Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. Iþróttir lþróttir Iþróttir Iþróttir Svavar Markússon i keppni á árum áður. DV-mynd S. Minningarhlaup um Svavar Markússon - á vegum Búnaðarbankans og KR Svavar Markússon, KR, vsir um langt árabil fremsti hlaupari íslands á millivegalengdum, átti íslandsmet í 800 m, 1000 m, 1500 m og míluhlaupi og vann glæsta sigra heima og erlend- is. Eftir að hann hætti keppni var hann mjög virkur í starfi fijálsíþrótta á íslandi, stjómarmaður í FRÍ og KR. Hann lést langt um aldur fram 1976, aðeins 41 árs að aldri. Frjálsíþróttadeild KR og Búnaðar- banki íslands hafa ákveðið að efha til fyrsta minningarhlaups um Svavar Markússon næstkomandi miðvikudag, 25. júní, á ftjálsiþróttavellinum í Laug- ardalnum. Hlaupið er 1500 metrar og er 20 bestu hlaupurum íslands á vega- lengdinni boðið að taka þátt í því. Fyrirhugað er að minningarhlaupið verði árlegur viðburður. Keppt verður í fleiri greinum á mótinu á miðviku- dag, 100 m, stangarstökki, hástökki, langstökki og kringlukasti karla, 100 m grindahlaupi, 400 m hlaupi, kringl- ukasti og hástökki kvenna. Mótið hefst kl. 20. Svavar Markússon var lengi starís- maður Búnaðarbankans og þar síðast aðstoðarbankastjóri. Búnaðarbank- inn hefur gefið veglega bikara, sem keppt verður um á mótinu, og er sér- lega vandað til gripsins í minningar- hlaupinu. hsím Bættu sig í Lillehammer Þeir Guðmundur Sigurðsson og Sig- uijón Valmundsson náðu sínum besta árangri á ftjálsíþróttamóti í Lilleham- mer í Noregi 14.júní. Guðmundur hljóp 1500 m á 3:54,6 mín. og Sigurjón stökk 7,08 m í langstökki. Þeir eru meðal sex félaga UBK í Kópayogi sem eru í keppnisferð í Noregi. Á mótinu í Lille- hammer hljóp Guðrún Amardóttir, ný hlaupastjama í UBK, 200 m á 24,9 sek. og Berglind Erlendsdóttir á 25,9 sek. Á móti í Osló hljóp Guðrún loo m á 12,33 sek., Berglind 400 m á 58,6 sek., Guðmundur 1500 m á 3:56,4 mín. og Sigurjón stökk 6,90 m í langstökki. Akureyringurinn Hjörtur Gíslason, sem nú starfar sem læknir í Noregi og keppir fyrir norskt félag, keppti á mótinu. Hljóp 110 m grindahlaup á ágætum tíma, 14,83 sek. ÓU/hsím. „Þessi gömlu bein geta ennþá hlaupið - sagði Carl Lewis. Hljóp á 9,91 sek. í meðvindi „ Það var virkilega gaman hér í dag. Þessi gömlu bein geta ennþá hlaupið,“ sagði skærasta stjaman í fijálsíþróttum, Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis, eftir að hann hafði orðið bandarískur meistari í tveimur grein- um á meistaramótinu í Eugene, Oregon, á föstudag. Hann hljóp 100 m á 9,91 sek. en meðvindur var of mikill til að afrekið fai staðfestingu. Það er fjórði besti tími sem náðst hefur í heiminum í meðvindi. Lewis, sem hlaut fem gullverðlaun á ólympíuleik- unum í Los Angeles fyrir tveimur árum, er nú orðinn 24 ára. Það þykir nokkuð hár aldur hjá spretthlaupara og þess vegna talaði hann um „gömlu beinin". Kalli sigraði einnig í lang- stökki, stökk 8,67 m, en það var sama sagan þar. Meðvindur of mikill. Hann stökk aðeins íjórum sentímetrum lengra en Mike Conley, þrístökkvar- inn frægi. Mike stökk 8,63 m. Fimmti stökkvari í heimi til að stökkva yfir 28 fet (8,53), en meðvindur of mikill. Lewis náði besta stökki sínu í fjórðu tilraun, 19 mín., eftir að hann hafði sigrað í 100 m hlaupinu. Larry Myricks varð þriðji með 8,33 m. Meistari í 4. sinn Carl Lewis skráði nýjan kafla í • Carl Lewis - meistari í tveimur greinuri á föstudag. ftjálsíþróttasögu USA þegar hann sigraði í 100 m hlaupinu. I fjórða skipti sem hann verður bandarískur meistari á vegalengdinni. Það hafði engum te- kist áður- ekki einu sinni Jesse Owens. Lewis þurfti talsvert fyrir sigr- inum að hafa. Að venju var hann nokkuð aftarlega eftir viðbragðið og það var ekki fyrr en 15 metra frá marklínunni að hann náði Lee McRae. Eftirleikurinn auðveldur, Kalli var um metra á undan í mark. Lee varð annar á 10,02 sek. og Harwey Glance þriðji á 10,04 sek. Heimsmethafinn á vega- lengdinni, Calvin Smith, komst ekki i úrslitin, þar sem hann brá tvívegis of snemma við í undanúrslitum og var dæmdur úr leik. Ashford þriðja Það vakti mikla athygli að heims- methafinn og ólympíumeistarinn, Evelyn Ashford, varð aðeins í þriðja sæti í 100 m hlaupi kvenna. Úrslita- hlaupið gífurlega spennandi og nær útilokað að sjá hver kom fyrst í mark. Aðeins millímetramunur. Pam Mars- hall sigraði á 10,80 sek. Alice Brown önnur á 10,84 sek. og Ashford þriðja á 10,85 sek. Tímamir ekki löglegir vegna meðvinds. John Brenner varð meistari í kúlu- varpi, varpaði 21,09 m, eða nákvæm- lega sama og íslandsmet Hreins Halldórssonar er. Greg Tafralis varð annar með 20,89 m. Carol Cady sigraði í kringlukasti kvenna, 62,72 m, Louise Ritter í hástökki, stökk 1,93 m. Greg Foster varð meistari í 110 m grinda- hlaupinu á 13,26 sek. Vindur löglegur þá. hsfrn „Varð steinhissa þegar Ijóstvarðaðégsigraði - sagði Chariie Simpkins sem stökk 17,91 m í þristökki „Ég vissi að ég gat sigrað kappana sem hlotið hafa miklu meira umtal en ég í fjölmiðlum. Ég hef æft mjög vel en varð þó steinhissa þegar ljóst var að ég hafði sigrað - komst í fyrsta sætið í síðasta stökkinu. Mér fannst það langt en ekki það langt að það nægði til sigurs," sagði Charlie Simpk- ins, eftir að hann hafði stokkið 17,91 m og sigrað í þrístökki á bandaríska meistaramótinu í Eugene í Oregon á laugardag. Það er annað lengsta stökk í sögu þrístökksins en Simpkins fær árangur ekki skráðan sem löglegan þar sem meðvindur var of mikill. Hann átti áður fyrr heimsmetið innanhúss. Mike Conley varð annar í þrístökkinu með 17,84 m og heimsmethafinn, Willie Banks, varð að láta sér nægja þriðja sætið - stökk 17,52 metra. Heimsmet hans er 17,97 m. Meðvindur var einnig of mikill þegar þeir náðu sínum besta árangri í Eugene. „Ég var ekki vel undirbúinn fyrir þetta hlaup. Er ekki í nægri úthalds- æfingu en það kemur þegar líður á sumarið," sagði Carl Lewis eftir að hann varð aðeins í fjórða sæti í 200 m hlaupinu á meistaramótinu. Aldrei þessu vant náði hann góðu viðbragði og var fyrstur í beygjunni. Síðan dró mjög af honum. „Ég varð svolítið skrítinn í höfðinu þegar ég haföi sigrað og unnið Kalla,“ sagði Floyd Heard, tvitugur háskóla- stúdent, sem sigraði í hlaupinu á 20,03 sek. Meðvindur var of mikill. Dwayne Evans varð annar á 20,12 sek. Kirk Baptiste, sem varð annar á vegalengd- inni á eftir Carl Lewis á ólympiuleik- unum í LA, varð þriðji á 20,14 sek. og Carl fjórði á 20,30 sek. Reynt við USA-met Mjög góður árangur náðist í mörgun greinum á mótinu á laugardag þó vindur væri nokkur. Mike Tully reyndi að setja nýtt bandarískt met í stangarstökki - tókst þó ekki að stökkva yfir 5,91 metra en sigraði á 5,80 m. Earl Bell varð annar, stökk 5,70 m. Joe Dial, sem á bandaríska metið, 5,90 m, þriðji. Stökk einnig 5,70 m. Johnny Gray náði bcsta hcimstímanum í ár þegar hann sigraði í 800 m hlaupinu á 1:44, 73 mín. Hafði hann yfirburði. Stanley Redwine varð annar á 1:45,86 mín. Gamli kappinn, Henry Marsh, varð meistari í 3000 m hindrunarhlaupinu, þegar hann sigraði á góðum tima, 8:19,16 mín., eftir harða kcppni við Jim Cooper, 8:19,88 mín., og Farley Ger- ber, sem varð þriðji á 8:20,07 mín. John Powell, sem lengi hefur verið í eld- línunni og verður 39 ára á miðvikudag, sigraði í kringlukasti - kastaði 65,94 m. Þar var sentímetrastríð. Rick Meyer varð annar með 65,86 m. Arangur í spjótkastinu var mjög slakur. Tom Petranoff varð meistarí. Kastaði hann þó ekki nema 76,32 m. Bob Roggy varð annar með 76,00 m og Brían Crouser þríðji með 75,08 m. í 400 m hlaupinu varð Darrell Robinson meistarí á 44,47 sek. eftir hörkukeppni við Roddie Haley, sem varð annar á 44,50 m. Walter McCoy varð þriðji á 45,07 sek. Steve Scott sigraði í 1500 m hiaupinu á 3:42,41 mín, Jim Spivey varð annar á 3:42,99 mín. í spjót- kasti kvenna sigraði Helena Uusitalo, Finn- landi, kastaði 58,44 m eða talsvert styttra en Islandsmet Irisar Grönfeldt er. Þá sigraði Carol Lewis, litla systir Carls, í langstökki kvenna. Stökk hún 6,93 m en meðvindur var of mikill. hsím Sumarmöt öldunga í Sumarmót öldunga fór fram i Laug- ardal sfðastliðinn þriðjudag. Kepp- endur voru 20. Mótið var haldið vegna þátttöku íslands í Evrópu- meistaramótinu í Malmö 26. júlí - 2. ágúst i sumar. Þar keppa 7 Islend- ingar. Á mótinu í Laugardal voru athyglisverð afrek unnin. Keppnisflokkar: Konur, 35-39 ára. Karlar, 35-39 ára, 40-44, 45-49, 50- 54, 55-59 og 60-64 ára. Úrslit: Karlar: Fl. 200 m hlaup Sek. 40 Trausti Sveinbjörnsson UBK 25,6 Ölafur Guðmundsson KR 26,0 50. Guðmundur Hallgrimsson UÍA 26,1 400 m hlaup 40. Trausti Sveinbjörnsson UBK 57,8 50. Guðmundur Hallgrímsson UÍA 64,0 10.000 m hlaup Mín. 40. Ægir Geirdal Gerplu 39:49,8 60. Jón Guðlaugsson HSK 42:57,6 Hástökk 35. Jón ívarsson HSK 1,48 55. Sigurður Friðfinnsson FH 1,45 Laugaidal Kringlukast Fk Kg M 35. Guðni Sigfússon KR 2,0 32,50 40. Ólafur Guðmundsson KR 2,0 30,22 45. Ólafur Unnsteinsson HSK 2,0 37,14 Jón Þ. Ólafsson lR 2,0 36,50 50. Jón Magnússon lR 1,5 35,12 60. Marteinn Guðjónsson ÍR 1,0 32,86 Sleggjukast 40. Jón ö. Þormóðsson fR 7,2 41,84 50. Jón J. Magnússon ÍR 6,0 51,06 Bjöm Jóhannsson UMFK 6,0 40,10 60. Marteinn Guðjónsson ÍR 5,0 34,04 Ó1.U. Siggi Einars varð þriðji Sigurður Einarsson spjótkastari varð í þriðja sæti á alþjóðlegu móti í frjálsum íþróttum sem háð var í síð- ustu viku. Sigurður kastaði spjótinu 73,62 metra. Sigurvegari varð Svíinn Dag Wennlund en hann kastaði 76,10 metra. Eggert Bogason kringlukastari er nálægt því að ná lágmarkinu fyrir Evrópumótið sem fram fer f Stuttgart í sumar. Á kastmóti KR nýverið kast- aði Eggert kringlunni 58,26 metra en lágmarkið er 60 metrar. A sama móti kastaði Guðrún Ingólfsdóttir kringlu 50,72 metra og Soffia Rósa Gestsdóttir kastaði 41,04 metra sem er fjórða lengsta kast íslenskrar konu. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.