Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 20. OKTÖBER 1986. 25 Iþróttir - sagði Ómar Torfason sem aftur skoraði „Hat trick“ áá „Ég held að þetta sé nokkuð gott mál. Auðvitað er ég gíf- urlega ánægður með þessi mörk og ég sagði eftir síðustu þrennu að þetta hefði komið á besta tíma fyrir mig. Það sama get ég sagt nú. Það var mjög nauðsynlegt fyrir mig að fylgja þrennunni vel eftir,“ sagði Ómar Torfason, at- vinnumaður hjá svissneska knattspymuliðinu Luzem. í gærkvöldi lék Luzem gegn Sursee í bikarkeppninni en liðið leikur í 3. deild. Luzem sigraði, 4-0, á heimavelli Sursee. Staðan var 1-0 fyrir Luzem þegar Ómar tók sig til og skoraði þrjú mörk til við- bótar. „Fyrsta markið mitt var með vinstri fótar skoti rétt frá vítateigslínu og hin tvö gerði ég bæði með skalla. Nú er bara að reyna að halda áfram á þessari braut. Þetta lofar góðu og ég geri allt sem ég get til að standa mig,“ sagði Isfirðingurinn hressi en þess má geta að þetta er í þriðja skiptið á knattspymu- ferli ómars Torfasonar sem hann skorar Hat Trick í ein- um og sama leiknum. Ómar hefur leikið mjög vel með Luzem í síðustu leikjum en lengi átti hann í útistöðum við þjálfara liðsins og var lengstum úti í kuldanum. -SK. Þýskir sigruðu heimsmeistarana - Danir á botninum í V-Þýskalandi Ragnar skor- aði tvö mörk - en það dugði ekki Waterschei til sigurs Kristján Bemburg, DV, Belgía: Afli Htanaissan, DV, Þýskalandi: Vestur-Þjóðverjar urðu sigurvegar- ar í móti fjögurra landsliða í hand- knattleik sem fram fór í Stuttgart um helgina. Vestur-Þjóðverjar sigruðu heimsmeistara Júgóslava í úrslitaleik mótsins með 19 mörkum gegn 16. Júggamir höfnuðu þvi í öðru sæti, Tékkar í þriðja og frændur vorir Dan- ir riðu tíkarlegri truntu frá þessu móti og hlutu ekkert stig. Vestur- Þjóðverjar hófu mótið á þvi að sigra Tékka 22-18 en staðan var 9-9 í leik- hléi. Fraatz skoraði 7 mörk fyrir þýska liðið en Stefán Schöne kom næstur með 4 mörk. Loks lék þýska liðið gegn Dönum og sigruðu þá auðveldlega, 22-15. Staðan í leikhléi var 10-9 Þjóð- verjum í vil og skoruðu þeir því 12 mörk gegn 6 í síðari hálfleik. Stefan Schöne skoraði 6 mörk fyrir Þjóðverja en annars var það markvörðurinn heimsfrægi, Andreas Thiele, sem varði eins og óður maður, alls 22 skot og þar af þrjú vítaköst. Júgóslavar sigr- uðu Dani, 22-19, og Tékkóslóvakíu sigruðu þeir einnig. Þá unnu Tékkar Dani, 26-L7. -SK. • Ragnar Margeirsson lék stórvei um helgina og skoraði tvö mörk. Ragnar Margeirsson átti stjömuleik með Waterschei gegn efsta liði 2. deildar hér í Belgíu, Harelbeke. Ragn- ar fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði þá tvö mjög góð mörk þannig að staðan var 2-0 fyrir Waterschei í leikhléi. í seinni hálfleik drógu leik- menn Waterschei sig til baka og ætluðu greinilega að halda fengnum hlut. Það kostaði þá sigurinn þvi að leikmenn Harelbeke náðu að jafna, 2-2, rétt fyrir leikslok. Amór Guðjohnsen náði ekki að skora þegar Anderlecht lagði Racing Jet að velli, 3-0, í Biiisse]. Anderlecht er í öðm sæti í 1. deildar keppninni í Belgíu með 13 stig. FC Bmgge, sem vann Berchem, 4-1, á útivelli er efst með 14 stig. Standard Liege er í þriðja sæti með 12 stig. Félagið vann góðan sigur, 3-2, yfir Antverpen. -sos . | Danskur undrakoddi | fyrir þreyttar axlir Koddinn er úr eldvörðum svampi með loftgötum og iylgir koddaver. Talið er að mannskepnan eyði að Iminnsta kosti einum þriðja af ævi sinni í rúminu. Það er því mikils um Ivert að aðbúnaður í rúminu sé sem allra bestur. Islendingar eru nú farn- I ir að sofa í góðum rúmum meira en áður tíðkaðist og hinir illræmdu „fermingarbekkir" sjást nú varla í heimahúsum lengur. I Við fréttum af nýrri tegund kodda sem átti að vera algjör undrakoddi. Slíkum upplýsingum ber að taka með varúð og það var með slíku hugar- fari sem við ákváðum að prófa þennan kodda. Axlirnar eru „fríar“ Koddinn er úr svampi og í honum er loftrásarkerfi sem tryggir að eðli- legt hitastig helst í koddanum allan ársins hring. Hliðar koddans eru misháar og er hærri hliðin nær hálsinum þannig að axlirnar eru „frjálsar". Þannig styður koddinn betur við höfuðið en venjulegur koddi hvort sem legið er á baki, maga eða hlið. I stuttu máli stóðst koddinn prófið og reyndist mjög vel. Það eru ekki aðeins axlirnar sem hafa það betra eftir hálfsmánaðar notkun koddans heldur einnig hálsinn sem virðist hafa hvílst betur á þessum danska kodda. Bay Jacobsen hannaði ekki aðeins koddann heldur einnig dýnu sem mikið hefur verið af látið. Hægt er að fá bæði dýnuna og koddann heim til prufu gegn greiðslu án nokkurra skuldbindinga um kaup. Svaf aldrei vært eina einustu nótt Bay Jacobsen, sem er danskur málarameistari, átti sjálfur við lang- varandi sjúkdóm að stríða. Hann hefur sagt í blaðaviðtali að hann hafi ekki sofið vært eina einustu nótt í flöldamörg ár. Þegar hann kom fyrst fram með hugmyndina að heilsudýnunni og koddanum hristi fólk höfuðið og hafði ekki trú á hon- um. En eiginkona hans og fjölskylda stóð á bak við hann og nú er fyrir- tæki Jacobsens orðið að stórfyrir- tæki sem framleiðir þessar vörur. Heilsudýnan var útfærð í sam- vinnu við endurhæfingardeild héraðssjúkrahússins í Árósum og heimilislækni Jacobsens. Dýnan er 3 cm á þykkt og þannig gerð að hún er fyllt af kúlum (ekki eldfimum) sem einangra og nudda vöðvana. Kúlurnar dreifa þyngd lík- amans á dýnuna þannig að blóð- streymið verður óhindrað um vöðvana og dreifir álagspunktum líkamans. Dýnan hefur einnig þau áhrif að halda líkamshitanum stöð- ugum. Hjá fólki sem er bakveikt og hefur liða-, bak- eða vöðvaverki get- ur lítils háttar hitatap aukið á verkina. Dýnan dreifir þyngd líkam- ans vel á undirlagið þannig að svefninn verður meira afslappaður. Dýnan og koddinn hafa verið á markaði hér á landi í rúmt ár og hefur verið látið mjög vel af þeim. Sjúkraþjálfarar á Akureyri og Húsa- vík, sem prófað höfðu dýnuna og koddann, luku miklu lofsorði á þess- ar vörur og telja t.d. að koddinn ætti mjög vel við slit í hálsi. Koddinn kostar 1960 kr. og dýnan 4860 kr. Ef þú, innan 14 daga, sérð eftir því að hafa keypt dýnuna og koddann þá skilar þú þeim aftur og færð end- urgreitt. Það er því allt að vinna en engu að tapa. HREIDRID ■í'fiSF Grensósvegi 12 jpr Simi 688140-84660 Pósthólf 8312-128 Rvk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.