Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Ken Kercheval sá hinn sami og leikur hinn þrautseiga Cliff Barnes í Dall- as-þáttunum ógnarvinsælu, gekk fyrir skömmu í það heil- aga. Hin heppna heitir Ava Fox og hafa þau búið saman í mörg ár. Brúðkaup þeirra fór fram með mikilli leynd og það var ekki fyrr en i samkvæmi sama dag, sem haldið var á vegum framleiðanda Dallas- seríunnar, að þau tilkynntu um þennan löggerning sinn. Þegar undruninni og ham- ingjuóskaflóðinu linnti buðu þau öllum í giftingarveislu í hús sitt í Hollywood Hills. Var þar glatt á hjalla langt fram eftir nóttu. John McEnroe tennisstjarnan skapheita, hef- urað undanförnu sýnttilburði í þá átt að láta gamlan draum sinn rætast. McEnroe hefur lengi langað að reyna fyrir sér sem rokksöngvari og nú hefur hann verið í óða önn við að læra á gítar. Tennisstjarnan hefur heldur ekki haft kennara af verri endanum, Eddie van Halen hefur verið með McEn- roe í einkatímum og fer kennslan fram á heimili McEnroes.l Sá hængur var þó á að kennslustundirnar voru svo háværar að nágrannarnir gerðu með sér bandalag og fengu tennisstjörnuna til að lækka I tækjunum. Hugsa nábúar McEnroe's nú með hryllingi til þess ef hann gerir alvöru úr rokkaradraumi sín- um. Jóakim Danaprins sem er sá yngri af prinsunum, varð 17 ára laugardaginn 7. júní. Lítið var um dýrðir í Dan- mörku af því tilefni enda hann ekki jafnmikið í sviðsljósinu og krónprinsinn, bróðir hans. Hann er þó á förum til Ástral- íu I því skyni að læra um landbúnað. Mun prinsinn dvelja hinum megin á hnettin- um næstu 6 mánuði og koma heim reynslunni ríkari og von- andi mun fróðari ef að líkum lætur. Jón Páll dró sendiferðabfl með 38 börnum Mikið var um dýrðir á eins árs af- mæli veitingastaðarins American Style og margt sér til gamans gert. Fjöldi manns var mættur til að fylgj- ast með allsérstæðu afmælismóti sem staðurinn gekkst fyrir. Keppt var í sendiferðabifreiðardrætti og reyndu 7 keppendur með sér. Þrautin var sú að draga sendiferðabifreið ákveðna vegalengd á sem skemmstum tíma. Mikið gekk á og menn spöruðu ekki átökin. Svitinn spratt fram á enni keppenda en að lokum stóðu uppi 3 kraftakarlar sem áttu eftir að keppa til úrslita. í verðlaun voru matarút- tektir fyrir 5000,3000 og 1000 kr. eftir því í hvaða sæti menn lentu. Úrslita- keppnin var jöfn og spennandi en að lokum stóð aðeins einn uppi sem sig- urvegari, sá hét Guðjón og var hinn mesti berserkur. Jón Páll Sigmars- son kraftajötunn stjórnaði drættin- um af mikilli röggsemi en þegar keppninni var lokið gat hann ekki stillt sig um að reyna líka. Var bíll- inn þá fylltur af börnum og þegar hann var fullfermdur hófst Jón Páll handa. Við ramman reip var að draga en þrátt fyrir að bíllinn væri drekk- hlaðinn náði Jón Páll að toga bílinn áfram og var þessu þrekvirki hans óspart fagnað af viðstöddum. Gullfoss og Geysir á myndbandi fyrir ferðamenn Farfuglamir eru ein fyrsta vor- koman sem við íslendingar verðum varir við á hverju ári. í kjölfar þeirra koma aðrir fuglar, ferðamenn. Ferðamannastraumurinn hingað til lands hefur stóraukist á undanföm- um árum og heldur víst áfram að aukast. En hingað koma ekki ein- göngu ferðamenn sem ætla að dvelj- ast hér í lengri eða skemmri tíma. Landið er vinsæll áningarstaður, hvort sem menn em á leið í austur eða vestur, koma með flugvél eða í skipi. Er þá yfirleitt stansað hér til að taka eldsneyti eðaná í birgðir sem kunna vera af skornum skammti. Ferðalangarnir stoppa þá hér í stutt an tíma og kynnast því litlu.af landi og þjóð nema afgreiðslufólki og verslunum. Allir vilja eiga minjagrip Rússneska skemmtiferðaskipið sem stoppaði hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.