Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Side 33
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. 45 Sviðsljós Þegar sólin skein á Seyðó „ Það skín sól á Seyðó,“ sagði ein lítil staðarstúlka alsæl á dögunum og voru það orð að sönnu. Svo mjög skein sólin að Seyðfirðingar réðu sér vart fyrir kæti og haldnar voru há- tíðir á gleðskap ofan til þess að fagna miskunnsemi veðurguðanna. Veðrið var eins og á sólarströndum erlendis, sólfatnaður af ýmsu tagi var dreginn fram í dagsljósið og alls kyns uppákomur fóru fram undir berum himni. Gesti og gangandi dreif að frá öðrum landshomum og fjarlægum löndum - svo dögum skipti ríkti sum- ardagastemmning eins og best gerist. Jafnvel mestu bleikskinnar brugðu lit og kuldakrokurnar fækkuðu föt- um. Meðfylgjandi myndir sýna hressa fjarðarbúa og gesti fagna sól og sumri með ýmsum hætti. Leikflokkur, undir stjórn Árna Péturs Guðjónssonar, var á staðnum og þarna er drekinn ógurlegi að leggja af stað til þess að freisa prinsessuna. Lókalbandið á Seyðisfirði er Lóla og hérna er hin frábæra söngkona þeirra - Aila - á fullu gasi. láii Pétur pönk Kristjánsson - öðru nafni Pétur mikró - kennari, félagsmála- tröll og framtaksmaður, var ein af driffjöðrum hátiðarinnar. Þegar henni var lokið hélt hann af stað með tæplega þrjátiu Norðurlandabúa frá Seyðis- firði til Reykjavíkur - aðstandendur N’ART '86. Þarna syngjandi kátur og spilandi með Rúnari Þórissyni, gítarleikara Grafik. Bjössi hljóðmaður lét sig ekki muna um að skreppa austur og taka nokk- ur lög með Lólu milli starfa við Stellumyndina og annars annrikis. « Lúðrasveit Neskaupstaðar spilaði með léttri sveiflu í sólinni. Prestur staðarins með hópi kristinna - og frelsaðra - hélt sunnudagsstund með guði í sólskininu. Sungin og leikin alls kyns lög, almættinu og lifinu sjálfu til dýrðar. DV-myndir Kasper „Fyrirgefðu, ég þarf að fæða“ Það er þungu fargi létt af Söndru Diggin og kærastanum, Stefáni Ge- orghegan, því sonurinn, Mark, er kominn í heiminn. Leyndarmálið sem hefur haldið þeim í járngreipum undanfarna mánuði er á allra vitorði og viðbrögð umhverfisins eru mun jákvæðari en þau áttu von á fyrir. „Fyrirgefðu, ég þarf að fæða,“ sagði Sandra í miðri kennslustund og skildi kennarann sinn eftir orð- lausan og opinmynntan þar sem hún flýtti sér fram ganginn. Henni hafði tekist að halda meðgöngunni leyndri en þegar hríðirnar byrjuðu var ekki um annað að ræða en skýra frá ástandinu. Fæðing á bókasafni Síðan fæddist sonurinn, Mark, á bókasafni skólans þar sem felmtri slegnir kennarar reyndu að aðstoða fimmtán ára gamlan nemandann eft- ir bestu getu. Sjúkrabíllinn kom ekki fyrr en fæðingin var afstaðin en allt gekk vel og á sjúkrahúsinu var Mark í súrefniskassa næstu fimm dagana. Hann fæddist fimm vikum fyrir tím- ann en reyndist fullburða og stál- hraustur að öllu leyti. Vantrúuð amma Skólayfirvöld höfðu samband við móður Söndru og tilkynntu henni varlega að hún væri orðin amma. Patrieia Diggin neitaði að trúa þess- ari fjarstæðu - til þess að eiga barn hefði dóttir hennar þurft að vera vanfær áður. Og það var Sandra svo sannarlega ekki síðustu mánuðina! En hún varð að taka staðreyndum um síðir og er ljómandi af hamingju yfir barnabarninu. Þegar hin nýbak- aða móðir er tilbúin til þess að fara i skólann aftur tekur amman við barninu því Sandra ætlar að ljúka númi þrátt fyrir barnsfæðinguna. „Við Stefán ætlum að gifta okk- ur,“ segir hún. „En fyrst er að ljúka skólanum sem tekur tvö til þrjú ár að minnsta kosti. Seinna er ég alveg viss um að við verðum fjölskylda því við elskum hvort annað og Mark mjög heitt. þetta bjargast allt og ég er íegin að þessir hryllilegu mánuðir eru liðnir." Traust á ættingjunum Eitt segja þau reynsluna hafa kennt þeim að gera í framtíðinni - að treysta sínum nánustu fyrir erfið- um leyndarmálum. Mánuðirnir sem þau tvö áttu leyndarmálið saman og lifðu í stöðugum ótta við að upp kæmist voru verri en svo að þau langi til að lenda í sömu aðstöðu aftur. Þau eru fimmtán ára og ekki í neinum vandræðum meö umönnun sonarins. Sandra og Stefán með Mark litla - hamingjusöm verðandi fjölskylda. Ólyginn sagði . . . George Hamilton leggur metnað sinn í það að taka vel á móti gestum. Þeg- ar Liz Taylor mætti óboðin í hádegisverð um daginn með vinkonu sína f eftirdragi voru góð ráð dýr - ekkert til ætilegt í kotinu og kokkur- inn dottinn í sólbað. En Hamilton leigði í hvelli eina Boeing 727, nældi í fræg- asta matreiðslumanninn í Los Angeles og bað flug- manninn að svífa letilega yfir borginni á meðan Liz og vinkonan væru að melta fæðuna. Joan Collins lenti í klóm harðsvíraðra nærbuxnaþjófa fyrir nokkr- um vikum. Súperbomban tók þátt í tískusýningu í Bev- erly Hills og eftir langtíma- rölt um senuna sneri hún aftur bak við tjöldin til þess að íklæðast eigin fatnaði. Þá kom í Ijós að einhver hafði nælt í nærbuxur frúarinnar þannig að buxnalaus sneri hún heim úr þeirri ferðinni. Nú velta menn þar vestra fyrir sér hvort sá fingralangi geri sér grein fyrir hvers bux- ur honum áskotnuðust í ránsferðinni. Dennis Weaver er ekki bara með kábojhatta - og reiðhesta á heilanum. Ef hringt er heim til hans í Kali- forníu fæst samband við sérstakan FFsíma þar sem Dennis segir síðustu fréttir af kynnum sínum við litla græna náunga sem ferðast um á fljúgandi diskum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.