Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. ViðskiptL DV Innflutningurinn: Um 129% aukning í nýjum fólksbílum Innflutningur á nýjum fólksbif- reiðum fyrri helming þessa órs jókst um tæp 129% miðað við sama tíma í fyrra. Sala á notuðum bif- reiðum jókst mun minna eða um 65%. í ár hafa verið fluttar inn 6.547 nýjar fólksbifreiðar en á sama tíma í fyrra hafði verið flutt inn 2.861 bifreið. Seldar notaðar fólksbif- reiðar á fyrri hluta þessa árs eru 373 en voru 226 á sama tíma í fyrra. Þessi aukning á sölu notaðra fólksbíla er einkum og nánast al- veg í bílaumboðunum sjálfum, sem öll eru komin með bílasölur. Bíla- salamir, sem eingöngu versla með gamla bíla, hafa hins vegar orðið að því er virðist undir í barátt- unni, enda kvarta þeir flestir sáran og tala um mun lakari sölu nú en í fyrra, eins og fram kemur annars staðar hér á síðunni. Ef tekin er heildartala yfir kaup og sölu nýrra og notaðra bíla hefur hún tæplega tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrri helmingi þessa árs er hún 6.884 miðað við 3.590 á sama tíma í fyrra. Inni í þeirri tölu eru, auk fólksbíla, sendibílar, vörubílar og annars konar bifreiðar, svo sem traktorar og fleira. Ef litið er á fólksbíla eru það enn sem fyrr japönsku bílamir sem mest hefur verið flutt inn af á fyrri hluta þessa árs. -KÞ Peningamarkaöur VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lfa Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ah.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 6-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Sb Utlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge og 19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Útlán til framleiðslu ísl. krónur 15 SDR 8 Bandarikjadalur 8.25 Sterlingspund 11.75 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 Bára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Hósnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravísitala 1463 stig Byggingavísitala 272.77 stig Húsaleiguvísitala Hnkkaði 5%1.júlí HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb=Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um pengamark- aðinn birtast í 0V á fmrnrtudöítitm. Nýir bílar uppseldir - á meðan sala á gömlum bílum dregst saman Bílaviðskipti ganga mjög glatt þessa daga hér á landi, það er að segja hjá bílaumboðunum. Er svo gott sem ómögulegt að fá nýjan bíl þar sem engir em til í umboðunum nema þá einn og einn og þá af fínustu, bestu og dýrustu gerð. Hefur staðan verið þessi hjá þeim flestum síðustu tvo mánuði. Hjá bílasölunum, það er að segja þeim sem höndla með gamla bíla, er hljóðið hins vegar sýnu verra, hjá allf- lestum. Tala sumir þeirra um 35% minni sölu en í fyrra. En hver skyldi ástæðan vera fyrir þessu? Svarið er fyrst og fremst tollalækk- unin sem varð á bílum í febrúar siðastliðnum. Þá lækkuðu nýir bílar um 30%. Þessi lækkun skilaði sér hins vegar ekki að fullu í kaupum og sölu á gömlum bílum. Fyrst eftir tollalækk- unina kom hún að einhverju leyti fram í verði á gömlum bílum en nú eru þeir komnir upp í sama eða svipað verð og þeir voru fyrir lækkunina. „Kaup og sala á gömlum bílum hefur færst yfir til bílaumboðanna sjálfra, sem öll eru komin með bílasölur," sagði einn bílasalanna sem DV ræddi við. „Þeir taka gömlu bílana upp í og bjóða svo hagstæð greiðslukjör. Fólki virðist þykja þetta þægilegri við- skipti," bætti hann við. Forsvarsmenn bílaumboðanna, sem DV ræddi við, voru sammála um það að fyrstu viðbrögð fólks við tollalækk- uninni hefðu verið þau að fara af stað til að grípa gæsina á meðan hún gæf- ist og fá sér nýjan bíl. Það eins og treysti því ekki að tollalækkunin myndi vara. Þessi skoðun virðist ríkja enn. SV ræddi við nokkra aðila hjá um- unum og bílasölunum. -KÞ Salir bílaumboðanna, þar sem nýir bílar eru hafðir til sýnis, standa nú flestir galtómir. Þama hefur þó verið rennt skrifborði til að reyna að sinna óþreyjufull- um viðskiptavinum. Dv-mynd KAE Bílaumboðin í sjöunda himni Forsvarsmenn bílaumboðanna eru í sjöunda himni þessa daga, enda hefur salan sjaldan verið meiri. Er um að ræða helmingsaukningu hjá sumum og rúmlega það miðað við síðasta ár. Hjá flestum þeirra er ekki til einn ein- asti nýr bíll og hefur ekki verið svo síðustu vikur. Er víðast hvar biðtími' eftir nýjum bílum frá tveimur mánuð- um upp í sjö. Ágúst Ragnarsson, markaðsstjóri Töggs hf., sagði söluna það sem af væri þessu ári vera 150 bíla miðað við 74 allt árið í fyrra. Þá væru á leiðinni til landsins 50 nýir Saab og væru þeir allir gengnir út. Biðtími eftir nýjum bíl væri allt upp í fimm mánuði. Hins vegar væru forsvarsmenn fyrirtækis- ins að reyna að fá fleiri bila og hraðari afgreiðslu frá verksmiðjunni ytra til að geta annað eftirspum. Vonaðist Ágúst til að það tækist. Stefán Sandholt, sölustjóri Heklu hf., sagði að þeir hefðu verið bíllausir í tvo mánuði. „Þetta eru lífleg við- skipti þessa daga,“ sagði hann. Þeir væru búnir að selja hótt í níu hundruð bíla það sem af væri þessu ári miðað við um 600 síðasta ár. Á leiðinni til landsins væru á þriðja hundrað bílar. Væru um 200 þeirra þegar gengnir út. „Eftirspumin eftir okkar bílum er miklu meiri en við þorðum að láta okkur dreyma um,“ bætti hann við. Hjá Hallgrími Gunnarssyni, for- stjóra Ræsis, var svipaða sögu að segja. Eftirspumin hefði aukist mjög og salan. Hins vegar lægju þeir aldrei- með bíla heldur tækju pantanir sem þeir síðan afgreiddu. Þeir væm með ákveðinn kvóta af bílum sem þeir fengju til ráðstöfunar árlega. Vegna eftirspumarinnar væm þeir nú að reyna að auka þennan kvóta. Hall- grímur sagði að biðtími eftir Mercedes Benz væri um það bil fjórir mánuðir, það færi þó eftir tegundum. Bætti hann því við að sumum fyrirspyrjend- um þætti biðtíminn of langur og hættu við af þeim sökum. Hilmar Böðvarsson, sölustjóri Jöf- urs, sagði aukningu þar gífúrlega. Þeir væm búnir að selja 500 bíla það sem af væri þessu ári. Allt árið í fyrra hefðu þeir selt 200. Þeir væm að fá til landsins um 100 Skoda og væm þeir nánast allir uppseldir. Einnig væm á leiðinni allmargir Chrysler og Dodge bílar. Þeir væm allir löngu uppseldir og bið eftir slíkum bílum væri sjö mánuðir. Svipaða sögu var að segja hjá Bíla- borg. Þórir Jensson forstjóri sagði að þeir hefðu verið bíllausir i tvo mán- uði. 120 bílar væm á leiðinni til landsins í næsta mánuði. Þeir væm allir seldir. Þeir sem kæmu til hans í dag að panta bíl gætu ekki fengið hann fyrr en í nóvember, desember, slík væri eftirspumin. Væm þeir af þeim sökum að reyna að fá viðskipta- aðila sína til að senda þeim fleiri bíla en áður hefði verið samið um. -KÞ 35 prósent samdráttur hjá sumum bílasölum Bílasalar þeir sem versla með gamla og notaða bíla kvarta sáran þessa daga, allflestir að minnsta kosti. Hefur salan dregist saman, hjá sumum allt að 35% miðað við sama tíma í fyrra. „Hjá okkur er salan um 35% lakari en hún var á sama tíma í fyrra,“sagði Þorvaldur Jensson hjá Bílasölunni Bliki í samtali við DV. „Skýringin er einfaldlega sú að notaðir bílar lækk- uðu ekki í samræmi við tollalækkun- Hann sagði að hluta af þessum sam- drætti mætti og rekja til þess að bílaumboðin væru öll komin með bíla- sölur og þessi viðskipti virtust vera öll að færast til þeirra. Fólki þætti þægilegra að selja gamla bílinn sinn og kaupa þann nýja á einum og sama staðnum. Einar Pálmason hjá bílasölunni Bílahöllinni hafði sömu sögu að segja. fyrra. Ástæðan er einfaldlega sú að verð á gömlum bílum er of hátt,“ sagði hann. Ingimar Sigurðsson hjá Braut tók í sama streng og sagði að hreyfingin hjá þeim væri greinilega minni en í fyrra. Þeir voru þó sýnu borubrattari bíla- salamir við Miklatorg. Guðfinnur Halldórsson hjá Bílasölu Guðfmns og Halldór Snorrason hjá Aðalbílasöl- unni sagðist ekki sjá betur en hún væri heldur meiri en í fyrra ef eitthvað væri. „Innflutningur á bílum hefur aukist mjög upp á síðkastið og þar af leiðandi eru fleiri gamlir bílar sem bætast á sölulista," sagði Halldór. „Ég hef ekki orðið var við minnkandi sölu þótt gamlir bílar séu komnir aftur upp í það verð er þeir voru fyrir tollalækk- unina. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.