Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 2
Fréttir FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Ný reglugerð: Útvarpsstöð í öll kjördæmi Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra undirritaði í gær nýja reglu- gerð um Ríkisútvarpið. Reglugerðin skiptist í sjö kafla, um starfssvið Ríkis- útvarpsins, útvarpsráð, útvarpsstjóra, fréttir, útvarpsgjald og innheimtu þess, framkvæmdasjóð og lokakafla með ýmsum ákvæðum. í 25. grein reglugerðarinnar segir: „Efrii á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi Ríkisútvarpsins skal jafnan fylgja íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku, eftir því sem við á hverju sinni. Það skal þó ekki eiga við, þegar í hlut eiga erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervi- hnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni, er sýnir atburði, sem gerast í sömu andrá. í síðastgreindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular.“ Greinin er með viðeigandi breyiingum samhljóða 6. grein reglugerðar um útvarp sam- kvæmt tímabundnum leyfum sem gefin var út í febrúar. í kaflanum um starfesvið Ríkisút- varpsins segir að stofnunin skuli stefna að því að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins. Einnig segii að Ríkisútvarpið skuli starfrækja fr æðsluútvarp í samvinnu við fræðslu- yfirvöld samkvæmt því sem nánar semst og fjárveitingar í fjárlögum leyfa. Þá segir að Ríkisútvarpinu sé heim- ilt að leigja öðrum aðilum, sem leyfi hafa til útvarps hér á landi, afnot af tækjabúnaði sínum til útsendingar. Útvarpsráð ákveður hvenær megi leigja búnaðinn en útvarpsstjóri ákveður hverjum skuli leigt. I sama kafla er ákvæði sem veitir Ríkisútvarpinu rétt til að hafa til út- lána eða sölu dagskrárefni sem flutt hefur verið, enda sé gengið frá samn- ingum um það við rétthafa. Fimmtánda grein reglugerðarinnar fjallar um fréttir. Þar segir meðal ann- ars: „Fréttir þær sem Ríkisútvarpið flytur mega ekki vera blandnar neins konar ádeilum eða hlutdrægum um- sögnum, heldur skal gætt fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofh- unum, félögum og einstaklingum." -EA Páll Magnússon: „Fváleitt að ég ætli í framboð" „Nei, ég hygg ekki á framboð til Alþingis í næstu kosningum," sagði Páll Magnússon, varafréttastjóri sjón- varpsins í samtali við DV. Nafh hans hefur þrásinnis verið nefnt varðandi framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Suður- landskjördæmi. „Þetta hefur aldrei komið til tals. Ég hef séð nafn mitt nefnt í slúður- dálkum og í grein í Þjóðlífi en það er algjörlega fráleitt að ég fari fram.“ - ás. Deilumál er nú komið upp milli íbúa Sunnubrautar í Kópavogi og Kópavogsbæjar vegna frágangs á nýlagðri skolpleiðslu. Skolpleiðsla þessi liggur um 70 metra út í Kópa- voginn og á fjöru stendur hún upp úr sjónum með mávager og annað óæskilegt dýralíf í kring. Eins og gefur að skilja er fjaran og umhverfi hennar orðin heldur ógeðslegt, íbú- unum til mikillar armæðu. „Við erum öll sammála um að ástandið er orðið mjög slæmt. Þetta opnast beint fyrir framan húsin og lyktin er hræðileg, sérstaklega í suðvestan átt. Þar að auki eyðileggur þetta útsýnið því jafhvel á háflóði gárar upp á rörinu," sagði einn íbúi göt- unnar. fbúamir ætla ekki að láta þar við sitja heldur hafa sent bæjarfélaginu undirskriftalista þar sem þeir mót- mæla framkvæmdinni harðlega og telja það brot að ný leiðsla skuli ekki lögð út fyrir stórstraumsfjöru- „Það má til sanns vegar færa að þetta sé ekki nógu gott,“ sagði Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri i Kópavogi, þegar DV spurði hann álits á mótmælum íbúa við Sunnu- braut vegna skolplagnar út í sjó. „Það má hins vegar ekki líta fram- hjá því að þetta er upphafið að stórri og mikilli áætlun um holræsamál og er aðeins 1. áfanga að ljúka," sagði Kristján. Hann sagði að líta þyrfti á málið í heild því þetta væri verulega stórt mál. Samþykkt hefur verið áætlun um verulegt átak í holræsamálum sem á að vera lokið árið 1993, mun þá allt skolp í suðurhluta Kópavogs fara út á Kársnestá í hreinsistöð. I deilu íbúanna við Sunnubraut og Kópavogsbæjar hefúr heilbrigðis- reglugerð borið á góma og hveijar séu skyldur bæjarfélags við lagningu og frágang skolplagna. I heilbrigðisreglugerð nr. 45 frá 1972 segir í 60 grein: „Frárennslis- lögnum skal vera þannig fyrir borð. Krefjast íbúamir að rörið verði fjarlægt og tengt til vesturs. Að sögn starfsmanna Kópavogs- bæjar er þama um að ræða áætlun til nokkurra ára í því skyni að leysa skolphreinsunarmál almennilega. Sögðu þeir að þama væri um áfangaskipti að ræða og framhaldsá- fangi yrði tengdur á næsta eða þamæsta ári. Barátta íbúanna virð- ist þó ætla að bera einhvem árangur því bæjarstjóm hefur óskað eftir fundi með íbúum götunnar til að ræða þessi mál. „Þetta kemur auðvitað illa við suma íbúanna og því erum við að íhuga betrumbætur sem verða kynntar fyrir þeim á mánudaginn. Það er þó gleðiefni að gera eigi átak í holræsamálum því þau hafa ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, hvorki hjá okkur né öðrum sveitar- félögum. Við munum veita um 30 milljónum til verksins í ár og til þess að fólk fái einhveija hugmynd um hve það er mikið má nefna að 200 milljónir fara í stofhkostnaðar- liði hjá bænum í ár. Þessi mál eru nú í föstum skorðum og innan fárra ára verða vogamir orðnir glæsileg- ir,“ sagði Kristján Guðmundsson. komið, þær þannig gerðar og þannig viðhaldið, að óhollusta og óþægindi hljótist ekki af.“ I 61. grein sömu reglugerðar stendur: „Við sjó skal skólp leitt út fyrir stórstraumsfjöru- borð, nema heilbrigðisnefnd geri ríkari kröfur.“ JFJ Hér má vel sjá stærðina á rörinu sem skolpið vellur út úr og flýtur inn á fjörurnar i kring. -JFJ „Erum að íhuga betr- umbæturá< - segir bæjarstjórinn JFJ Hvað segir heil- brigðisreglugerðin? Helgi Ágústsson í sendiráðinu í Washington bar skilaboðin: „Bandaríkjamenn munu standa fast á sínu“ „Það er alveg ljóst að Banda- ríkjamenn munu standa fast á sínu. Þeir munu ekki veita lengri frest en til næsta mánudags með að senda málið til Reagans forseta til ákvörð- unar,“ sagði Helgi Ágústsson, sendifúlltrúi í íslenska sendiráð- inu í Washington, í samtali við DV. Það var í gegnum sendiráðið í Washington sem íslenskum stjóm- völdum bárust fréttir um það að þau hefðu gerst brotleg við samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins vegna þess að meirihluta hvalaafurðanna er ekki neytt innanlands. Því væri óhjákvæmilegt annað en að við- skiptaráðherra Bandaríkjanna mæltist til þess við Bandaríkjafor- seta að Islendingar yrðu beittir efnahagsþvingunum. Helgi sagðist ekki eiga von á því að sendiráðið heyrði neitt frekar um þetta mál að sinni. Bandaríkjamenn hefðu greinilega sagt sitt síðasta orð í bili. Nú færi það sína leið í gegn- um kerfið. Það færi þó auðvitað eftir viðbrögðum íslenskra stjóm- valda. Helgi sagði og að um þetta mál væri ekkert talað í Washington og hann hefði ekki séð staf um það í blöðum eða öðrum fjölmiðlum. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.