Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
45
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
wmmm
wmMÉ
ggigl
SflS
iiip
WiÉmM
mmkmm
w5Sm>.
m§Éa&
WvÉMma
wm
Tvífari Jóns Páls?
Hann er óárennilegur þessi afkom-
andi Þorgeirsbola sem þarna hleypur
með manngreyið í eftirdragi. Mynd
þessa er að fínna í norsku blaði í
dálki sem kalla má: „Margt getur
skemmtilegt skeð“. Óneitanlega er
maður sá sem reynir að halda aftur
af bola líkur Jóni Páli. Þetta mun
þó ekki vera hinn eini sanni Jón
Páll enda mundi hann aldrei láta
eitthvert naut draga sig um víðan
völl. Sennilega er þetta þegar öllu
er á botninn hvolfit fjarskyldur ætt-
ingi kraftakarlsins enda eigum við
íslendingar víst ættir að rekja til
frænda okkar í Noregi.
Elisabet er alltaf grönn og nett.
Konungleg
megrunarráð
Á tímum megrunarkúra og líkams-
þjálfunar hafa augu Breta beinst í
síauknum mæli að drottningu sinni
og líkamlegu atgervi hennar. Allir
vilja vita galdurinn á bak við það
að hún vegur í dag jafnmikið og fyr-
ir 30 árum. Elísabet II. er nú um
sextugt, hún hefur eignast 4 börn og
hefur hvítar og beinar tennur þrátt
fyrir að hafa á hverjum degi dagskrá
sem sennilega er martröð fyrir „kal-
oríuteljara". Árangur Elísabetar
byggist á ákveðnum reglum og mikl-
um viljastyrk. Ef fólk vill prófa hinn
konunglegu megrunarráð þá er bara
að fylgja þeim eftir og sjá hvort þetta
á bara við fólk með blátt blóð í æðum.
1) Hellið aldrei sósu yfir matinn ykk-
ar. Elísabet hefur síðan í bamæsku
neytt matar síns án sósu og þ.h.
2) Borðið vel í hádeginu. T.d. kalt
kjöt og salat. Næringarríkur hádeg-
ismatur dregur úr þörfinni fyrir snarl
í eftirmiðdaginn.
3) Veldu þér ákveðin föt sem öryggis-
ventil á eigin þyngd. Ef fótin fara
að þrengja að hið minnsta þá skaltu
strax fara í megrunarkúr, sama hvað
vigtin segir.
4) Drekktu mikið af vatni yfir dag-
inn.
5) Áður en þú ferð í samkvæmi skaltu
vera búinn að ákveða nokkum veg-
inn hve mikið þú ætlar að láta ofan
í þig-
6) Þekktu veikleika þína. T.d. leyfir
Elísabet sér alltaf þann munað að fá
sér eitt stykki af uppáhaldssúkkulaði
sínu á hverjum degi.
7) Skildu ávallt smávegis eftir á disk-
inum þínum. Það er góð æfing í
sjálfsögun.
8) Borðaðu hægt og talaðu aldrei við
aðra um þyngd þína.
George Michael vill
breyta ímynd sinni
„Ég drekk alltof mikið og verð allt-
of oft dauðadmkkinn. En þannig get
ég gleymt vandamálunum. Þegar
maður er kominn í það eru vanda-
málin ekki til og allt er svo skemmti-
legt - daginn eftir eru hlutirnir
orðnir verri en nokkru sinni fyrr.“
Orð þessi mælir hinn 22 ára gamli
George Michael sem hefur í 4 ár ver-
ið annar helmingur Wham-dúettsins
geysivinsæla.
Þetta átrúnaðargoð fjölda ungl-
inga er ekki jafnglaður og áhyggju-
laus eins og mætti ætla. Hann er
þvert á móti einmana og óhamingju-
samur. Líf poppgoðsins er greinilega
ekki einungis dans á rósum og gæfan
er fallvölt. „Ég gat ekki endalaust
lifað eftir þeirri ímynd sem mér hafði
verið sköpuð," segir söngvarinn og
bætti síðan við að það hefði verið
ástæðan fyrir því að Wham er nú að
syngja sitt síðasta. „Ég vildi ekki
sífellt vera að leika hlutverk hins
sykursæta unga manns og það sagði
ég Andrew Ridgeley. Hann skildi
sjónarmið mitt og okkur var ljóst að
Wham myndi bráðum heyra til for-
tíðinni," segir Georg Michael.
Nú eiga þeir Wham-drengir aðeins
eftir að spila saman á nokkrum
kveðjutónleikum og munu þeir allir
standa yfir í 6 klukkustundir. Vin-
sældir Wham eru miklar ef marka
má þá gífurlegu aðsókn sem er í miða
á hveija einustu tónleika. „Wham
hefur verið líkast ævintýri og ég veit
vart aura minna tal. Þegar velgengn-
in hófst fyrir 4 árum vorum við
ungir, glaðir og sætir og markaður-
inn þarfnaðist einmitt þannig
hljómsveitar þá stundina," heldur
söngvarinn áfram. Hann segist nú
geta keypt það sem hann vill - nema
hamingju. Hann segist nú hata allar
þær neikvæðu hliðar sem eru á lífi
stjarna. George Michael segist ein-
ungis vilja vera hann sjálfur en ekki
bara einhver sem fólk glápir á. Hann
segist hafa ímugust á því kvenfólki
sem sífellt hlaupi á eftir stjörnunum
og gefi allt fyrir að eiga nótt með
þeim. Hann hefur ákveðið að skapa
sér nýja ímynd. Hann hefur látið lita
hárið dökkt og rakar sig ekki. Nú
er hinn sykursæti George Michael
horfinn en það verður töffarinn Ge-
orge Michael sem mun leika inn á
plötur í sumar með Arethu Franklin
og Michael Jackson. „Á tónlistar-
sviðinu hefur mér aldrei gengið betur
en persónulega hefur mér aldrei liðið
verr,“ segir söngvarinn. Honum er
ljóst að hann verður að koma stjórn
á líf sitt. Hann dreymir um að hætta
að drekka og finna sér konu sem
vill hann sem persónu en ekki sem
poppgoð. Hann er einn af vinsælli
tónlistarmönnum jarðarinnar og það
væri synd að sjá alla þá hæfileika
sem í honum búa fara í hundana.
Wham-dúettinn er að syngja sitt síð-
asta um þessar mundir.
Nú ætlar söngvarinn að breyta um
ímynd.
Robert
Redford
varð víst alveg æfur þegar
hann fékk svokallaða
„stjörnumeðhöndlun" á flug-
vellinum í Los Angeles.
Stjarnan var á leið til New
York þegar hryðjuverkaóttinn
reis sem hæst og þegar komið
var að málmleitartækinu bað
hann öryggisvörðinn um að
leita frekar í töskunni. Ástæð-
an var sú að Redford hafði
þar filmur og vildi ekki láta
gegnumlýsa töskuna af ótta
við að þær skemmdust. Vörð-
urinn leit á leikarann góð-
kunna og sagði síðan: „Þetta
er í lagi, haltu bara áfram".
Redford brást hinn reiðasti við
og sagði þetta enga leit og
heimtaði að fá að tala við yfir-
manninn á staðnum. Þegar
hann bar að var Redford enn
í vígaham og benti þeim á hve
auðveldlega hann hefði getað
smyglað byssu inn í flugvélina
og sagði að svona vinnu-
brögð gerðu það að verkum
að honum væri illa við að
fljúga. Verðirnir sögðust hafa
hleypt honum í gegn af því
þeir þekktu hann en hann
sagði það vera enga afsökun.
Redford sagði að allir ættu að
vera jafnir þegar öryggisgæsla
væri annars vegar og heimtaði
að á sér yrði leitað. Urðu menn
nú við tilmælum hans, kom
þá í Ijós að ekkert varhugavert
var að finna í fórum Redfords
og áhyggjur hans því ástæðu-
lausar!
Ólyginn
sagði...
Peter Falk
sá sem lék Columbo leynilög-
regluforingja hér á árum áður,
er farinn að leggja málaralist
fyrir sig. Þetta nýja áhugamál
hefur alveg heltekið leikarann
og teiknar hann mörg módel
á dag. Falk leggur stund á
„croquis" eða hraðteikningu
og eru öll hans módel nakið
kvenfólk. Ekki furða að hann
sé áhugasamur.