Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Síða 32
44 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Sviðsljós I>V Ólyginn , sagði . . . Madonna og eiginmaðurinn Sean Penn eru að gera gamla bí- tilinn George Harrison endanlega gráhærðan. Það þarf mikið til að koma þess- um þögla og óhagganlega tónlistarmanni úr jafnvægi en honum var nóg boðið þegar þau hjónin heimtuðu að Sean fengi myndina Shanghai Surprise í hendur til þess að endurgera ýmis atriði - leikstjórnarlega séð. ,Kemur ekki til greina," sagði Harrison og benti á að herra Madonna hefði enga reynslu í þessum efnum. Pennarnir neituðu að leggja til raddir í lokavinnslu mynd- arinnar og það var ekki fyrr en Harrison var kominn með staðgengla fyrir þau í öll hlutverk að slegið var af kröfunum. Nú telst víst Sean Penn hjálparmaður hins þol- inmóða Harrisons og það fyrirfinnst ekki ein einasta sála í allri Hollívúdd sem öfundar bítilinn af aðstoð- inni. Jane Wyman segist ekki reyna að draga dul á sín stærstu persónu- einkenni - hún vill helst vera miðdepillinn allsstaðar. Hún var eitt sinn gift manni sem hafði einmitt sömu ástríðu - Ronald Reagan síðar forseta Bandaríkjanna. Þessir tveir miðdeplar komu sér illa sam- an um hvor ætti að skína skærar þannig að leiðir skildu og einu samskiptin á síðari árum eru í gegnum fjölmiðla. Jane gefur yfirlýs- ingar um hversu miklu meiri laun hún hafi í leiklistinni en sjálfur Bandaríkjaforseti get- ur státað af og gamli kúrek- inn svarar með því að þegja upphátt. En hún hefði alténd skaffað vel í hjónabandinu svo ... Stefanó, eiginmaður Karólínu, hefur nú af henni þungar áhyggjur. I Á baðströndinri skömmu áður en hún missti meðvitund. Missir Karólína bamið? Á eynni Cavaao milli Sardiniu og Korsiku eyddu Karólína og Stefanó maður hennar nokkrum sæludögum í síðustu viku. En ekki varði það lengi því á stöndinni missti Karólína skyndilega meðvitund og komu eig- inmaður hennar og lífvörðurinn að henni liggjandi i sandinum. Hún var samstundis flutt með þyrlu til læknis og er í stöðugum rannsóknum síðan. Faðir Karólínu, Rainier fursti, fyr- irskipar algera hvíld fyrir þessa dóttur sína fram að fæðingu og eigin- maðurinn víkur ekki frá henni eina mínútu. Læknar óttast mjög að hún missi fóstrið og ráðleggja rúmlegur meirihluta dagsins. Einkalæknir hennar, Hubert Harden, segir prins- essuna einfaldlega að niðurlotum komna af þreytu og ef ekkert sé að gert megi búast við því að illa fari. Rainier hefur aflýst öllum opin- berum verkefnum sem Karólína hafði á hendi og stöðugt er til taks þyrla til þess að flytja hana rakleiðis á sjúkrahús. Furstinn hlakkar til fæðingar barnsins og hefur undir- strikað gleði sína með því að gefa Karólínu splunkunýja lystisnekkju í fyrirframfæðingargjöf. Og eins og allir vita er von á stúlkubami - ef allt fer vel - og naf- nið er á hreinu - Grace. Það vantar ekkert upp á hressilegar hreyfingar barnsins í móðurkviði. Þjálfunin hefst snemma hjá William prinsi í Bretlandi. Hann er.fjögurra ára og nú þegar farinn að sýna þjóðhöfðingjatakta opinberlega. Héma sést Villi Iitli heilsa hinum konunglega lífverði en Harry litlibróðir kærir sig greini- lega kollóttan um slíka hirðsiði. Michael, prinsessa af Kent, reyrdr að vekja áhuga dótturinnar, Gabriellu Windsor, en henni er öldungis sama um allt tilstandið. Fyrsta hjólhýsið Þróunin í hönnun hjólhýsa hefur verið með ágætum og ýmislegt breyst frá því að myndin var tekin í kringum nítján hundruð og tuttugu. Kassabílalag- ið er engin ímyndun því þarna er timburhúsi skellt á gamlan Ford Pickup. Fyrstu eiginlegu hjólhýsin komu á markaðinn tuttugu árum síðar en þessi forveri þeirra stóð sig með ágætum og veitti eigendum sínum ómælda ánægju - mílu eftir mílu. Ósvikinn krókódílaskór Þetta er ósvikinn krókódílaskór, gerður úr skinni raunverulegs krókódils og hnykkt á því með sporði, tönnum og augum. Franski hönnuðurinn Andre Marion fékk hugmyndina eftir að hafa hlustað á útvarpsmann biðja um krókódílaskó með alvöruskolti. Skógerðin tók sex- tíu klukkustundir og það er aðeins hægt að fá þessa gerð með sérpönt- unum og dýrðin kostar um áttatíu þúsund krónúr párið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.