Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
RÍKISSPITALAR
LAUSARSTÖÐUR
LANDSPITALINN
Bókasafnsfræðingur óskast sem fyrst eða eftir sam-
komulagi til starfa við bókasafn Landspítalans.
Upplýsingar veitir yfirbókavörður Landspítalans í síma
29000 - 488.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á lyflækn-
ingadeild 4 14-G. Fastar næturvaktir koma til greina.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri lyf-
lækningadeildar í síma 29000 - 485.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á barnadeild og
vökudeild Barnaspítala Hringsins. Við bjóðum góðan
aðlögunartíma við áhugavert starf.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri Barna-
spítala Hringsins í sima 29000 - 285.
Fóstra eða starfsmaður óskast við dagheimili ríkisspít-
ala, Sólbakka við Vatnsmýrarveg.
Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í
síma 22725.
Starfsmenn (2) óskast við taugarannsóknastofu tauga-
lækningadeildar Landspítalans. Enskukunnátta er
nauðsynleg.
Upplýsingar veitir læknafulltrúi taugarannsóknastofu
í síma 29000 - 459.
VÍFILSST AÐASPÍT ALI
Meinatæknir óskast í hálft starf við rannsóknastofu
spítalans.
Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 42800.
KÓPAVOGSHÆLI
Deildarþroskaþjálfi og þroskaþjálfar óskast við Kópa-
vogshæli.
Starfsfólk óskast til vinnu á vistdeildum fullorðinna
og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð
og umönnun þroskaheftra vistmanna. Unnið er á tví-
skiptum vöktum; morgunvakt frá kl. 8 til 16 eða
kvöldvakt frá kl. 15.30 til 23.30.
Starfsfólk óskast til ræstinga við Kópavogshæli.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir yfirþroskaþjálfi
Kópavogshælis í síma 41500.
Reykjavík, 20. október 1986.
Upphefð eða
niðurlæging á
leiðtogafundi
Óhætt er að segja að öllum al-
menningi sé það mikið harmsefiii
hvemig til tókst hjá þjóðarleiðtog-
unum tveimur - Gorbatsjov og
Reagan - á fimdum þeirra hér í
Reykjavík 11. og 12. október síðast-
liðinn. Að vísu voru flestra spár
nokkuð á einn veg, það er að segja
að ekki væri mikils að vænta í þetta
skiptið. Þó töldu allmargir þeir
svartsýnustu að þeir mundu vænt-
anlega verða sammála um dagsetn-
ingu næsta fundar en ósennilega
yrði um frekari niðurstöðu að ræða.
Hinir, sem jákvæðari vildu vera,
vonuðu þó að eitthvað meira kæmi
út úr þessum viðræðum.
En ekki einu sinni fundardagurinn
var ákveðinn.
Málalok fundarins reiðarslag
Ekkert umboð hef ég til að tala
fyrir murrn allra íslendinga - hvað
þá heimsbyggðarinnar - en mér seg-
ir svo hugur á döprum mánudegi að
vonbrigði þorra fólks séu vægast
sagt mikil og mjög sennilega em
málalok fundarins reiðarslag flest-
um jarðarbúum.
Þegar þriðji fundur leiðtoganna -
og sá síðasti ráðgerði - hatöi verið
framlengdur, ekki bara einu sinni
heldur að minnsta kosti tvisvar og
jafnvel farið að bollaleggja um enn
frekari framlengingu, hötöum við,
sem stóðum álengdar, fullt leyfi til
bjartsýni.
Ekki varð strax ljóst, þegar leið-
togamir gengu út úr Höfða í
sunnudagsmyrkrinu, hvort hlé heföi
verið gert eða viðræðum slitið. Sú
fregn barst þó fljótlega - frá útlönd-
um - að ekki yrði um frekara spjall
leiðtoganna að ræða í þetta skiptið.
Sumir óttuðust að fundurinn heföi
leyst upp; aðrir, og þeir vom fleiri,
vonuðu að nú mundu gleðitiðindi
berast öllu mannkyni. Blaðamanna-
fundanna, sem þegar höfðu verið
tímasettir, var því beðið með mikilli
eftirvæntingu.
Shultz stoltur af Reagan
En þegar fulltrúar risaveldanna
komu fram fyrir blaðamenn hvor á
eftir öðrum og í sínu húsinu hvor,
Shultz af hálfu Bandaríkjanna en
Gorbatsjov sjálfur af Sovétríkjanna
hálfu, varð strax ljóst af svipbrigðum
þeirra og yfirbragði að vonbrigði
vom aðalniðurstaða fundarins.
Shultz byrjaði á yfirlýsingu þess
efiús að hann hefði sjaldan eða aldr-
ei verið jafhstoltur af forseta sínum.
Hann - Reagan - hefði staðið eins
og klettur þegar Gorbatsjov impraði
á því að hann stöðvaði geimvamará-
ætlunina eða saltaði hana að
minnsta kosti í 15-20 ár. Gorbatsjov
kraföist líka að rannsóknir Banda-
ríkjamanna í þessu dútli í himin-
geimnum einskorðuðust við
tilraunastofur einar.
Reagan féllst að vísu á að hinkra
í 10 ár með stjömustríðsáformið en
taldi það af og firá að hægt væri að
ná nokkrum árangri í þessari „starf-
semi“ á jörðu niðri eingöngu.
Og í sem stystu máli var boðskapur
Shultz sá að bæði hann og Reagan
„og allir sérfræðingar okkar“ heföu
orðið sammála um að ekki bæri að
fóma þessari geimvopnaframleiðslu
fyrir vemlega fækkun kjamorku-
vopna og raunar eyðingu þefrra alfra
fyrir aldamót - eins og Gorbatsjov
bauð fram í tillögum sínum.
Bandaríkjamenn töldu sem sagt
ekki við hæfi eða gerlegt að skipta
á stjömustríði og einum vesælum
heimsfriði. Afetaða Reagans var því
vonbrigði óbreyttu friðelskandi
fólki.
Og svo langt gengu hinir svoköll-
Kjallariim
Þorsteinn
Valgeir
Konráðsson
nemi í prentiðn
uðu „haukar" í Repúblikanaflokkn-
um að lýsa því yfir að það væri ekki
hagstætt fyrir flokkinn að semja við
Gorbatsjov í Reykjavík - ekki núna
allavega.
Undirritaður, sem alla tíð hefur
aðhyllst vestrænt lýðræði og þar
með frelsi til orðs og æðis, fór sem
snöggvast að efast um heilindi sinna
manna. Ég vona þó að þeir gefi við-
hlítandi skýringu á þessari ömurlegu
afetöðu.
hófet að hann gengi til hans með
góðu hugarfari - fullur samnings-
vilja. Og ég trúi því að það hafi verið
einlægur ásetningur hans að þessar
viðræður leiddu til áþreifanlegs
áfenga á ferð okkar til afvopnunar.
En í stað þess að mæta tilsvarandi
þankagangi virtist sem skilnings-
leysi Reagans væri algert. Áhugi
hans á friðarviðleitni Gorbatsjovs
reyndist í lágmarki eða, eins og
Shultz sagði: Forsetinn stóð sig eins
og hetja. Þessi orð bandaríska utan-
rflcisráðherrans em ekki fagnaðar-
efiii þeim sem ólu von í brjósti og
væntu gleðitíðinda í fundarlok - með
handabandi leiðtoganna og sameig-
inlegri yfirlýsingu.
Fundur Gorbatsjovs var mjög at>
hyglisverður og ég hygg að við hér
á norðurhjara höfum orðið nokkurs
vfeari. Oft er talað um útsmoginn
áróður Sovétleiðtoga en ég kom ekki
auga á hann á þessum ftrndi.
Ekki get ég farið nánar út í útskýr-
ingar Gorbatsjovs í þessari grein um
árangur eða árangursleysi fundarins
frá hans sjónarhóli. En niðurstaða
mín er að hann hafi verið hreinskil-
inn.
Ég má ekki láta hjá líða að geta
innleggs Matthíasar Johannessens í
þennan fund; mér fannst það stór-
kostlegt. Og þá fyrst hýmaði yfir
Sévardnadse og aðalritaranum.
Látið ekki staðar numið
f lokin þetta: Gorbatsjov tók rétta
..Kæri Reagan - kæri Gorbatsjov: Látið ekki staðar numið; slitið ekki
sambandinu - hittist aftur sem allra tyrst. Leggið sér- og eiginhagsmuni
til hliðar og setjið alvöruviðræður um heimsfrið i öndvegi."
Gorbatsjov hreinskilinn
En hverfum nú að blaðamanna-
fundinum með Gorbatsjov. Sovét-
leiðtoganum var greinilega mikið
niðri fyrir og raunar öllu hans liði.
Og sérstaklega fannst mér átakan-
legt hversu Sévardnadse - þessi
annars glaðlegi maður - var þung-
búinn.
Gorbatsjov hélt langa framsögu og
eyddi löngum tíma í inngang orða
sinna. Hann var mjög harðorður í
garð Bandaríkjanna en mér virtist
hann einlægur, málefhalegur og trú-
verðugur. Það gat enginn farið í
grafgötur um að sovéska sendinefnd-
in var niðurbrotin - eðlilega og
engin furða. Hún hafði steytt á skeri,
rekist á vegg. Gorbatsjov lýsti þvi
yfir áður en fundurinn með Reagan
stefiiu þegar hann ákvað að tíunda
fyrst það neikvæða en láta bíða til
fundarloka að skýra frá þeim ár-
angri sem þó náðist með þeim
Reagan.
Og í þrykktum orðum og allra síð-
ast: Kæri Reagan - kæri Gorbatsjov:
Látið ekki staðar numið; shtið ekki
sambandinu - hittist aftur sem allra
fyrst. Leggið sér- og eiginhagsmuni
til hliðar og setjið alvöruviðræður
um heimsfrið í öndvegi. Virðið skoð-
anir hvor annars, slakið á kröfum,
mætist á miðri leið. Stofhið til trún-
aðar og gerið gott samkomulag
Okkar allra vegna.
Es. íslenska þjóðin býður ykkur
velkomna hvenær sólarhrings sem
er.
Þorsteinn Valgeir Konráðsson.
„Bandaríkj amenn töldu sem sagt ekki við
hæfi eða gerlegt að skipta á stjömustríði
og einum vesælum heimsfiiði.“