Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Stefán Baldursson leikhússtjóri í rústunum þar sem gögn um níutíu ára sögu Leikfélags Reykjavíkur urðu að engu. DV-mynd: Bj.Bj. Níutíu ára saga varð eldi að bráð - þar með 30 áia hljóðupptokur Tjón Leikfélags Reykjavíkur í eld- inum við Tjömina er óbætanlegt. Búningar, er félagið hefur viðað að sér á 90 ára ferli, brunnu að megninu til, aðeins tókst að bjarga broti af búningasafninu. „Við misstum ekki aðeins búning- ana. Seguibandssafn á annarri hæð, sem geymdi hljóðupptökur 30 ár aft- ur í tímann, brann einnig, auk leikhljóða og tónlistar sem notuð hefur verið í leiksýningum okkar,“ sagði Stefán Baldursson leikhús- stjóri. „Við erum komin í sumarfrí og þurfum því ekki að fella niður neinar sýningar en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að verða okkur úti um nýja saumastofu, skrif- stofu og geymslur fyrir leikmuni og annað áður en næsta leikár hefst 11. ágúst.“ -EIR Dularfullur jeppi: Áfullri ferð í lausu lofti Tvær konur gengu fram á jeppa í Rauðhólum í gær. Var bifreiðin föst ofan á tveimur stórum steinum þannig að hjólin náðu ekki jörðu. Gekk vélin af fullu afli í fjórða gír enda var bensíngjöfin skorðuð í botn með steinhnullungi. Allar dyr voru opnar og jeppinn mannlaus. Konumar sáu ástæðu til að láta lögregluna vita. Vinnur hún nú að rannsókn málsins. -EIR Ráðist á blaðbera Ráðist var á unga blaðburðar- stúlku á Borgarholtsbraut í Kópavogi snemma laugardags- morguns. Ungur piltur vatt sér að stúlkunni þar sem hún var við störf sín og gerði tilraun til að draga hana afsíðis í holtinu neðan við Kópavogskirkju. Stúlkunni tókst að slíta sig lausa og árásarmaður- inn hvarf á braut. Blaðburðarstúlkan hélt áfram að bera út blöð sfn og tilkynnti ekki um árásina fyrr en að því verki loknu. Máhð er i höndum Rann- sóknarlögreglunnar. -EIR Kópavogur: Mercedes á 143 km hraða Tvítugur ökumaður var gómað- ur á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrir nokkru á 143 kflómetra hraða. Ók hann Mercedes Benz-bifreið og sagðist við yfirheyrslur hafa verið á leið til Keflavikur. Vegna hins mikla hraða var fulltrúi fógeta kallaður til og svipti hann öku- manninn ökuskírteini á staðnum. -EIR I dag mæ|ir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mæíir Dagfari Þjóðhetjan Guðmundur Fljótt skipast veður í lofti. Um miðja síðustu viku þurfti Guðmundur J. Guðmundsson að fljúga heim frá útlöndum upp á líf og dauða til að bjarga mannorði sínu frá bráðum bana, mætti kófsveittur og geðs- I hrærður í sjónvarpi með snöruna um hálsinn. Verkalýðsforinginn og al- þýðubandalagsþingmaðurinn hafði þegið peninga úr sjóðum Hafskips og að minnsta kosti úr hendi Al- berts, erkióvinar alþýðunnar. Menn sáu fyrir sér pólitískan dauða Guð- mundar og fimmta herdeildin í Alþýðubandalaginu steig stríðsdans af fögnuði. Loksins var þessum ófögnuði komið fyrir kattamef. En Jakinn er ekki jaki fyrir ekki neitt. Hann sneri vöm í sókn. Hann sór og sárt við lagði að hann hefði ekki haft hugmynd um hveijir gáfu honum peningana og beitti öllum þeim töfrabrögðum sem honum eru eiginleg, lýsti hollustu sinni við verkalýðinn, áhyggjum konu sinnar, vináttu Alberts og varð saklaus í framan eins og erkiengillinn Gabrí- el. Allt voru þetta snilldartilþrif hjá Guðmundi og hafði þó hvorki neftó- bakið eða mannorðið uppi við. Og smám saman fór sveifin að snú- ast. Fyrst bárust kynstrin öll af skeytum og baráttukveðjum. Síðan kom Hallvarður rannsóknarlög- reglustjóri og gaf út sakavottorð um að Guðmundur væri valinkunnur sómamaður og síðast en ekki síst stökk Ólafur Ragnar Grímsson fram á sjónarsviðið og bjargaði málum Guðmundar endanlega í hom. Jafri- skjótt og það spurðist að Ólafur Ragnar væri á móti Guðmundi sner- ist þjóðin með Guðmundi. Guðmundur sagði um þetta leyti að hann vonaðist til að Guð vemd- aði hann fyrir vinum sínum. Það gerði Guð svo sannarlega. Hann bænheyrði Guðmund og setti Ólaf Ragnar í gang. Þá loks gat Guð- mundur skilið sauðina frá höfrunum og þá loks gat þjóðin áttað sig á því í hveiju vinskapur er fólginn. Ólafur þessi hefur nefhilega sérstakt lag á því að reynast vinum sínum raun- bestur með því að snúast gegn þeim. Þjóðin veit það eitt um Ólaf Ragnar að þegar hann hefur skoðun þá er hún ævinlega vitlaus. Og af því Ólaf- ur Ragnar vill vera góður við vini sína þá er hann á móti þeim. Þannig komu þeir Hallvarður rannsóknarlögreglustjóri, Guð og Ólafur Ragnar vini sínum, Guð- mundi J. Guðmundssyni, til þeirrar hjálpar sem Albert hafði upphaflega hugsað sér að veita Guðmundi. Nú efast ekki nokkur sála um heiðar- leika Guðmundar. Eða heilsu hans. Gott ef Hafskipsmennimir, sem nú eru aftur lausir úr gæsluvarðhald- inu, verða ekki fengnir til að safna nýjum heilsubótarstyrk fyrir Guð- mund svo hann komist með fjöl- skylduna til Flórída þegar hann verður búinn að fá fálkaorðuna frá forsetanum og mannorðið frá Hall- varði. Hallvarður hefur sumsé tekið góðfuslega að sér að rannsaka fyrir siðasakir gjöfina sem Guðmundur þáði fyrir misskilning. Þar sem rann- sóknarlögreglustjóri er fyrirfram búinn að gefa út sakleysisvottorð til Guðmundar, hins valinkunna sóma- manns, er ekki eftir neinu að bíða. Enda hefur verið ákveðið að heiðra Guðmund með margvíslegum hætti fyrir að taka við gjöfinni frá Albert fyrir misskilning. Á aðalfundi Alþýðubandalagsins fyrir helgi var samþykkt samhljóða að efna til sér- staks fundar, Guðmundarfundar, þar sem ávörp verða flutt og heillaskeyt- in lögð fram. Ekki er ólíklegt að verkalýðshreyfingin og SÁÁ muni efna til fundaherferðar í sumar, al- mennra Guðmundarfunda, þar sem hetjan verður til sýnis og býður mönnum í nefið með mannorðinu. Þetta eru ekki dónaleg málalok. Satt að segja ættu ýmsir fleiri póli- tíkusar og verkalýðsforingjar að hugsa sitt ráð upp á nýtt. Til hvers eru þeir að neita sér um gjafir og vinargreiða og lepja dauðann úr skel þegar besta ráðið til vinsælda er að taka við tvö hundruð fimm hundruð króna seðlum sem manni eru réttir yfir borðið án þess að gef- andinn vilji láta nafn síns getið? Lykillinn að velgengni Guðmund- ar er að hann kann að velja sér vini. Albert er vinur Guðmundar þegar hann þarf að forða sér til Flórída frá fátækt og örorku. Ólafur Ragnar er vinur Guðmundar þegar hann þarf að endurheimta vinsældir sínar. Og Guð er vinur Guðmundar þegar hann þarf að vernda sig fyrir öðrum vinum sínum. Og svo kemur Hall- varður með sómastimpilinn frá lögreglunni og tekur að sér þurrka burt blettina af mannorðinu. Eftir situr fimmta herdeildin í Al- þýðubandalaginu og sleikir sár sín. Hún veit ekki sitt ijúkandi ráð. Sem ekki er nema von. Hún hefur aldrei haft vit á því að þiggja peninga af Albert Guðmundssyni til að öðlast vinsældir þjóðhetjunnar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.