjónustu
tengdri hemaði mun það sífellt valda meiri
hergagnaframleiðslu.“
Orðsending til meðlagsgreiðenda
um innheimtu vanskilavaxta
Skv. lögum nr. 41/1986 ber að innheimta meðlags-
skuldir eldri en eins mánaðar með dráttarvöxtum.
Dráttarvextir, 2,25% á mánuði, verða fyrst reiknaðir
1. júlí nk.
Góðfúslega gerið skil fyrir þann tíma og komist hjá
greiðslu dráttarvaxta.
Innheimtustofnun sveitarfélaga.
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1986, hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí.
20. júní 1986.
Fjármálaráðuneytið.
-------------f-----------------
SCHWARZKOPF
Kaupmenn, hársnyrtistofur,
innkaupastjórar.
Lokað vegna sumarleyfa
frá 5. júlí til 5. ágúst.
Heildverslun Péturs Péturssonar hf.r
Suðurgötu 14, simar 21020 og 25101.
ASEA OYLIIVIDA
Þvottavélar og þurrkarar
...eins og hlutirnir gerast bestir:
Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET,
textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu
einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð
og rekstrarhagkvæmni.
ASEA CYLINDA tauþurrkari ASEA CYLINDA þvottavélar
Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en Þvo best, skola best, vinda best, fara best
þú getur líka stillt á tíma.
114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin-
um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri
tromlu til að þurrka í en til að þvo í.
Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi.
Mikið tromlurými og kröftugt útsog í
stað innblásturs stytta þurrktíma, spara
rafmagn og leyfa allt að 8m barka.
Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar
ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur
losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu.
Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk.
Sparar tíma, snúrupláss og strauningu.
Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ
fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara.
Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél-
inni.
með tauið, nota minnst rafmagn.
Vottorð upp á það.
Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum
við þér að skyggnast undir glæsilegt
yfirborðið, því þar er ekki síður að finna
muninn sem máli skiptir: trausta og
stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum
í stað gormaupphengju, ekta sænskt
ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á
35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í
stað sandpoka eða brothætts steins o.fl.
Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu-
vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga,
grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar-
og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð-
arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í
1100 snúninga.