Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
21
Fréttir
Sel 2, bústaður nokkurra hjúkrunarfræðinga við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, verður orðið hjúkrunardeiid um
mitt næsta ár. Framkvæmdirnar eru ekki á fjárhagsáætlun sjúkrahússins og því er söfnun hafin. Þau sem eru á mynd-
inni standa að söfnuninni. DV-mynd JGH
Hjúkkumar út - sjúklingar inn
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri:
„Réttum hjálparhönd, margar hend-
ur vinna létt verk,“ er kjörorð söíhun-
ar sem áhugamannahópur á Akureyri
er að fara af stað með vegna breytinga
á Seli 2, bústað nokkurra hjúkruna-
rkvenna við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri, í hjúkrunardeild. Alls er
vonast til að 4-5 milljónir safnist en
framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætl-
un sjúkrahússins. Aldraðir sjúklingar,
sem og langlegusjúklingar, fa inni á
nýju deildinni sem rúmar 10 sjúklinga.
Þegar er hafist handa við að breyta
húsnæðinu og á framkvæmdum að
vera lokið um mitt næsta ár. Heildar-
kostnaður er áætlaður rúmar 11
milljónir króna.
Framkvæmdasjóður aldraðra leggur
á þessu ári fram 2 milljónir króna til
verksins. Vonir standa til að sú upp-
hæð tvöfaldist á næsta ári. Til er í sjóði
hálf milljón fiá sölu hvíta pennans og
önnur hálf milljón frá því að Seli 1
var breytt árið 1983.
Tekið er á móti framlögum í söfnun-
ina í afgreiðslu sjúkrahússins en innan
skamms verður ákveðið frekar hvem-
ig staðið verður að söfriuninni.
Fjölbrautaskóli Suðuriands:
„Pontar" vígðir
á Selfossi
Sveám Siguiössan, DV, SeffnRsi'
Það sást best á dögunum að ekki
er tekið út með sældinni að vera
„ponti“ við Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi. Vígslan hófst með því
að „pontum" var safhað saman við
gamla Iðnskólann og þeir leiddir um
götur Selfoss að tjöm sem er á tjald-
svæði bæjarins. Þar vom þvegin af
þeim óhreinindi sem talin em loða við
þá. Að baði loknu var góðum skammti
af graut hellt yfir þá. Þar með em
þeir teknir irrn' í skólann.
Uppskriftin að grautnum fylgir, les-
endum til fróðleiks:
25 lítrar skyrmysa, 1 kg púðursykur,
hveiti og það nauðsynlegasta, 3 rifsber.
„Pontamir" fengu þrifabað...
Gáfii fullkomið Irfjgunartæki
Kristján Einarssan, DV, SeHossi:
Nýlega færði Kiwanisklúbbur Sel-
foss Sundhöll staðarins fúllkomið
blásturslífgunartæki til eignar. Tæki
þetta er þýskt að gerð, „Combibag",
og kostaði ca 40.000 krónur eftir að
öll gjöld til ríkisins höfðu verið felld
niður. Ágúst Magnússon, formaður
Kiwanis, afhenti Sigmundi Stefáns-
syni, yfirmanni Sundhallarinnar,
gjöfina. Kiwanismenn hafa á undan-
fomum árum gefið ýmsar góðar gjafir
þeim félögum og stofnunum sem stað-
ið hafa i fjárffekum ffamkvæmdum
almenningi til heilla.
Fjár til þessa safna Kiwanismenn
með flugeldasölu, svo og með sölu á
auglýsingaspjaldi í símaskrár. Sig-
mundur þakkaði góða gjöf og sýndi
viðstöddum, sem vom starfsmenn
Combi Alfa
bætist
í flota
Akureyringa
Jón G. Hauksaan, DV, Akureyri:
„Við höfum hugsað okkur að sigla
frá Evrópu beint á hafiiir hér norðan-
lands,“ sagði Jón Steindórsson, einn
þeirra er standa að nýstofnuðu skipa-
félagi á Akureyri, Kaupskipi hf.
Fyrirtækið hefur tekið á leigu í óá-
kveðinn tíma 900 tonna flutningaskip
frá Noregi. Skipið heitir Combi Alfa
og er að tveim þriðju hlutum frysti-
skip.
Að sögn Jóns verður skipið í þeim
verkefiium er til falla hverju sinni.
„Það hentar að sjálfeögðu mjög vel til
flutninga á ferskum fiski út og án efa
verður skipið í slíkum flutningum,"
sagði Jón.
Helstu hluthafar í Kaupskipi hf. em
Jón Steindórsson, Akureyri, Garðar
Ölafeson, Grímsey, Gylfi Gunnarsson,
Grímsey, Hákon ísaksson, skipstjóri á
Combi Álfa, og Ebeneser Bárðarson,
1. stýrimaður.
„Það er ljóst að ef við verðum með
skipið áfram til lengri tíma, sem við
stefiium að, hugsum við okkur að setja
íslenskt nafri á skipið og það verður
þá nafnið Grímsey," sagði Jón Steind-
órsson.
Sundhallarinnar, Kiwanismenn og aði mikið öryggi á staðnum. En best
aðrir gestir, hvemig nota ætti tækið. væri að aldrei kæmi til þess að grípa
Sigmundur sagði að tæki þetta skap- þyrfti til þess.
Ágúst Magnússon, formaður Kiwanisklúbbsins, afhendir Sigmundi Stefáns- .. .og siðan var hellt ofan á þá sérlöguöum graut
syni, yfirmanni Sundhallarinnar, gjöfina. DV-mynd Kristján DV-myndir Sveinn.
& QoldStor
Nú þegar framboð á
sjónvarpsefni hefur
stóraukist er gott að
eiga tvö sjónvörp,
ekki síst ef annað er
ferðatæki og hægt að
nota hvar sem er.
Við bjóðum þér
12" svart/hvítt
ferðasjónvarp frá
GoldStor
á aðeins 9.800,-kr.
Sjónvarpið er bæði
hægt að tengja við
220 og 12v straum.
Siónvarp fyrir
9.800,- kr. !!
VIÐ TÖKUM VEL
Á MÓÍIÞÉR
GÆÐI - GOTT V/ERÐ
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
GoldStar