Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Page 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986.
Útlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Umsjón: Ólafur Arnarson
Felipe Gonzalez:
Kreppa
Pétur Péttnasbm, DV, Baroelana
Míkil kreppa virðist nú vera risin
innan kðsningabandalags hægri
manna, Coalicion Popular, í kjölfar
kosninganna á sunnudaginn var.
Bandalagið samanstendur af þremur
flokkum, AP, eða Alþýðubandalagi
Manuels Fraga, sem náði 70 þing-
sætum auk 47 í öldungadeild, PL,
eða Frjálslynda flokksins, undir
stjóm José Antonio Segurado, sem
náði 12 þingsætum auk 8 í öldunga-
deild, og PDP, eða Alþýðlega
lýðræðisflokknum, sem náði 22 þing-
sætum auk 8 í öldungadeild.
Höfðum ekki til nútímafólks
Sprengjan féli á kosninganóttina
er Óscar Alzaga sagði: „Það er
greinilegt að okkur hefur ekki tekist
að bjóða fólki upp á gimilegan kost,
sem uppfyllt gæti kröfur um hóf-
semi, skynsemi, frelsi og nútímaleg-
an hugsunarhátt, með þeim
afleiðingum að atkvæðin hafa run-
nið í aðra átt.“ Juan Caiero, ritari
Murcia, bætir við: „AP er hægri
flokkur. Borgaramir hafa ekki
gleypt við horium sem frjálslyndum"
og mælir þar gegn leiðtoganum,
Fraga, sem hefúr reynt að hressa upp
á ímynd bandalagsins. Á mánudag
var svo ljóst að eitthvað meira en
til hægri
lítið var að í sambúð flokkanna
þriggja. Leiðtogar kristilegra demó-
krata í bandalaginu, sem em minni
flokkamir tveir, þeir Alzaga og Seg-
urado, lýstu úrslitum kosninganna
sem beinlínis ófúllnægjandi og tóku
að heyrast háværar raddir um að
rjúfa bandalagið og stofria þingflokk
án þátttöku AP, nokkuð sem reglur
þingsins leyfa ekki.
Ágreiningur um Fraga
Hinn skeleggi forystumaður AP
og samsteypunnar í heild er á öðm
máli. Hann segir kosningamar tví-
mælalaust benda til þess að sam-
steypan sé eini raunhæfi valkostur-
inn við sósíalista og þótt eitt
þingsæti hafi tapast þá hafi unnist
m'u sæti í öldungadeild. Hann bætti
síðan við: „Það er ljóst að ég hef
fest mig í sessi sem leiðtogi hægri
manna.“
Helsta úlfakreppa hægri flok-
kanna er einmitt Fraga. Hann nýtur
persónulegs fylgis milljóna kjósenda,
en það setur flokkunum tak. Að því
er virðist em þeir margir kjósendur
sem ef til vill kysu hægri menn ef
ekki væri Fraga og stormasöm fortíð
hans í stjóm landsins.
Fraga var ráðherra Francos
Fraga var ráðherra í stjómum á
öðrum aðildarlöndum Evrópu-
bandalagsins um málið í samninga-
viðræðum.
Felipe Gonzalez varð því að fóma
mörgum atriðum til að Spánn öðlað-
ist viðurkenningu ríkja Evrópu-
bandalagsins sem jafhingi, hreinlega
öllum sínum sósíalisma því margar
stjómarathafnir hafa einkennst
meira af frjálshyggju sem aftur hefur
slegið algerlega vopnin úr höndum
hægri manna sem hafa ekki einu
sinni getað gagmýnt margar gerðir
stjómarinnar.
Um siðustu áramót varð draumur-
inn að veruleika. Spánn gekk í
Evrópubandalagið. Einangrun
Franco-tímabilsins var lokið. 12.
mars síðastliðinn unnu svo sósíalist-
ar geysilegan sigur. Spönsku þjóð-
inni hafði snúist hugur í afstöðu
sinni gagnvart NATO og samþykkti
áframhaldandi vem Spánar i NATO
en Felipe Gonzalez hafði lagt stjóm-
málaferil sinn að veði til að ná þessu
fram.
Við þennan sigur styrktist mjög
flokkurinn og til að notfæra sér
meðbyrinn ákvað Felipe að leysa
upp þingið 22. apríl og boða til kosn-
inga en kjörtímabilinu lýkur ekki
fyrr en í október.
22. júní síðastliðinn vom þær svo
haldnar og tókst flokknum að halda
meirihluta sínum á þingi. Það er því
ljóst að næstu fjögur árin muni fyrr-
um „félagi Felipe“ halda áfram að
vera „herra forseti ríkisstjómar
Spánar“, umkringdur öryggissveit-
um og ógnað af hryðjuvérkamönn-
um, bæði til vinstri og hægri.
í spönskum stjómmálum
Fékk Spánverja viðurkennda
í samfélagi siðaðra þjóða
laxar frá stjómarárum Francos
skipuðu, og var listinn almennt kall-
aður „Hinir sjö stóm“. Þeim varð
þó ekki mjög ágengt, hlutu aðeins
16 þingsæti.
Árið 1978 samþykkti svo Fraga
stjómarskrána og klauf flokkinn, en
hinir vom andsnúnir stjómar-
skránni og stofnuðu Lýðræðis-
bandalagið, sem var undanfari
núverandi samsteypu, en síðar gekk
til liðs við hann hægri klofriingur
kristilegra demókrata lir miðju-
flokki Suárez. Fraga hefur verið
leiðtogi stjómarandstöðunnar frá
1982, er sósíalistar náðu þingmeiri-
hluta sínum.
Fraga víkur hvergi
Fyrirmyndir Fraga em Reagan og
Adenauer, en honum hefur gjörsam-
lega mistekist að ná vinsældum
kjósenda og er það orsök kreppunn-
ar í bandalaginu. Ólíklegt er þó að
hann láti af leiðtogastöðu sinni inn-
an bandalagsins, enda nýtur hann
geysilegs persónufylgis og ekki víst
hvar hægri menn stæðu án hans.
Kreppan innan samsteypunnar gæti
því endað með klofriingi, þannig að
í sveitarstjómarkosningunum á
næsta ári bjóði AP fram einn sín liðs
og P1 og PDP myndi með sér annað
bandalag.
Pétur Pétuissan, Baioelatia
Felipe Gonzalez er nú í þann mund
að hefja annað kjörtímabil sitt sem
forseti ríkisstjómar spánska Sósíal-
istaflokksins. Þessi ungi verkalýðs-
lögfræðingur frá Sevilla hefur breyst
mikið undanfarin fjögur ár. Horfriar
em snjáðu gallabuxumar og rú-
skinnsjakkinn og í staðinn komin
jakkaföt og bindi. Þótt hann sé að-
eins rétt rúmlega fertugur er þegar
farið að bera á hærum og hefrir fjög-
urra ára stormasöm stjómarseta rist
djúpar rúnir í andlit hans.
Felipe hóf ungur afskipti af stjóm-
málum. Á námsárum sínum í
háskólanum í Gertf varð hann var
við niðurlægingu spánskra verka-
manna sem fluttust til ríkari landa
Evrópu á einræðistímabili Francos
og ákvað að linna ekki látum fyrr
en Spánverjar næðu aftur fyrri virð-
ingu sem Evrópuþjóð í stað þess að
vera þriðjaheimsríki.
Að loknu námi sneri hann aftur
til Sevilla og hóf þar störf fyrir
verkalýðshreyfinguna sem þá var
hálfgerð neðanjarðarsamtök sakir
ofrikis fasista. Þar kynntist hann
Alfonzo Gurerra og suofnuðu þeir
Sósíalistaflokk Andalúsíu, liokk sem
starfaði með leynd vegna banns
Francos við starfsemi rauðlitaðra
stjómmálahreyfinga.
Á Spáni störfriðu þá allmargir slík-
ir flokkar og héldu þeir þing sin í
Frakklandi. Fljótlega tóku sólir
þeirra Gurerra og Gonzalez að skína
og urðu þeir fljótt leiðtogar á hinum
lejmilegu þingum í Frakklandi.
1975 dó Franco og skömmu síðar
vom stjómmálaflokkar leyfðir. Hin-
ir mörgu sósíalistaflokkar samein-
uðust í eina breiðfylkingu, PSOE,
eða Hinn spánska verkalýðs- og sós-
íalistaflokk. í þriðju kosningunum
til löggjafarþings, frá því lýðræði var
komið á, varð síðan cfraumurinn að
veruleika. PSOE, undir forystu Gur-
erra og Gonzalez, náði algerum
meirihluta á þingi, eða 202 þingsæt-
um, en 176 þingsæti duga til að ná
meirihluta.
Felipe Gonzalez, sem þá var ekki
orðinn fertugur, myndaði yngstu
ríkisstjóm Evrópu og hófet handa
við breytinguna en slagorð flokksins
fyrir kosningar hafði verið, „Fyrir
breytinguna".
Fljótt tók hann þó að átta sig á
því að þetta var ekki svo auðvelt. Á
fyrstu mánuðum stjómarsetunnar
var mikill skarkali. Hinn geysivold-
ugi sérrí-auðhringur, Rumasa, var
þjóðnýttur, eiturlyfjaneysla var
leyfð, en ekki tókst þeim að koma í
gegn frjálsum fóstureyðingum.
Fljótlega varð stjómin að banna aft-
ur eiturlyfjaneyslu fyrir þrýstíng
nágrannalanda og vegna glæpa sem
hún hafði í för með sér.
Þegar viðræður hófust við Ev-
rópubandalagið um að uppfylla
draum Felipe um inngöngu Spánar
í bandalagið tóku hjólin að snúast
hægar. Skilyrði fyrir inngöngu í
bandalagið vom ýmsar breytingar á
efriahagskerfi landsins, auk þess sem
undirbúa þurfti spánskan iðnað og
hagkerfi undir sammna við hagkerfi
ríkari og tæknivæddari landa Ev-
rópubandalagsins.
Afleiðingar þessa vom slæmar fyr-
ir áætlanir flokksins. Eitt af aðal-
markmiðum sósíalista hafði verið að
minnka atvinnuleysið og höfðu þeir
raunar lofað að skapa 800 þúsund
ný störf en raunin varð sú að annar
eins fjöldi missti vinnuna.
Annað skilyrði fyrfr inngöngu í
Evrópubandalagið vom vamarmál-
in. Spánn hafði gengið í NATO árið
1981 og var annað kosningaloforð
sósíalista úrsögn úr bandalaginu.
Forystu flokksins snerist skyndilega
hugur og réttlætti þar með þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið 12. mars
sfðastliðinn.
Ekki er enn alveg ljóst hvað olli
þessari kúvendingu í vamarmálum
en víst þykir að þrýstingur var frá
síðari hluta Francotímabilsins og er tönn. I fyrstu kosningunum árið
eini stjómmálamaðurinn frá því 1977, eftir að lýðræði komst á, bauð
tímabili sem staðist hefur tímans hann fram lista sinn, AP, sem stór-
Felipe Gonzalez á öðrum fremur heiðurinn af þvi að Spánverjar eru nú ekki lengur i hópi þriðjaheimsrikja. Draum-
ur hans hefur ræst og Spánverjar eru nú fullgildir meðlimir í Evrópubandalaginu. Til að ná þessu fram hefur hann
þó þurft að hverfa að mestu leyti frá þeim sósíalisma sem hann boðaði er hann kom til valda.
Manuel Fraga var á sínum tíma ráðherra í stjórnum Francos, sem hér sést
á góðri stundu á árum áður. Fraga var síðar eini stjórnmálamaöurinn frá
þeim tíma sem hélt velli eftir að lýðræði var komið á i landinu. Nú er
mikil kreppa i búðum hægri manna á Spáni og er mjög deilt um stöðu Fraga.