Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. 23 Iþróttir • Billy Bingham. Bingham hættir með N-íra Rafti Ra&sson, DV, EngiandL Nú bendir allt til að dagar Billy Bingham sem landsliðsþjálfara Norð- ur-Irlands séu taldir. Því er haldið fram að hann stjómi norður-írska landsliðinu í síðasta skipti í Evrópu- leik gegn Tyrkjum 12. nóvember. Bingham fer að öllum líkindum til Saudi-Arabíu þar sem eitt félag hefur boðið honum 100 þús. pund ef hann kemur til þess. Brían Hamilton, framkvæmdastjóri Leicester, er talinn líklegastur sem eftirmaður Binghams. Hamilton, sem er fyrrum leikmaður Ipswich, lék með landsliði Norður-íra á árum áður. -sos Blokhin skoraði sitt 300. mark Rússneski landsliðsmaðurinn Oleg Blokhin varð fyrsti knattspymumað- urinn í Rússlandi til að skora 300 mörk í 1. deildar keppninni þar. Blok- hin, sem er 34 úra, skoraði markið þegar Dynamo Kiev vann stórsigur, 5-0, á Torpedo Kutaisi. -SOS Ögmundur ekki til Grindavíkur Ögmundur Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Víkings í knattr spymu, mun ekki þjálfa Grindvíkinga næsta sumar, eins og fyrirhugað var. Það gæti farið svo að Ögmundur gengi aftur til liðs við Víkinga, en hann lék með Grindvíkingum síðastliðið keppn- istímabil. -SOS Stefán skor- aði 13 mörk Stefán Halldórsson skoraði þrettán mörk fyrir UFHÖ í 3. deildar keppni karla í handknattleik þegar UFHÖ vann 28-13 sigur yfir UMIB í Hvera- gerði. Hvergerðingar og Ölfusmenn hafa unnið báða leiki sína í 3. deild, lögðu ÍH að velh, 21-16, í fyrsta leik sínunm. -SÞ Guðmundur í Hannover Guðmundur Torfason, miðheiji Framliðsins, er kominn frá Grikk- landi. Guðmundur er nú staddur í V-Þýskalandi þar sem hann mun fara til Hannover og ræða við forráðamenn félagsins. -SOS Olsen til Gladbach og Stapleton til Belgíu - Man. Utd. getur fengið 700 þúsund pund fyrir þá Rafa Rafosscm, DV, Engiandi; Danski landsliðsmaðurinn Jesper Olsen hjá Manchester United fer að öllum líkindum til vestur-þýska liðsins Bomssia Mönchengladbach og þá bendir allt til að félagi hans, Frank Stapleton, fari til Belgíu. Manchester United hefur augastað á David Spee- die, sóknarleikmanni Chelsea. Gladbach er tilbúið að greiða 500 þús. pund fyrir Olsen en það fer þó allt eftir því hvemig félaginu gengur • Jesper Olsen. gegn Feyenoord í UEFA-bikarkeppn- inni. Ef Gladbach nær að leggja Feyenoord að velli og komast áfram fær félagið peninga til að kaupa Olsen. Belgíska félagið Mechelen hefur boðið Man. Utd. 200 þús. pund fyrir Frank Stapleton. Ef United selur þessa tvo leikmenn fær félagið 700 þús. pund. Þá peninga ætlar Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri United, að nota til að kaupa sóknarleikmann. Hann er mjög hrifinn af David Speedie hjá Chelsea. -sos • Frank Stapleton. POLYÚREÞAN' arþol Barkar þak- og veggeininga er mikið og itning auðveld og fljótleg. Barkar þak- og veggeiningar henta mjög vel í flestum byggingum, einkum atvinnu- og geymsluhúsnæði, ekki síst þar sem mikils hreinlætis er krafist, s.s. í tengslum við verslun, matvælaiðnað og landbúnað. Barkar hús- einingar tryggja ótvíræðan spamað í byggingu, viðhaldi og rekstrarkostnaði. Sæmundur Runólfsson (t.v.) og Runólfur Sæmundsson, eigendur Nýlands í Vfk, framan við versíun sína, sem reist var úr Barkar-einingum. m var bvr jud að gefa afsérfyrir fyrstu qfborgun” segir Runólfur Sæmundsson í Versluninni Nýland í Vík í Mýrdal, sem reisti sér 250 fm verslunarhúsnæði úr Barkar þak- og veggeiningum. „Það tók okkur aðeins 6 daga að reisa burðargrindina og klæða hana að fullu,“ segir Runólfur. „Fyrsta skóflustungan var tekin 20. október og búðin var opnuð rúmum einum og hálfum mánuði síðar, eða 10. desember, þannig að hún var farin að gefa af sér áður en fyrsta afborgun af húsbyggingunni féll. Það og sú staðreynd að upphitunarkostnaður hússins er áberandi lítill gerir það að verkum að ég er hæstánægður með viðskipti mín við Börk hf.,“ segir Runólfur Sæmundsson í Vík. Hafið samband og kynnist af eigin raun kostum Barkar þak- og veggeininga. ;4éBÖRKUR hf. t HJALLAHRAUNI 2 ■ SlMI 53755 PÓSTHÓLF 239 • 220 HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.