Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Iþróttir • Kevin Keegan -til Saudi-Arabíu?. Mynd- in að ofan var tekin á Laugardalsvelli þegar Keegan lék með Hamborg í Evrópubikarn- um gegn Val. Bjóða Kevin an stórfé Keeg -semla semlándsliðsþjálfara Forráðamenn knattspymusambands Saudi- Arabíu eru nú að reyna að fá Kevin Keegan, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins, tii sín scm landsliðsþjálfara. Þeir hafa boðið honum 120 þúsund sterlingspund - skattfrjáls - rúmlega sjö milljónir íslenskra króna - í kaup. Auk þess allt uppihald greitt, eins margar flugferðir heim tii Englands og hann óskar eftir. Einnig dagpeninga svo Keegan geti verið þátttakandi í þvi lúxuslífi sem þekkt er í Saudi-Arabíu. Kevin hefur enn ekki tekið ákvörðun í mál- inu, hvort hann þekkist boðið. Hann er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Varð fyrsti breski leikmaðurinn til að vinna sér inn milljón sterlingspund á litríkum leikferli þar sem hann lék með Liverpool, Hamborg, Southampton og Newcastle en hóf feril sinn hjá Scunthorpe í Lincolnshire. Hann hætti keppni 1984 og hasl- aði sér völl í viðskiptum. Hefur gert það gott þar svo tilboð arábanna er ekki eins lokkandí fyrir hann og flesta aðra. hsim Þátttakendur frá 21 þjóð mættu á samveldisleikana - ekki minnst á stjómmál í setningarræðu Philips prins Tuttugu þúsund áhorfendur voru ú Edinborgar-leikvanginum í gærkvöld þegar Philip prins setti þrettándu sam- veldisleikana sem munu standa yfir næstu tíu dagana. Þéttskipaður völlur en helmingur þeirra þjóða, sem upp- haflega höfðu tilkynnt þátttöku, mætti ekki til leiks til að mótmæla stefhu bresku ríkisstjómarinnar, einkum for- sætisráðherrans, Margrétar Tatcher, gagnvart Suður-Afríku. Þetta setti , svip á setningarathöfhina en rétt áður en hún átti sér stað varð óvænt atvik. Eftir miklar viðræður við mótsstjóm- ina síðasta sólarhringinn hafði Bermúda hætt við þátttöku en hætti við að hætta á síðustu stundu. Tólf af þrettán keppendum Bermuda vom á Meadowbank-leikvanginum og fögnuðu mjög. Keppendur frá 27 þjóðum mættu því til leiks - keppendur 31 þjóðar mættu ekki til leiks. Þar á meðal var Ind- land, fjölmennasta ríki samveldisins, sem ætlaði að senda fjórða stærsta hópinn á leikana, 218 þátttakendur. Einnig nokkur Afríkulönd eins og Kenýa, Nígería og Ghana, sem eiga mjög góðu íþróttafólki á að skipa, Tanzanía, Uganda, Zambia og Zimbabwe. Þá var íþróttafólk Bangla- desh og Jamaíka ekki meðal þátttak- Philip prins setti samveldisleikana i Edinborg i gærkvöld. DV-mynd GVA enda. Hinar þjóðimar, sem hættu við þátttöku, flest smáþjóðir, einkum frá eyjum, Kýpur, Bahamaeyjar, Grenada, Barbados, Jómfrúreyjar, Sri Lanka og Trinidad svo nokkrar séu nefndar. Af þeim sem hættu við þátttöku hafði Kenýa tilkynnt flesta keppendur, þeg- ar Indland er frátalið, eða 90. Þátttakendur á annað þúsund Þátttakendur ú leikunum verða á annað þúsund frá 27 þjóðum. Englend- ingar flestir, eða 400 enskir þátttak- endur. Stórir hópar einnig frá Kanada, eða 368, Ástralíu 307, Skotlandi 213, Wales 176 og Nýja-Sjálandi 143. Síðan koma Norður-írar með 97, Hong Kong 77, Guemsey 65, Fiji 64, Maneyja 58. Fleiri þjóðir vom ekki með yfir 50 keppendur. Fæstir frá Falklandseyjum og Singapore, tveir frá hvom landi. Ekki hættu allar Afríkuþjóðir sam- veldisins við þátttöku. Swaziland sendi 46 þátttakendur, nokkrar aðrar færri. í setningarræðu sinni las Philip prins upp tilkynningu frá Elísabetu drottningu. Þar var ekki minnst á stjómmál. Þakkir til framkvæmda- nefndarinnar fyrir frábæran undir- búning, rætt um íþróttaanda og vináttu. Þó meirihluti upphaflegra þátttöku- þjóða - 49 lönd tilheyra samveldinu breska - hafi hætt við þátttöku má búast við því að samveldisleikamir í Edinborg verði mikill íþróttaviðburð- ur. Þar verða flestir snjöllustu íþrótta- menn samveldisins sem einkum em frá Englandi, Astralíu og Kanada. Vissu- lega vantar hlauparana þekktu frá nokkrum Afríkuþjóðum og Jamaíka en flestar aðrar þjóðir, sem hættu við þátttöku, eiga ekki góðu iþróttafólki á að skipa. En ensku hlauparamir Coe, Cram og Ovett ásamt Johnson, Kanada, verða eflaust mest í sviðsljós- inu og þeir standa alltaf fyrir sínu. hsím Brown og Cesar til Frakklands Argentínumaðurinn Jose Luis Brown og Julio Cesar frá Brasilíu hafa nú verið keyptir til franska liðs- ins Brest. Þeir mimu koma til Frakk- lands í næstu viku og hefja þá æfingar með liðinu. Þetta kom fram hjá Christr ian Legarrec, stjómarmanni hjá Brest, á blaðamannafúndi sem liðið boðaði til í gær. Hann vildi þó ekki gefa upp hve mikið franska liðið hefði þurft að borga fyrir leikmennina. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi í knattspymuheiminum því þetta em tveir af þeim vamarmönnum sem hvað mesta athygli vöktu í keppninni. Brown skoraði hið mikilvæga opnun- armark Argentínumanna í úrslita- leiknum. Hann var nánast óþekktur fyrir keppnina. Hann samdi til þriggja ára við liðið. Julio Cesar, sem hafði verið orðaður við mörg lið, samdi hins vegar til fimm ára. Það vekur svo sannarlega furðu hve rúm fjúrráð frönsku liðin hafa til kaupa á leikmönnum. Þau em komin í harða samkeppni við hin fjársterku Uð í nágrannalöndunum, á Spáni og Ítalíu, um leikmenn. Áður vom tveir Argentínumenn komnir til Frakk- lands. Þeir Julio Olarticoecha, sem var í vöminni hjá heimsmeistumnum ásamt Brown, og sóknarmaðurinn Jorge Burruchaga. Þeir em báðir hjá Nantes. -SMJ Gult spjald á formann KSÍ Það hefur verið stefria Knattspymudómara- sambandsins að elta ekki ólar við blaðaskrif og umtal hvers konar. En undanfarið hefur verið ijallað um málefhi dómara af slíku þekk- ingarleysi að steininn tekur úr, og er þess vegna gerð sú undantekning að svara. Dómaramál hafa verið í brennidepli fjöl- miðla nú undanfarið og skal nú leiðrétt það sem rangt hefur verið sagt um þessi mál. Formaður KSl gerir sig beran að slíkri van- þekkingu á málum er snerta dómara að undrun og óánægju hefur vakið hjá knattspymudóm- arasambandinu. I samtali við Morgunblaðið þann 19.07. er Ellert Schram, form. KSÍ, inntur álits á ferðakostnaði dómara vegna þeirrar gagnrýni sem fram kom í bréfi frá Stefáni Gunnlaugssyni, form. KA, daginn áður. Segir Ellert m.a. að viss ágreiningur sé milli KSl annars vegar og dómarasambandsins hins veg- ar um val á dómurum, hæfiúspróf og fleira. Þessi fúllyrðing formanns KSÍ (ef rétt er eftir höfð) er röng. Þing KSÍ, haldið í Eyjum í fyrra- haust, komst að þeirri niðurstöðu að málefhi knattspymudómara væru best komin hjá þeim sjálfum. Ennfremur er eftir Ellert haft að: „Dómarasambandið annast niðurröðun dóm- ara á leiki og dómaranefnd KSl samþykki síðan þær ákvarðanir." Þetta er líka alrangt og í raun merkileg fáfræði hjá formanninum. Sú nefhd sem annast niðurröðun dómara á leiki og kallast illu heilli dómaranefnd, er skip- uð þremur mönnum, 2 eru skipaðir af KSÍ og 1 frá dómarasambandinu. Þessi nefild, en ekki dómarasambandið, raðar dómurum niður á leiki og þessi nefnd heyrir undir KSÍ en ekki dómarasambandið. Vonast ég nú til að ég þurfi ekki að sýna formanni KSl fleiri gui spjöld vegna 'þessn máls. Hitt er svo aftur annað mál að vissulega er talsverður kostnaður þvi samfara að senda dómara landshluta á milli. En það hefur alveg gleymst í þessari umræðu að íþróttafélögin vel flest hafa alveg vanrækt dómaramálin með þeim afleiðingum að nú eru t.d. aðeins fimm landsdómarar á Norður- og Austurlandi, sem fullnægja þeim kröfum sem gerðar-eru, 3 A- dómarar (1. deild) og 2 B-dómarar (2. deild). Á þessu svæði eru Þór í 1. deild, KA, KS, Völs- ungur og Einheiji í 2. deild og KA í 1. deild kvenna. Það segir sig sjálft að fá verður dóm- ara annars staðar frá á svæðið þar sem stundum eru tveir, þrír og jafnvel 4 leikir á Norðurlandi sama daginn. Þann 16.07. voru málefni knattspymudóm- ara meðhöndluð af slíkri vanþekkingu og fordómum í DV að ekki verður við unað. Þeim hluta greinarinnar er snýr að samskiptum dómara og forustu þeirra vísa ég alfarið á bug. Blaðamaður tæpir á „rangri túlkun svokall- aðrar hagnaðarreglu" - samstarfsleysi dómara, línuvarða og fleira. Þessu vil ég svara með því að bjóða viðkomandi blaðamanni á dómara- námskeið, þvi til þess að skrifa um dómgæslu þarf blaðamaðurinn að skilja hana. Blaðamað- ur telur þrekpróf það sem kemur frá UEFA/ FIFA ekki nægilega strangt fyrir ísienska dómara en þetta sama þrekpróf er látið duga í heimi atvinnumennskunar, t.d. Englandi og Þýskalandi. Blaðamaður skýlir sér á bak við „heimildar- mann“ og segir að æfingarlaus maður um sextugt geti staðist þrekprófið. Ef umræddur blaðamaður er undir sextugu skora ég á hann að reyna sig við þrekprófið, en það er i því fóÍBið að*hlatroa 2.600 rnetra innan við 1? min., síðan 400 metra á innan við 75 sek. og að lokum 50 metra á innan við 8 sek. I DV-greininni er talað um að fækka 1. deild- ar dómurum úr 15 niður í 6 - í tvö trió. Þarf ég að segja fleira um það. Er milliríkjalistinn skrípaleikitr? Nei, okkur er millirikjalistinn hið mesta alvörumál. Hann er ítarlega valinn og að sjálfsögðu í stöðugri endurskoðun. Árás blaðamanns á Þórodd Hjaltalín lýsir vel lágkúru umræddrar greinar. Greininni er ætlað að vera málefnaleg, samt tekur greinar- höfúndur einn út úr og nafhgreinir. Raunar eiga umsagnir S.K. um dómgæslu Þórodds Hjaltalín í sumar sér engin fordæmi og eru óskiljanlegar. Þóroddur Hjaltalin gerir meira en að uppfylla þær kröfur sem til hans eru gerðar og er fyllilega alls trausts verður. Blaðamaður endar síðan grein sína með spum- ingunni laun til dómara? Þessi spuming blm. er lýsandi dæmi um þekkingarleysi hans á málefhum íslenskrar knattspymu. Iþróttafélögin era að kikna undan kostnaði en það hefur víst farið framhjá blaðamanni. Dómarar eru ólaunaðir áhugamenn rétt eins og leikmenn enda sarmýmist annað ekki lög- um ISÍ. Að lokum: Til þess að umræða verði gagnleg þarf hún að vera sanngjöm - telji blaðamaður þörf á að moka flórinn þarf hann að gæta þess að falla ekki flatur. F.h. stjórnar Knattspymudómarasam bands Islands, Heimir Bergmann. • Hafþór Kolbeinsson gengur af le dómarinn hafði sýnt honum rauða s| 0-1 fyrir Siglfirðinga. Hafþór skorað Athugasemdir frá EBS Ég hef ekki frekar en dómarasamband- ið nennt að elta ólar við ómaklega og staðlausa gagnrýni á störf Knattspymu- sambandsins. Ut af þessum skrifum Heimis Bergmanns vildi ég aðeins segja þetta: Heimir getiu- sagt hverjum sem er að enginn ágreiningur sé í knattspymu- hreyfingimni um dómaramál - en ekki mér. Ég veit betur og í rauninni var það fyrir mina tilstuðlan á síðasta ársþingi KSÍ að ekki var gengið til atkvæða um róttækar breytingar á skipan dómara- mála sem ég vissi að mundu mæta andstöðu dómarasambandsins. Þar vildi ég bera klæði á vopnin eins og ég hef ávallt leitast við að gera í samskiptum KSÍ við dómara. Kannski H.B. sé að gefa mér gult spjald til að ég breyti um afstöðu. Að þvi er varðar tilvitnun í MBL. frá 19.7. þar sem eftir mér er haft að dómara- sambandið annist niöurröðun dómara á leiki, sem dómaranefnd KSÍ síðan sam- þykki, gætir ónákvæmni. Blaðamaður var að spyrja um tiltekna leiki í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Form. dómaranefndar KSÍ hefur og hafði tjáð mér að form. KDSl gerði tillögur um þá niðturöðun, sem nefndin féllst ó, enda í samræmi við þá stefnu að dómaranefndin og stjórn KSI hefur leitast við að taka eins mikið tillit til sjónarmiða dómara og kostur er. Kannski Heimir vilji að KSI breyti um þá afstöðu. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.