Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 31
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNl 1986. 43 Nýtt veitingahús opnað við Geysi Kristján Einarsson, DV, Selfossi; Nú um helgina verður nýtt veitinga- hús opnað við Geysi í Haukadal. Húsið stendur á sama stað og gamla húsið sem þjónað hefur ferðalöngum um áraraðir. Nýja húsið er byggt utan um það gamla og öllu breytt að innan. Það er aðeins fyrsti áfangi sem nú er tek- inn í notkun, en áfangamir verða alls þrír að tölu. Veitingahúsið verður vígt nú um helgina með því að ferðafólk á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins heim- sækir staðinn. Hafist verður handa við þá tvo áfanga sem eftir eru þegar rekstur veitingahússins verður kominn á full- an skrið. í þeim verður gistirými og annað sem tengist hótel-og veitinga- rekstri. Eigendur nýja hússins í Haukadal eru hjónin Sigríður og Már Sigurðsson. Er það framtak þeirra, að koma á fót viðunandi aðstöðu fyrir ferðamenn við þennan heimsfræga hver, lofsvert. V-v-'i ' C -s Hið nýja veitingahús við Geysi. DV-mynd Kristján Fáskrúösfjöröur: Tjaldstæði tekið í gagnið Ægir Kristicnssan, DV, Fáskrúösfiröi; Nýlega var tekið í notkun tjaldstæði við svokallaðan Bakkalæk en þar hef- ur verið girt af svæði og ræktað og er búið að setja niður nokkrar trjáp- löntur. Gæti tjaldstæðið orðið skemmtilegt þegar tijáplöhtumar stækka. Þama hefur einnig verið komið fyrir húsi með snyrtiaðstöðu og vatnssalemum. Nú er bara að merkja tjaldstæðið sem fyrst en að- ( stöðu sem þessa hefur vantað hér hingað til. Tjaldstæðið er rétt innan við kauptúnið og stutt í bfla- og bú- vélaverkstæðið á Ljósalandi ef sprungið hefur undir bílrnun. Snyrtiaðstaðan á tjaldstaeðinu er hin ágætasta. DV-mynd Ægir Kristinsson Burt i Löðri í útstillingarglugganum á Sigló. DV-mynd JGH tú.ií- ■■ .. Burt í Löðri á Siglufirði Ján G. Haukssan, DV, Akuieyri; Við rákumst á hann Burt gamla í Löðri á Siglufirði. Ekki var kappinn úti á götu heldur spókaði hann sig á plakati í útstillingarglugga bíósins á staðnum. Myndin, sem. verið. var að sýna, heitir The Heavenly Kid, eða Hjálp að handan, eins og það var þýtt. Það var sama glottið á kappanum og á Löðurárunum. Hann er maður sem kann að geipa og gaspra og þá ekki síður að geifla sig. Annars heitir hann Burt ekki Burt, nafnið er Ric- hard Mulhgan. Stærsti glugga- veggur hériendis að risa á Selfossi Kristján Einaissan, DV, Selfossi; Þessa dagana er verið að reisa burðarvirki fyrir stærsta gluggavegg sem reistur hefur verið hér á landi. Veggurinn sá ama verður í §öl- brautaskólabyggingu þeirri sem nú er að rísa af grunni á Selfossi. Glugg- inn verður rúmlega 1350 fermetrar að flatarmáli og hallar um 45 gráður mót suðri. Lengd hverrar sperrn er um það bil 14 metrar. Glerið verður þrefalt öryggisgler og er stærð hverrar skífu 1,20x3,00 metrar. Arkitekt hússins er Maggi Jónsson. Verkið annast trésmiðir á staðnum. Gluggaveggurinn er sá stærsti sem reistur hefur verið hér á iandi. DV-mynd Kristján r. < DV á Dalvík: „Þeir eru svo hressir" Jón G. Hauksson, DV, Akuieyri; Þær halda bæjarvinnunni uppi á Dalvík í sumar, hressar stúlkur. „Við erum í púlinu, tínum grjót, msl og mokum. Karlamir, blessaðir, sitja uppi í vélum allan liðlangan daginn eins og álfar,“ sögðu þær galsafengnar. - Verðið þið ekki reknar eftir svona munnsöfnuð um karlpeninginn í bæj- arvinnunni? „Nei, nei, það er engin hætta á því. Þeir em svo hressir.“ Þær stöllur sögðu að það vendist furðu fljótt að handleika skóflumar þó það væri kannski ekki skemmtileg- asta starf í heimi að moka. „Kosturinn við að vera í bæjarvinri- unni er útiveran. Það cr fínt að vinna úti á sumrin." Þær eru uppistaðan í bæjarvinnunni á Dalvík i sumar. Eldhressar stúlkur. F.v. Guðrún Björgvinsdóttir, Steinborg Gísladóttir, Ingibjörg Bjömsdóttir, Aðalbjörg Þórólfsdóttir og Kristrún Þorvarðsdóttir. DV-mynd JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.