Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 2
2 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Stjómmál Albert hlaut langflest atkvæði í fyrsta sæti Geir Haarde og Sólveig Pétursdóttir ný þingmannsefni Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra verður áfram fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Hann hlaut langflest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins um skipan framboðs- lista flokksins í Reykjavík við næstu þingkosningar. Albert hlaut 2.374 atkvæði í fyrsta sæti. Friðrik Sophusson, varafor- maður flokksins, hlaut 1.360 atkvæði í sama sæti en Birgir ísleifur Gunnars- son 891 atkvæði. Þingmenn flokksins röðuðust í fimm efstu sætin. Friðrik Sophusson hlaut annað sæti, Birgir Isleifur Gunnarsson þriðja sæti, Ragnhildur Helgadóttir fjórða og Eyjólfur Konráð Jónsson, sem flutti sig úr Norðurlandskjördæmi vestra, náði fimmta sæti. Guðmundur H. Garðarsson hlaut kosningu í sjötta sæti. Guðmundur sat á þingi sem aðalmaður kjörtímabilið 1974 til 1978. Varaþingmaður varð hann árið 1967. Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, hafnaði í sjöunda sæti. Hann vantaði aðeins eitt atkvæði til að ná Guðmundi H. Garðarssyni. Geir er nú varaþingmaður. Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur Atkvæði talin undir stjóm Valgarðs Briem. hlaut áttunda sæti. Hún hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri. Haldi Sjálf- stæðisflokkurinn fylgi sínu kemst Sólveig á þing: Jón Magnússon lögmaður lenti í níunda sæti. Með stórsigri flokksins kæmist hann á þing. María E. Ingvadóttir viðskiptafræð- ingur hlaut tíunda sæti. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, hlaut ellefta sæti. Prófkjörið er bindandi fyrir fyrstu ellefu sæti listans. Alls kusu 6.576 sjálfstæðismenn. 354 þeirra gerðu hins vegar seðil sinn ógildan, ýmist með því að kjósa færri en átta, sem var lágmark, eða fleiri en tólf, sem var hámark. Esther Guðmundsdóttir hlaut tólfta sæti, Bessí Jóhannsdóttir þrettánda sæti, Ásgeir Hannes Eiríksson íjórt- ánda sæti og Rúnar Guðbjartsson fimmtánda sæti. Athyglisvert er að Albert Guð- mundsson er í níunda sæti sé heildar- atkvæðamagn skoðað. Birgir Isleifur fékk samtals flest atkvæði í prófkjör- inu en Friðrik næstflest. -KMU Albert Guðmundsson: Þetta er stórsigur ,.Þar sem ég stefndi að því að vera áffam fyrsti þingmaður Reykvíkinga er þetta stórsigur, reyndar miklu meiri sigur en ég átti von á,“ sagði Albert Guðmundsson, sem hlaut fyrsta sæti. - Fannst þér einhver öfl vinna gegn þér í þessu prófkjöri? „Það er ekkert nýtt mál en ég vil ekkert vera að fjölyrða um það. Ég er mjög ánægður með útkomuna. Út- koman er spegilmynd af þeirri miklu vinnu sem mínir stuðningsmenn, und- ir forystu'dóttur minnar, hafa lagt í þetta. Ég er þakklátur öllum þeim sem hafa unnið með mér að þessu. Þetta var erfitt verkefni. Þetta er búið að vera erfitt sumar, með öllum þeim skrifúm og vitleysu sem hefur verið þyrlað upp í kringum mig, þannig að það var margfalt starf sem þurfti að vinna miðað við það sem hefur þurft hingað til. Fyrir utan það að prófkjörið var sjálft þannig skipulagt að það var er- fitt fyrir mjg Stór hluti stuðnings- mannahóps míns er utan Sjálfstæðis- flokksins, þó að það séu sjálfstæðis- menn. Þetta er óflokksbundið fólk sem ekki hafði aðgang að prófkjörinu. Þannig að það má segja að með þess- ari útkomu hafi sá stuðningshópur, sem vann að þessu, unnið þrekvirki. Ég átti von á því að halda fyrsta sætinu. Ég sá engan sem gat beint ógnað því sem einstaklingur. En ég sá margt annað, sem hafði gerst áður, sem gat ógnað því að ég héldi áfram í stjómmálum.“ - Sé atkvæðamagn samanlagt skoð- að lendir þú í níunda sæti. Hvemig skýrir þú þetta? „Það er hægt að þrengja prófkjörið þannig að aðeins þeir sem em á laun- um hjá Sjálfstæðisflokknum í Sjálf- stæðishúsinu megi kjósa. Þá hefði ég líklega lent í síðasta sæti,“ svaraði Albert. -KMU Albert Guðmundsson og Davið Scheving Thorsteinsson takast i hendur á Bro- adway í gær þar sem þeir sýndu íslenskan fatnað. Geir H. Haarde með konu sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur, og tveggja ára gam- alli dóttur þeirra, Helgu Láru, á heimili þeirra í gær. DV-mynd KAE Geir H. Haarde: Get ekki verið annað en ánægður Guðmundur H. Garðarsson á heimili sinu i gær. DV-mynd KAE Guðmundur H. Garðarsson: Hef fengið breiðan stuðning „Ég er mjög ánægður með minn hlut, get ekki verið annað,“ sagði Geir H. Haarde, sem hafhaði í sjöunda sæti. „Ég er með rúmlega tvo þriðju að heildaratkvæðamagni og lendi í sæti, sem ætti að vera öruggt, miðað við síðustu úrslit. Ég vonast til þess að listinn í heild sé sigurstranglegur. Ég fagna því að tmg og kraftmikil kona skuli vera komin í hóp þingmannsefna,“ sagði Geir. -KMU Eyjótfur Konráð Jónsson: Kominn heim „Úrslit prófkjörsins finnst mér ágæt og er mjög ánægður með minn hlut. Ég hafði mjög gaman af að taka þátt í þessu prófkjöri. Hlut kvennanna hefði ég viljað hafa meiri - vil gjaman hafa konumar meira með í myndinni. Reyndar held ég að þéssum prófkjörum þurfi að breyta með einhveijum hætti því þau em gengin sér til húðar eins og þau eru í dag - með gegndarlausum fjára- ustri og fleira. Ég bjóst alls ekki við að fá svo góðan stuðning á þessum skamma tíma sem ég hafði til umráða. Sérstaklega þótti mér mikils virði sá meðbyr sem ég fann hjá fólki sem á varla til hnífs og skeiðar. En ég get ekki annað en verið á- nægður með þennan árangur og mér finnst vænt um að vera kominn heim.“ Eyjólfur Konráð: Get ekki annað en verið ánægður. „Ég hef ástæðu til að halda að ég hafi fengið mjög breiðan stuðning. Og ég er mjög þakklátur því fólki sem studdi mig,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, sem hafhaði í sjötta sæti. „Það er ekki nokkur vafi á því að fjölmargir stuðningsmenn Péturs Sig- urðssonar unnu fyrir mig í þessu prófkjöri. Ég hef einnig ávallt notið mikils stuðnings verslunarmanna hér í Reykjavík, sem eru mjög virkir í Sjálfstæðisflokknum. Ég átti von á að mjög naumt yrði á milli þeirra, sem skipa myndu 5. til 9. sæti. Hins vegar kom það mér ekki á óvart að þingmenn flokksins hlytu örugga kosningu í efii sæti listans,“ sagði Guðmundur. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.