Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 25. JULÍ 1986. 15 Ferðamennska í Sumarið 1974 opnaðist hringvegur um landið með vígslu brúa á Skeið- arársandi. Sama ár var tekin í notkun þjónustumiðstöð í þjóðgarð- inum í Skaftafelli þar sem verslað er með ferðamannavörur og seldar veitingar, þar er og góð „snyrtihöll" með heitu vatni og móttaka ferða- manna. Verslunin og veitingasalan eru reknar af Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga en að öðru leyti sér Náttúru- vemdarráð um móttöku ferðamanna og eftirlit með þjóðgarðinum og tjaldstæðinu. Sérstakir starfsmenn ráðsins, sem sinna ferðamönnum, kallast landverðir og vísar nafhið til þess hlutverks þeirra að fylgjast með landinu og greiða fyrir aðgangi al- mennings að því. Fjölmargir ferðamenn koma í Skaftafell á hverju ári og fer fjölg- andi. Sl. sumar urðu gistinætur þar um 23 þúsund (gistinótt: gisting eins gests í eina nótt). Flestir gistu þar í júlí og á tímabilinu frá því um 15. júlí-10. ágúst var þar 500-800 manna þorp tjaldbúa. Erlendir ferðamenn vom um helm- ingur gesta. Fast að helmingur þeirra kom með skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa en aðrir á eigin vegum, ýmist á eigin bílum, með áætlunarbílum, „á putt- anum“ eða jafnvel hjólandi. Hvað er hægt að gera? Það er eðlilegt að sú spuming vakni hvað sé til Skaftafells að sækja, ekki síst í ljósi þess að al- gengt er að fólk dvelji þar dögum saman ár eftir ár. Trúlega er það góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk sem hef- ur mest áhrif á vinsældimar en einnig hlýtur náttúran að töfra fólk, a.m.k. heillar hún mig gersamlega. Endalaust er hægt að skoða náttúr- Kjallaiinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í Skaftafelli una þar; læki, blóm, skóginn, að finna fyrir nærvem jökulsins, fara upp í heiði og sjá Skeiðará byltast fram sandinn, virða fyrir sér hinar hrikalegu andstæður svarts sands, græns gróðurs og hvíts jökuls o.s.frv. Skaftafell er einn veðursælasti staður á landinu og við skulum vona að þetta sumar verði ekki undan- tekning frá því. Þar er veðrátta mild og jafnvel rigningin er í sjálfu sér gott veður þótt hún sé tjaldbúum til óþæginda. Gönguferðir með landverði Á síðustu tveimur til þremur árum hefur gestum þjóðgarðsins boðist að ganga með landvörðum í skipulögð- um gönguferðum, stuttum eða löngum, um garðinn. í ferðunum er lagt af stað frá þjón- ustumiðstöðinni og getur hver sem er komið með. Landvörðurinn rab- bar við göngumenn (á íslensku) um það helsta sem fyrir augu ber og stoppar svo oft sem ástæða er til. Flestar gönguferðimar em tveggja til þriggja klukkustunda langar og yhrleitt þarf ekki sérstakan útbúnað „Það er eðlilegt að sú spurning vakni hvað sé til Skaftafells að sækja, ekki síst í ljósi þess að algengt er að fólk dvelji þar dögum saman ár eftir ár.“ „Skaftafell er einn veðursælasti staður á landinu..." með sér annan en sæmilega skó og að klæða sig eftir veðri. Aðeins í lengri gönguferðir þarf að taka með sér nesti og vera í sérstökum göngus- kóm. Landvörður getur auðvitað ekki sjálfur dæmt hvort tekist hefur vel eða illa til með þessar ferðir en af undirtektum gesta verður ekki ann- að ráðið en þessar gönguferðir og önnur fræðsla um umhverfismál eigi að vera ríkur þáttur í starfi við þjóð- garða og önnur útivistarsvæði. Það er alveg óhætt fyrir þig að reikna með Skaftafelli þegar þú ákveður hvert þú ætlar að fara í sumarleyfi. Þangað er aðeins um fjögurra til fimm klukkustunda akstur frá Reykjavík og það er dagleiðarinnar virði fyrir Norðlendinga að koma þangað. Sjáumst í Skaftafelli. Ingólfur Á. Jóhannesson. Þróunaraðstoð er mannúðarskylda Einn helsti kostur þess að búa inni í miðjum myrkviði Afríku um skeið er sá að maður getur látið hina opin- beru umræðu fara svo notalega fram hjá sér. Og þessara fríðinda hefur undirritaður nú notið um skeið, frír úr dægurþrasinu heima. Nú er sá friður úti um sinn. Grein- arkom eflir Hannes H. Gissurarson (auðvitað) um þróunaraðstoð, í DV snemma í júní, er svo yfirfullt af rangfærslum í bland við rýra rök- semdafærslu að ekki verður undan vikist að gera nokkrar athugasemd- ir. Þau dæmi, sem Hannes velur sér til að gagnrýna þróunaraðstoð, em svo aumleg að hver sem til þekkir hlýtur að brosa. Tökum dæmi: „Það kemur ekki fátækasta fólkinu i þess- um löndum að miklum notum þegar reistar em þar nýjar og veglegar höfuðborgir, til dæmis í Pakistan, Tansaníu og Nígeríu." Sá sem séð hefur það heldur aumlega þorp, Do- doma, sem er hin nýja höfuðborg Tansaníu, getur nú ekki tekið svona málflutning alvarlega. Vart finnst sú borg sem kemst lengra frá því að kallast „vegleg" heldur en ræfils Dodoma. Amín hóf innrás Svo ég haldi mig við þær slóðir þar sem ég þekki best til tek ég annað dæmi úr smiðju Hannesar: „Og þetta örsnauða fólk hefur ekki mikið gagn af þvi þegar þessir herrar vígbúast og ráðast inn í önnur ríki, eins og Kastró Kúbujarl gerði í Angóla, Vietnamar í Kambódíu og Tansa- niustjóm i Úganda." Dæmin hefðu nú getað verið betri. Kastró kom stjóm Angóla til aðstoðar í baráttu við hryðjuverkamenn, sem studdir em af suður-afrísku kynþáttakúgur- unum. Og þótt innrás Vietnama í Kambódíu hafi í gmndvallaratriðum verið óréttmæt íhlutun í mál annarr- ar þjóðar þá frelsaði hún þó Kampútseumenn undan oki ógnar- stjómar Pol Pots. Og svo Tansanía: Það var Idi Amin, sá ógnarlegi ein- ræðisherra, sem hóf innrás í Tansa- níu en ekki öfúgt. Gmndvallaratriðið, þegar þróun- araðstoð og hemaði er blandað saman, er að átta sig á því að það em hemaðarveldin sem „troða“ her- tækjum sínum upp á þróunarlönd og flokka síðan allt undir þróunar- aðstoð. Hvar lendir féð? „Hvar lendir það fé sem lagt er í ríkissjóð í viðtökulandinu?" spyr Hannes og svarar: „Liklegast er að það lendi í vösum þeirra sem eiga greiðastan aðgang að ríkissjóði við- tökulandsins en það er alls ekki sjálfgefið og reyndar mjög óalgengt að þeir séu þar í hópi hinna fátæk- ustu.“ Þama veður Hannes í þeirri reyndar algengu villu að þróunarað- stoð komi í formi tékka sem réttur sé fjármálaráðherra viðtökulandsins og sagt vessgú. Það er nú aldeilis ekki. Langalgengasta form þróunar- aðstoðar er í formi samningsbund- inna verkefha sem í vemlegum mæli em ákveðin af því landi sem veitir aðstoðina. Ráðnir em starfsmenn frá iðnríkjum til að reka verkefnin og fara með fjárráðin. Og stór hluti aðstoðarinnar fer síðan í það að kaupa varning, einkum vélar og tæki, frá þeim iðnríkjum sem standa að viðkomandi verkefni. Ef gagn- rýna skal það hvar fé til þróunarað- stoðar lendir þá held ég að eðlilegast sé að segja að of stór hluti lendi í vösum amerískra og evrópskra fyrir- tækja og í vösum evrópskra og amerískra þróunarráðgjafa. En sá á'galli getur vart skrifast á reikning þróunarlandana. Reyndar gengur Hannes svo langt að halda því fram að þróunaraðstoð- in geri illt verra: „hún gerir fátæku fólki i þróunarlöndunum erfiðara fyrir, ekki auðveldara". Þetta er stundum rétt. T.d. þegar iðnríki losa sig við oflramleiðslu sína á land- búnaðarvörum inn á markaði þróunarlanda, undiryfirskini þróun- araðstoðar, og kippa þá fótum undan innlendum landbúnaði. En þetta er hluti af misnotkun iðnríkja á annars góðu viðhorfi: að aðstoða þá sem minna mega sín. Allajafha kemur þó þróunaraðstoð hinum fátækari til góða þótt mikið vanti upp á að það sé í nógu miklum mæli. ísland tekur þátt í þróunaraðstoð við Tansaníu í gegnum Norræna samvinnuverkefnið. Kemur þetta fátækum í Tansaníu til góða? Það þori ég að fullyrða. Auðvitað mislukkast margt í þess- um verkefnum og árangur er oft mun minni en vonast var til. En því fer í öllu falli fyirri að þau skaði hina fátæku. Og verstu dæmin um mis- heppnaðar þróunarfjárfestingar eru þau tilfelli þar sem vestrænu ráð- gjafamir hafa ætlað að hjálpa til með því að nota sína vestrænu mæli- kvarða á fjárfestingamar. sementsverksmiðjur, pappírsverk- smiðjur o.s.frv. En menn læra af mistökunum og tillögur seinni ára em miklu raunsærri og jarðbundn- ari en „bleikir fílar“ fyrri ára. Manni getur nú ofboðið „Þar sem venjulegir skattgreið- endur á Vesturlöndum em alls ekki neinir efhamenn má því segja með nokkrum sanni að þróunaraðstoð sé aðstoð fátæks fólks í ríkum löndum við ríkt fólk í fátækum löndum," er ein röksemdin hjá Hannesi. Hvað er eiginlega hægt að ganga langt í ómerkilegum málflutningi? Munur á lífskjörum okkar og íbúa þróunar- landa er svo mikill að hann er í raun handan við samanburð. Þjóðartekj- ur á mann í fátækum þróunarlönd- um em um og undir $200 á ári, í iðnríkjum Evrópu og N-Ameríku milli 10 og 20.000 dollarar. Álíka heilsteypt og heiðarleg er sú rök- semd hans að ekki megi „með neinni sanngimi rekja fátækt suðrænna þjóða til þess að okkur hefur tekist að komast í bjargálnir". Sama máli gegnir um þetta gull- kom: „Þróunaraðstoð auðveldar einnig stjómarherrunum að koma með boðum og bönnum í veg fyrir fijáls viðskipti einstaklinganna“. Þessu er þveröfugt farið. Ýmsar al- þjóðastofnanir og sum ríki skilyrða aðstoð við fátæk ríki oft þannig að þau em neydd til að taka upp vest- ræna hagstjóm, markaðsbúskap, hvort sem þau vilja eða ekki. A1 þjóða gjaldeyrissjóðurinn neyðir þannig ríki eftir ríki til að opna fyr- ir innflutning, fella gengið, skera niður aðstoð við fátæka (heilbrigði- skerfi, menntakerfi) o.s.frv. Nýjasta dæmið hér um er einmitt Tansanía. Góð og vond þróunarhjálp Þróunarhjálp er sjálfsögð, rétt eins Kjallarinn Engilbert Guðmundsson hagfræðingur á Akranesi og okkur þvkir sjálfsagt að nota hið opinbera til að aðstoða þá efnaminni í okkar eigin samfélagi (revndar mun Hannes einnig andvígur þvi). Þróun- arhjálp er bara fi’amhald á samhjálp- aranda, sem til allrar hamingju á góðan hljómgmnn meðal íslendinga. íslenska ríkið er hins vegar skamm- arlega nánasarlegt í þessum efnum og eftirbátur allra nági-annalanda. Það er hins vegar nauðsyn að greina milli góðrar og vondrar þró- unarhjálpai’. Vond þróunarhjálp er t.d. svonefhd hemaðaraðstoð. Það er líka vond þróunarhjálp þegar iðn- ríki losa sig við umframframleiðslu sína inn á markaði þróunarlanda, undir yfirskini hjálpar. Það er af sama tagi þegar aðstoðin er bundin við kaup á vörum í landinu sem veit- ir aðstoðina o.s.frv. Góð þróunaraðstoð er í gmndvall- aratriðum tekjufærsla til fátæks fólks, byggð á hjálp til sjálfsbjargar: Aukning matvælaframleiðslu, upp- bygging samgöngukerfis, aðstoð við menntun og þjálfun, aðgangur að gjaldeyri til innflutnings á nauðsyn- legum framleiðslubúnaði, efling gmndvallarheilbrigðisþjónustu, öfl- un drykkjarhæfs vatns o.s.frv. Og svo auðvitað neyðarhjálp þegar stóráföll skella á. En nytsamlegasta þróunaraðstoðin er þó líklega fólgin í því að opna markaði iðnríkja fyrir vörur þróunarlanda og leyfa þeim að njóta þess „viðskiptafrelsis“ sem Hannes dásamar svo ákaflega. Engilbert Guðmundsson „Þróunarhjálp er sjálfsögð, rétt eins og okkur þykir sjálfsagt að nota hið opinbera til að aðstoða þá efnaminni í okkar eigin samfélagi.“ I I i i f í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.