Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
5
DV
Sunddiskó
í Frosta-
skjóli
Félagsmiðstöðin Frostaskjól bauð
unglingum vesturbæjarins upp á
skemmtun með nokkuð nýstárlegu
sniði síðastliðið föstudagskvöld.
Nokkurs konar sunddiskó var á dag-
skránni um kvöldið, sem hófst með
dansleik í félagsmiðstöðinni við
Kaplaskjólsveg. Eftir góða upphitun
var haldið í Sundlaug vesturbæjar þar
sem bleytt var hressilega í mann-
skapnum. Rennvotur hópurinn dreif
sig síðan aftur í félagsmiðstöðina þar
sem boðið var upp á óáfengan kokk-
teil til hressingar og dansað fram yfrr
miðnætti. Krakkamir voru hæstá-
nægðir með skemmtunina og lögðu á
það mikla áherslu að leikurinn yrði
endurtekinn sem allra fyrst. -baj
Mikið um
bílveltur
Bíll valt í Svínahrauninu á föstu-
dagskvöldið. Mikil hálka var á vegin-
um þegar slysið átti sér stað. Lítils
háttar meiðsl urðu á fólki og bifreiðin
skemmdist töluvert.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi var
mikið um bílveltur og útafakstur um
helgina vegna hálkunnar. Ekki urðu
fleiri meiðsl á fólki en þó nokkurt
eignatjón. -VAJ
Kviknaði
í vúmi
Eldur kom upp í íbúð við Njálsgötu
aðfaranótt sunnudagsins. Tilkynnt
var um eld í rúmi i íbúðinni. Þegar
slökkvilið kom á staðinn voru íbúam-
ir komnir út. Mikill reykur var í
íbúðinni og logaði glatt í svefnbekk í
einu herberginu. íbúamir höfðu reynt
að ráða niðurlögum eldsins, en ekki
tekist. Reykkafarar fóm inn í her-
bergið og slökktu eldinn, og var íbúðin
síðan reykræst.
Töluverðar skemmdir urðu á innan-
stokksmunum. Einn maður var fluttur
á slysadeild vegna gruns um reykeitr-
un. Hann svaf í herberginu þar sem
eldurinn kom upp og er talið sennilegt
að hann hafi sofhað út frá sígarettu.
-VAJ
Ekið
á konu
Ekið var á konu í Nóatúninu um
klukkan hálffjögur aðfaranótt sunnu-
dagsins. Konan, sem var gangandi, var
flutt á slysadeild Borgarsþítalans, en
hún mun ekki alvarlega slösuð.
-VAJ
Frumvarp um
lágmarkslaun
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
Kvennalista, hefur lagt fram laga-
frumvarp um lágmarkslaun. í því
segir:
„Óheimilt er að greiða lægri grunn-
laun fyrir 40 dagvinnustundir á viku
en sem nemur 30 þúsund krónum á
mánuði miðað við framfærsluvísitölu
1. september 1986. Þessi lágmarkslaun
breytast á þriggja mánaða fresti í sam-
ræmi við breytingar á vísitölu fram-
færslukostnaðar.“
Frumvarp þetta var áður flutt á síð-
asta þingi og er nú endurflutt lítið
breytt. -KMU
Fréttir
Kraftarnir voru sýndir með því að henda alklæddum skólafélögum út í vatnið.
Atriðið vakti óblandinn fögnuð meðal viðstaddra. DV-myndir KAE
n AMC Jeep
'F I A T
1
Þjónusta er veturinn nálgast
Mótor- og
Ijósastillum
Yfirförum bílinn og bendum á
hvað þarf að lagfæra til að
fyrirbyggja tafir og óþörf
vandræði.
Hafið samband við verk-
stjóra í síma 77200.
VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395
Fl AMCIJeep. n AMC Jeep
BÍLTÆKI MEÐ FM-STERIO, MW, LW, SJÁLFLEITARA, MINNI O.FL.
STAÐGREIÐSLUVERÐ AÐEINS KR. 9.950,-
FM-STERIO, LW, MW, SJALFLEITARI, MINNI O.FL.
...., . STAÐGR.VERÐ KR. 12.599.-
FM-STERIO, LW, MW, SJALFLEITARI, MINNI O.FL.
STAÐGR.VERÐ KR. 13.000.-
II
FISHER
HÁTALARAR STAÐGR.VERÐ KR. 1.520,-
II
M ISHIR
SJÖHVARPSBÚDIN HF.
HÖFÐATÚNI 2 sími 622555