Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 42
42 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Don Johnson lítur ekki aldeilis svona út núna því hann lét snoða sig um daginn - aðdáendum til óblandinnar skelfingar. Núna er þessi atvinnusexari orðinn pönkaður ofan til og eru umboðsmenn hans óðir yfir tiltækinu. Stöku kven- mannsbúkur hefur þó tæpt á því að kappinn hljóti að teljast sætur við öll möguleg tækifæri og þykir peninga- mönnum það eilítil huggun harmi gegn. Catherine Oxenberg átti að fá fjögur hundruð þúsund í vasann ef hún vildi láta svo lítið að mæta á opn- un nýs næturklúbbs vestra. En blondínan fór snarlega í fýlu þegar upp komst að Joan Collins hefðu verið boðnar átta hundruð þús- und krónur og Racquel Welch sjö fyrir sama viðvik- ið. Catherine segist ekki vera nein varaskeifa og situr því heima það kvöldið. Heather Locklear er að gera alla meðleikendur sína í Dynasty óða af vonsku yfir því að hún gengur um alla daga með vasadiskó á eyrunum. Hún er nýgift þungarokkaranum Tommy Lee og telur það sína hei- lögu skyldu að hlusta á allt sem honum þóknast að senda frá sér á því sviði. Þetta gengur daginn út og inn þannig að samstarfs- menn ná engu sambandi við leikkonuna nema með harkalegum aðgerðum. japwgai Fj ögur ra tíma íslcinds- kynning Fyrirhuguð er sýning fjögurra tíma dagskrár í þýska sjónvarpinu - CDR - þar sem Islandi er lýst og endað á sýningu íslensku kvikmyndarinnar Skammdegi eftir Þráin Bertelsson. Undanfamar vikur hafa staðið yfir tökur á myndinni og voru meðfylgj- andi myndir teknar þegar verið var að taka upp eitt atriðið í veitinga- húsinu Kvosinni. Fjöldi boðsgesta þáði mat og drykk en myndaði jafnframt umgjörð um atvikið á veitingastaðnum - þar sem Stuðmenn spiluðu en Ragnhildur Gísladóttir og Þórhallur Sigurðsson - Laddi - reyndu hæfileikana við framreiðslustörf. Áætlað er að tökum ljúki í miðri þessari viku. Að sögn Ralphs Cristians frá SDR hafa þeir gert fjölmargar myndir um ísland á undanfömum tíu árum - um Keflavíkurflugvöll, Nató, landsmót hestamanna, kvikmyndagerð, sprangið í Vestmannaeyjum, fálka- þjófnað og sjávarútveg svo eitthvað sé nefnt. Leiðtogafundurinn seinkaði þessum tökum aðeins vegna þess að hætt var vinnu við þær að mestu leyti og unnið við allt sem fundinum viðkom - fjórar beinar útsendingar meðal annars efnis sem tengt er frétt- um af atburðinum. En sem áður segir er fyrirhuguð útsending dagskrárinnar um ára- mótin og að sögn Ralphs verður Meðal gesta voru leikarinn Bryndís Petra Bragadóttir, listamaðurinn Kolbrún Björgólfsdóttir og kennar- inn Ástriður Guðmundsdóttír. DV-myndir KAE vinnslu hraðað sem mest því einmitt núna er ísland á allra vörum í Þýska- landi sem og annars staðar í heimin- um vegna leiðtogafundarins. Eitt er víst - þau hafa mörg andlit. Þórhallur Sigurðsson og Ragnhildur Gisladóttlr. Frá Þýskalandi komu Ralph Cristians, Horst Hano, Jacqueline Stuhler og Manfred Naegele. Þarna standa tveir úr hópnum og ráðgast um uppsetning- una og I baksýn er Valgeir Guðjónsson Stansstuðmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.